Fyrir leik kvöldsins var Selfoss með tólf stig í tíunda sæti deildarinnar en Þróttur aðeins með sjö í því ellefta. Sigur myndi því gera verkefni Þróttara býsna strembið í framhaldinu.
Þróttarar voru hins vegar sterkari aðilinn á Selfossi í kvöld þar sem Bretinn Kairo Edwards-John kom liðinu í forystu um miðjan fyrri hálfleik. Þróttur leiddi 1-0 í hléi en Hinrik Harðarson tvöfaldaði svo forystu þeirra snemma í síðari hálfleik. Þá innsiglaði Róbert Hauksson 3-0 sigur þeirra í uppbótartíma.
Sigur Þróttar þýðir að liðið er komið með tíu stig í ellefta sætinu, aðeins tveimur á eftir Selfyssingum þar fyrir ofan. Fjögur stig eru frá Selfossi upp í Aftureldingu sem er í níunda sæti.