Toomey með fullt hús eftir þrjár greinar - Björgvin Karl áfram í toppbaráttu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 19:40 Toomey er með algjöra yfirburði í Madison. Robert Cianflone/Getty Images Tia-Clair Toomey, heimsmeistari síðustu fjögurra ára í CrossFit, er með fullt hús stiga eftir sigur í hverri einustu af fyrstu þremur greinum dagsins á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þriðja greinin var öllu einfaldari en þær tvær fyrstu. Eftir gífurlega erfiðar fyrstu tvær greinar á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum tók öllu einfaldari þriðja grein við. Keppendur höfðu synt og verið á kajak í fyrstu grein og gert gríðarerfiðar æfingar á þrautabraut í þeirri annarri. Sú þriðja var hins vegar spretthlaup upp á 500 metra, án allra flækindastiga. Körlunum var skipt í fjóra hópa og var Björgvin Karl Guðmundsson í þeim síðasta. Björgvin hafði staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur greinunum og var jafn þeim Lazar Djukic og Brent Fikowski í öðru sæti fyrir hlaupið. Björgvin Karl átti þar glæsilegan endasprett og kom langfyrstur í mark í sínum hópi. Hann galt hins vegar fyrir það að fjórði hópurinn var sá hægasti og dugði tími hans upp á 1:17,68 mín. honum aðeins í níunda sæti í greininni. Til samanburðar átti Finninn Jonne Koski besta tímann, 1:15,15 mín., rúmum tveimur sekúndum styttri en tími Björgvins Karls. Koski vann einnig fyrstu grein dagsins og er á toppnum í karlaflokki með 270 stig. Björgvin Karl er annar með 237 stig en Kanadamaðurinn Brent Fikowski er þriðji með 225 stig. Brasilíumaðurinn Guilherme Malheiros stökk þá upp í fjórða sætið með næstbesta tímanum í hlaupinu en hann er með 220 stig. Katrín Tanja sneggst íslensku keppendanna Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu heldur áfram að hafa mikla yfirburði í kvennaflokki. Eftir sigur í fyrstu tveimur greinunum fylgdi sá þriðji í hlaupinu. Hún kom í mark á 1:24,17 mín., rétt á undan Brooke Wells sem var næst fljótust í mark á 1:24,43. Haley Adams, sem er önnur á eftir Toomey, var þriðja í mark. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst í mark af íslensku keppendunum og sjötta í heildina, á 1:27,49. Þuríður Erla Helgadóttir var næst sneggst íslensku kvennana á 1:29,55 mín. og var fjórtánda í heildina en Annie Mist Þórisdóttir var 23. í mark á 1:31,36 mín. Toomey er líkt og áður segir á toppnum með 300 stig en Haley Adams gefur lítið eftir og er í öðru sæti með 270 stig. Góður tími hinnar norsku Kristinar Holte í hlaupinu skýtur henni upp í þriðja sætið með 252 stig. Katrín Tanja er efst íslensku keppendanna kvennamegin með 201 stig í sjöunda sæti. Annie Mist er í 15. sæti með 167 stig og Þuríður er í 20. sæti með 142 stig Keppendur fá nú örlitla pásu eftir aðra og þriðja grein dagsins. Fjórða og síðasta greinin hefst klukkan 21:55 að íslenskum tíma og má nálgast beina útsendingu frá henni í tenglinum að ofan. CrossFit Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Sjá meira
Eftir gífurlega erfiðar fyrstu tvær greinar á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum tók öllu einfaldari þriðja grein við. Keppendur höfðu synt og verið á kajak í fyrstu grein og gert gríðarerfiðar æfingar á þrautabraut í þeirri annarri. Sú þriðja var hins vegar spretthlaup upp á 500 metra, án allra flækindastiga. Körlunum var skipt í fjóra hópa og var Björgvin Karl Guðmundsson í þeim síðasta. Björgvin hafði staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur greinunum og var jafn þeim Lazar Djukic og Brent Fikowski í öðru sæti fyrir hlaupið. Björgvin Karl átti þar glæsilegan endasprett og kom langfyrstur í mark í sínum hópi. Hann galt hins vegar fyrir það að fjórði hópurinn var sá hægasti og dugði tími hans upp á 1:17,68 mín. honum aðeins í níunda sæti í greininni. Til samanburðar átti Finninn Jonne Koski besta tímann, 1:15,15 mín., rúmum tveimur sekúndum styttri en tími Björgvins Karls. Koski vann einnig fyrstu grein dagsins og er á toppnum í karlaflokki með 270 stig. Björgvin Karl er annar með 237 stig en Kanadamaðurinn Brent Fikowski er þriðji með 225 stig. Brasilíumaðurinn Guilherme Malheiros stökk þá upp í fjórða sætið með næstbesta tímanum í hlaupinu en hann er með 220 stig. Katrín Tanja sneggst íslensku keppendanna Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu heldur áfram að hafa mikla yfirburði í kvennaflokki. Eftir sigur í fyrstu tveimur greinunum fylgdi sá þriðji í hlaupinu. Hún kom í mark á 1:24,17 mín., rétt á undan Brooke Wells sem var næst fljótust í mark á 1:24,43. Haley Adams, sem er önnur á eftir Toomey, var þriðja í mark. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst í mark af íslensku keppendunum og sjötta í heildina, á 1:27,49. Þuríður Erla Helgadóttir var næst sneggst íslensku kvennana á 1:29,55 mín. og var fjórtánda í heildina en Annie Mist Þórisdóttir var 23. í mark á 1:31,36 mín. Toomey er líkt og áður segir á toppnum með 300 stig en Haley Adams gefur lítið eftir og er í öðru sæti með 270 stig. Góður tími hinnar norsku Kristinar Holte í hlaupinu skýtur henni upp í þriðja sætið með 252 stig. Katrín Tanja er efst íslensku keppendanna kvennamegin með 201 stig í sjöunda sæti. Annie Mist er í 15. sæti með 167 stig og Þuríður er í 20. sæti með 142 stig Keppendur fá nú örlitla pásu eftir aðra og þriðja grein dagsins. Fjórða og síðasta greinin hefst klukkan 21:55 að íslenskum tíma og má nálgast beina útsendingu frá henni í tenglinum að ofan.
CrossFit Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn