Andri: Þær verðskulduðu þetta stig svo sannarlega Árni Gísli Magnússon skrifar 28. júlí 2021 22:00 Andri Hjörvar er þjálfari Þórs/KA. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega sáttur með að hafa náð í stig í blálokin gegn sterku liði Breiðabliks í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli þar sem Norðankonur jöfnuðu leikinn í uppbótartíma. „Ég er mjög kátur, virkilega gott stig gegn mjög sterku liði. Þær börðust allan leikinn í 90 mínútur plús og verðskulduðu þetta stig svo sannarlega.” Var Andri stoltur af stelpunum að hafa ekki gefist upp og náð að jafna? „Já gríðarlega, það er ekkert grín að lenda undir á móti Breiðablik og gefa allt í þetta og ná stigi gegn svona góðu liði þannig að við erum bara mjög sáttar við okkar leik.” Eftir flottan fyrri hálfleik bauð sá seinni ekki upp á eins góðan fótbolta og kom Andri inn á það. „Já barningur jú jú, aðstæðurnar kannski buðu upp á það, stöðubarátta og barningur út um víðan völl en mér fannst við reyndar vera spila bara mjög vel í seinni hálfleik, gerðum ákveðan hluti mjög vel og uppskárum eftir því.” „Í síðustu 6 leikjum höfum við bara verið að tapa einum leik, þannig ég tel það vera ágætis mómentum og form á liðinu. Við þufum auðvtitað að fara vinna leiki líka en þetta er stig á móti mjög sterku liði eins og þú segir og það gefur okkur bara sjálfstraust fyrir komandi leiki”, sagði Andri þegar hann talaði um gengi liðsins að undanförnu. Þór/KA samdi nýverið við Bandarískan framherja að nafni Shaina Ashouri. Hún spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var Andri sáttur við framlag hennar. „Frábærlega, hún er búin að ná einhverjum örfáum æfingum og kemur beint inn í liðið á móti einu sterkasta liði á landinu og mér fannst hún bara standa sig mjög vel, virkilega flott hjá henni.” „Ég held að hún gefi okkur ákveðna ró á boltann og kannski líka bara góðan leikskilning og hún connectar vel í liðið og það er gaman að spila með henni, hún hefur æðislega gaman að því að spila fótbolta og tilbúin til þess að gera allt til þess að vera í liðinu og standa sig vel”, sagði Andri ennfremur. Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið í blálokin og kom það Andra alls ekki á óvart. „Það skiptir mig engu máli hver skorar ef ég á að vera hreinskilinn, þetta er svo sem ekkert óþekkt dæmi að setja hana í fremstu línu og við vitum öll að hún er afskaplega erfið við að eiga í föstum leikatriðum og hún skoraði þarna og það svo sem kemur mér ekkert á óvart þannig ég samgleðst henni bara innilega.” En er Þór/KA enn í fallbaráttu? „Já, ég held að það sé ekki tímabært að tala um að við séum sloppin fyrir horn, það er voðalega stutt bæði upp og niður reyndar en við þurfum aðeins fleiri stig til þess að geta farið að slaka á en ég vona svo sannarlega að við séum ekkert að fara slaka á heldur horfum við bara fram á við og upp á við ef við viljum meira og meira og meira”, sagði Andri að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
„Ég er mjög kátur, virkilega gott stig gegn mjög sterku liði. Þær börðust allan leikinn í 90 mínútur plús og verðskulduðu þetta stig svo sannarlega.” Var Andri stoltur af stelpunum að hafa ekki gefist upp og náð að jafna? „Já gríðarlega, það er ekkert grín að lenda undir á móti Breiðablik og gefa allt í þetta og ná stigi gegn svona góðu liði þannig að við erum bara mjög sáttar við okkar leik.” Eftir flottan fyrri hálfleik bauð sá seinni ekki upp á eins góðan fótbolta og kom Andri inn á það. „Já barningur jú jú, aðstæðurnar kannski buðu upp á það, stöðubarátta og barningur út um víðan völl en mér fannst við reyndar vera spila bara mjög vel í seinni hálfleik, gerðum ákveðan hluti mjög vel og uppskárum eftir því.” „Í síðustu 6 leikjum höfum við bara verið að tapa einum leik, þannig ég tel það vera ágætis mómentum og form á liðinu. Við þufum auðvtitað að fara vinna leiki líka en þetta er stig á móti mjög sterku liði eins og þú segir og það gefur okkur bara sjálfstraust fyrir komandi leiki”, sagði Andri þegar hann talaði um gengi liðsins að undanförnu. Þór/KA samdi nýverið við Bandarískan framherja að nafni Shaina Ashouri. Hún spilaði sinn fyrsta leik í kvöld og var Andri sáttur við framlag hennar. „Frábærlega, hún er búin að ná einhverjum örfáum æfingum og kemur beint inn í liðið á móti einu sterkasta liði á landinu og mér fannst hún bara standa sig mjög vel, virkilega flott hjá henni.” „Ég held að hún gefi okkur ákveðna ró á boltann og kannski líka bara góðan leikskilning og hún connectar vel í liðið og það er gaman að spila með henni, hún hefur æðislega gaman að því að spila fótbolta og tilbúin til þess að gera allt til þess að vera í liðinu og standa sig vel”, sagði Andri ennfremur. Arna Sif skoraði jöfnunarmarkið í blálokin og kom það Andra alls ekki á óvart. „Það skiptir mig engu máli hver skorar ef ég á að vera hreinskilinn, þetta er svo sem ekkert óþekkt dæmi að setja hana í fremstu línu og við vitum öll að hún er afskaplega erfið við að eiga í föstum leikatriðum og hún skoraði þarna og það svo sem kemur mér ekkert á óvart þannig ég samgleðst henni bara innilega.” En er Þór/KA enn í fallbaráttu? „Já, ég held að það sé ekki tímabært að tala um að við séum sloppin fyrir horn, það er voðalega stutt bæði upp og niður reyndar en við þurfum aðeins fleiri stig til þess að geta farið að slaka á en ég vona svo sannarlega að við séum ekkert að fara slaka á heldur horfum við bara fram á við og upp á við ef við viljum meira og meira og meira”, sagði Andri að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira