Íslensk forræðishyggja – Opnunartími skemmtistaða Haukur V. Alfreðsson skrifar 29. júlí 2021 09:01 Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Nýleg skoðunarkönnun Maskínu (helstu niðurstöður má sjá í þessari grein) sýndi að um tveir þriðju hlutar aðspurðra voru fylgjandi styttingu opnunartíma skemmtistaða en ekki nema um einn fimmti andvígur. Rest var nokkuð sama hvernig fer. En það sem kemur lítið á óvart og má lesa úr niðurstöðunum er að þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu og þeir sem eru líklegastir til að fara eru mest andvígir. Skoðum það ögn nánar. Því eldra sem fólk er því hlynntara styttingu er það. Að sama skapi eru þeir sem yngri eru margfalt líklegri til að vera mótfallnir. Einhleypir voru talsvert andvígari en þeir í sambúð, og öfugt með hverjir voru hlynntir. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru mun andvígari en aðrir landsmenn auk þess að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins voru talsvert líklegri til að vera hlynntir. Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa. Hins vegar er gamalt fólk og harðgift fólk talsvert minna að stunda skemmtistaðina, jafn einkennilegt og það nú er. Þá má einnig bæta við að mest er umræðan að beinast að djamminu í miðbæ Reykjavíkur, og aftur eru Reykvíkingar sáttastir við núverandi ástand. Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu. Einstaklingsfrelsið En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það? Hvað með vaktavinnu fólk sem á frí í miðri viku en ekki um helgar, væri alveg skelfilegt ef það fengi að spjalla á barnum til kl 3? Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttartíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa t.d. strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum. Frelsi fyrir mig en ekki þig Þegar ég byrjaði í menntaskóla mátti hafa eitt ball á önn til klukkan þrjú og skólafélagið skrifaði á miðana „ölvun ógildir miðann“ en þegar miðinn var rifinn við inngöngu á ballið rifnaði ó-ið af og eftir stóð „ölvun gildir miðann“. Böllin voru feikna skemmtilegt og margir gjörsamlega á eyrunum. Með árunum var þó horfið frá böllum til klukkan þrjú og harðar var tekið á áfengisneyslu. Til að mynda hef ég heyrt að fólk sé / hafi verið látið blása við dyrnar. Það þykir víst ekki gott að ungt fólk skemmti sér of vel né fái að stíga sín fyrstu skref í áfengis / vímuefnaneyslu meðal jafnaldra í vernduðu umhverfi. Það þykir skynsamlegra að það sé gert með ókunnugu fólki af öllum aldri í heimapartíum, eftir partíum eða á skemmistöðum. En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu varðandi djamm ungs fólks er þá hægt að segja að betur sé komið fyrir samfélaginu varðandi fíkniefnaneyslu, almenna líðan, velgengni og fleira? Ekki get ég séð það miðað við vinsældir fíkniefna, tíðni þunglyndis eða í öðru hjá ungu fólki. Né virðist vera að þorri miðaldra fólks hafi hlotið skaða af því að fá sér í glas sem ungt fólk. Er hægt að segja að þetta viðhorf eldra fólks um að neyta ungu fólki um að fá að sletta úr klaufunum á sama máta og það sjálft hafði frelsi til áður fyrr sé að skila nokkru? Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðahúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer? Höfundur er þreyttur á að forræðishyggju Íslendinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Veitingastaðir Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Nýleg skoðunarkönnun Maskínu (helstu niðurstöður má sjá í þessari grein) sýndi að um tveir þriðju hlutar aðspurðra voru fylgjandi styttingu opnunartíma skemmtistaða en ekki nema um einn fimmti andvígur. Rest var nokkuð sama hvernig fer. En það sem kemur lítið á óvart og má lesa úr niðurstöðunum er að þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu og þeir sem eru líklegastir til að fara eru mest andvígir. Skoðum það ögn nánar. Því eldra sem fólk er því hlynntara styttingu er það. Að sama skapi eru þeir sem yngri eru margfalt líklegri til að vera mótfallnir. Einhleypir voru talsvert andvígari en þeir í sambúð, og öfugt með hverjir voru hlynntir. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru mun andvígari en aðrir landsmenn auk þess að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins voru talsvert líklegri til að vera hlynntir. Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa. Hins vegar er gamalt fólk og harðgift fólk talsvert minna að stunda skemmtistaðina, jafn einkennilegt og það nú er. Þá má einnig bæta við að mest er umræðan að beinast að djamminu í miðbæ Reykjavíkur, og aftur eru Reykvíkingar sáttastir við núverandi ástand. Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu. Einstaklingsfrelsið En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það? Hvað með vaktavinnu fólk sem á frí í miðri viku en ekki um helgar, væri alveg skelfilegt ef það fengi að spjalla á barnum til kl 3? Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttartíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa t.d. strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum. Frelsi fyrir mig en ekki þig Þegar ég byrjaði í menntaskóla mátti hafa eitt ball á önn til klukkan þrjú og skólafélagið skrifaði á miðana „ölvun ógildir miðann“ en þegar miðinn var rifinn við inngöngu á ballið rifnaði ó-ið af og eftir stóð „ölvun gildir miðann“. Böllin voru feikna skemmtilegt og margir gjörsamlega á eyrunum. Með árunum var þó horfið frá böllum til klukkan þrjú og harðar var tekið á áfengisneyslu. Til að mynda hef ég heyrt að fólk sé / hafi verið látið blása við dyrnar. Það þykir víst ekki gott að ungt fólk skemmti sér of vel né fái að stíga sín fyrstu skref í áfengis / vímuefnaneyslu meðal jafnaldra í vernduðu umhverfi. Það þykir skynsamlegra að það sé gert með ókunnugu fólki af öllum aldri í heimapartíum, eftir partíum eða á skemmistöðum. En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu varðandi djamm ungs fólks er þá hægt að segja að betur sé komið fyrir samfélaginu varðandi fíkniefnaneyslu, almenna líðan, velgengni og fleira? Ekki get ég séð það miðað við vinsældir fíkniefna, tíðni þunglyndis eða í öðru hjá ungu fólki. Né virðist vera að þorri miðaldra fólks hafi hlotið skaða af því að fá sér í glas sem ungt fólk. Er hægt að segja að þetta viðhorf eldra fólks um að neyta ungu fólki um að fá að sletta úr klaufunum á sama máta og það sjálft hafði frelsi til áður fyrr sé að skila nokkru? Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðahúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer? Höfundur er þreyttur á að forræðishyggju Íslendinga
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar