Guðni Valur kvartar ekki yfir pappakassarúmunum í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 09:30 Guðni Valur Guðnason kælir sig niður í hitanum í Tókýó. FRÍ Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason er eini íslenski keppandinn sem á eftir að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó en hann keppir í undankeppni kringlukastsins aðfaranótt föstudags. Guðni Valur ræddi aðeins undirbúninginn og stöðuna á sér í viðtali á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands en hann er eini keppandi Íslands í frjálsum íþróttum á þessum leikum. Guðni var ekki viðstaddur setningarhátíðina því hann var við æfingar í Tama og kom ekki í Ólympíuþorpið fyrr en á sunnudaginn var. „Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best,“ sagði Guðni Valur. Það var engin loftkæling í hinum gamaldags lyftingaklefa sem var boðið upp á en Japanarnir reyndu allt til að aðstoða okkar mann og mættu með viftur til að gera hitann þolanlegri. „Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg,“ sagði Guðni Valur sem kvartar ekki yfir rúmunum eins og sumir íþróttamenn. „Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn,“ sagði Guðni Valur sem þekkir til frá því að hann keppti á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Hann er sáttur með undirbúning sinn og er nú kominn í hvíld til að safna kröftum fyrir keppnina. „Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kastæfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist,“ sagði Guðni Valur sem keppir í seinni undanriðlinum í kringlukasti en hann á að byrja klukkan 02.20 í nótt. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Íslendingar erlendis Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Guðni Valur ræddi aðeins undirbúninginn og stöðuna á sér í viðtali á síðu Frjálsíþróttasamband Íslands en hann er eini keppandi Íslands í frjálsum íþróttum á þessum leikum. Guðni var ekki viðstaddur setningarhátíðina því hann var við æfingar í Tama og kom ekki í Ólympíuþorpið fyrr en á sunnudaginn var. „Æfingar hafa gengið mjög vel og var frábært að æfa í Tama. Gestrisnin svakaleg og teymið í kringum okkur rosalegt líka. Margir að vinna við einföldustu hluti og vilji gera allt fyrir mann svo manni líði sem best,“ sagði Guðni Valur. Það var engin loftkæling í hinum gamaldags lyftingaklefa sem var boðið upp á en Japanarnir reyndu allt til að aðstoða okkar mann og mættu með viftur til að gera hitann þolanlegri. „Við mættum í þorpið á sunnudaginn og var þetta um einn og hálfur klukkutími í rútu frá Tama í Ólympíuþorpið sem er einnig í Tókýó. Þorpið er flott og rúmin fín þótt þau séu búin til úr pappakössum, þau eru mjög stíf sem sleppur alveg,“ sagði Guðni Valur sem kvartar ekki yfir rúmunum eins og sumir íþróttamenn. „Matartjaldið eða húsið eins og það er núna er mjög flott og er það á tveimur hæðum með glás af úrvali af hinum og þessum mat sem er í boði allan sólarhringinn,“ sagði Guðni Valur sem þekkir til frá því að hann keppti á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum síðan. Hann er sáttur með undirbúning sinn og er nú kominn í hvíld til að safna kröftum fyrir keppnina. „Æfingar í þorpinu hafa gengið gífurlega vel og tók ég seinustu kastæfinguna mína í dag og bíður mín nú bara hvíld fram að keppnisdegi og er maður bara eins tilbúinn og maður getur verið á þessu tímabili og verður hrikalega gaman að sjá hvað gerist,“ sagði Guðni Valur sem keppir í seinni undanriðlinum í kringlukasti en hann á að byrja klukkan 02.20 í nótt.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Íslendingar erlendis Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira