Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2021 07:19 Talið er að skjálftinn hafi fundist víða nálægt upptökum hans. Bandaríska jarðvísindastofnunin Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins. Kraftmikli skjálftinn er sagður vera sá stærsti á svæðinu frá árinu 1964 og var staðsettur um 91 kílómetra austsuðaustur af Perryville í Alaska. Hann reið yfir um klukkan 22:15 að staðartíma, eða 6:15 að íslenskum tíma. Minnst tveir sterkir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, að stærð 6,2 og 5,6, samkvæmt bráðabirgðatölum jarðvísindastofnunarinnar. Flóðbylgjuviðvörun var meðal annars gefin út klukkan fyrir suðurhluta Alaska og Alaskaskaga. Viðvörunin var síðar felld úr gildi. Þá voru yfirvöld í viðbúnaðarstöðu á Hawaii vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu en ályktuðu síðar að gögn bentu ekki til þess að hætta væri á ferðum. We have reviewed a M8.2 EQ 65 miles S of Perryville at 10:15 pm AKST. This event was felt throughout the Alaska Peninsula and Kodiak. For more information and to submit DYFI reports, please go to https://t.co/eyDYAW4cKo— Alaska Earthquake Center (@AKearthquake) July 29, 2021 Jarðskjálftinn fannst vel á Alaskaskaganum og Kodiak. Ekki er útlit fyrir að hann hafi valdið miklum skaða að svo stöddu. Um var að ræða grunnan jarðskjálfta sem mældist á 46,7 kílómetra dýpi, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsins (PTWC) benda gögn til að flóðbylgja hafi myndast sem gæti valdið tjóni á strandsvæðum fjarri upptökum skjálftans. Lögregluyfirvöld í Kodiak, stærsta bænum á samnefndri eyju, hafa hvatt íbúa að færa sig upp á hærra land. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í skóla. Unnið er að því að meta flóðbylgjuhættu annars staðar við strendur Bandaríkjanna og Kanada. Almannavarnir á Nýja-Sjálandi skoðuðu sömuleiðis hvort hætta væri á að flóðbylgja myndi lenda á ströndum landsins. Síðar var gefið út að lítil eða engin hætta væri þar á ferðum. From Kodiak Alaska Tsunami Sirens going off following the 7.9 Earthquake and the Tsunami Warning #kodiak #wawx #tsunamiwarning #tsunami #unitedstates #warning @ABC @ABCemergency @FoxNews pic.twitter.com/U4YkPon9Xk— WX- Western Washington (@WashingtonWAWX) July 29, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 14:30 með upplýsingum um stöðu flóðbylgjuviðvarana. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Kraftmikli skjálftinn er sagður vera sá stærsti á svæðinu frá árinu 1964 og var staðsettur um 91 kílómetra austsuðaustur af Perryville í Alaska. Hann reið yfir um klukkan 22:15 að staðartíma, eða 6:15 að íslenskum tíma. Minnst tveir sterkir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, að stærð 6,2 og 5,6, samkvæmt bráðabirgðatölum jarðvísindastofnunarinnar. Flóðbylgjuviðvörun var meðal annars gefin út klukkan fyrir suðurhluta Alaska og Alaskaskaga. Viðvörunin var síðar felld úr gildi. Þá voru yfirvöld í viðbúnaðarstöðu á Hawaii vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu en ályktuðu síðar að gögn bentu ekki til þess að hætta væri á ferðum. We have reviewed a M8.2 EQ 65 miles S of Perryville at 10:15 pm AKST. This event was felt throughout the Alaska Peninsula and Kodiak. For more information and to submit DYFI reports, please go to https://t.co/eyDYAW4cKo— Alaska Earthquake Center (@AKearthquake) July 29, 2021 Jarðskjálftinn fannst vel á Alaskaskaganum og Kodiak. Ekki er útlit fyrir að hann hafi valdið miklum skaða að svo stöddu. Um var að ræða grunnan jarðskjálfta sem mældist á 46,7 kílómetra dýpi, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsins (PTWC) benda gögn til að flóðbylgja hafi myndast sem gæti valdið tjóni á strandsvæðum fjarri upptökum skjálftans. Lögregluyfirvöld í Kodiak, stærsta bænum á samnefndri eyju, hafa hvatt íbúa að færa sig upp á hærra land. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í skóla. Unnið er að því að meta flóðbylgjuhættu annars staðar við strendur Bandaríkjanna og Kanada. Almannavarnir á Nýja-Sjálandi skoðuðu sömuleiðis hvort hætta væri á að flóðbylgja myndi lenda á ströndum landsins. Síðar var gefið út að lítil eða engin hætta væri þar á ferðum. From Kodiak Alaska Tsunami Sirens going off following the 7.9 Earthquake and the Tsunami Warning #kodiak #wawx #tsunamiwarning #tsunami #unitedstates #warning @ABC @ABCemergency @FoxNews pic.twitter.com/U4YkPon9Xk— WX- Western Washington (@WashingtonWAWX) July 29, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 14:30 með upplýsingum um stöðu flóðbylgjuviðvarana.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent