Schoenmaker með fyrsta heimsmet einstaklinga á þessum Ólympíuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 08:00 Tatjana Schoenmaker sér hér að hún er ekki aðeins Ólympíumeistari heldur líka búin að setja nýtt heimsmet. AP/Gregory Bull Það var fjör í sundlauginni á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt þar sem sigurganga Ástrala á leikunum hélt áfram, sundkona frá Suður-Afríku sló heimsmet sem hafði lifað í átta ár og Rússinn Evgeny Rylov tryggði sér sín önnur gullverðlaun á leikunum. Tatjana Schoenmaker frá Suður-Afríku tryggði sér sigur í 200 metra bringusundi með því að koma í mark á nýju heimsmeti, 2 mínútum og 18,95 sekúndum. Metið er því ekki lengur í eigu hinnar dönsku Rikke Moller Pedersen en það var 2:19,11 mín og hafði lifað frá árinu 2013. What. A. Moment.An unbelievable swim and a new World Record from Tatjana Schoenmaker in the women's 200m breaststroke, handing #RSA their first gold medal of #Tokyo2020!@fina1908 @TeamSA2020 #Swimming pic.twitter.com/P4xroaAx0d— Olympics (@Olympics) July 30, 2021 Schoenmaker kom á undan þeim bandarísku Lilly King og Annie Lazor sem fengu silfur og brons. King missti því af gullinu í báðum bringusundunum en hún varð þriðja í 100 metra bringusundinu. Þetta var þriðja heimsmetið í sundkeppni Ólympíuleikanna en það fyrsta sem fellur í einstaklingskeppni þar sem hin tvö komu í boðsundum. Moments like these After setting the WORLD RECORD and winning gold in the women s 200m breaststroke, South Africa s Tatjana Schoenmaker is embraced by her teammate Kaylene Corbett as well as USA s Lilly King and Annie Lazor. pic.twitter.com/Epyht4wkW9— ESPN (@espn) July 30, 2021 Rússinn Evgeny Rylov fylgdi eftir sigri í 100 metra baksundi með því að vinna 200 metra baksundið í nótt. Hann synti á 1:53,29 mín. og setti nýtt Ólympíumet. Ryan Murphy frá Bandaríkjunum féll silfur og Bretinn Luke Greenbank tók bronsið. Bandaríkjamenn höfðu unnið öll baksund á síðustu sex Ólympíuleikum en Rylov endaði þá sigurgöngu með þessum gullverðlaunum sínum. Ástralinn Emma McKeon setti Ólympíumet þegar hún vann 100 metra skriðsundið á 51,96 sekúndum en hún varð aðeins önnur konan til að synda undir 52 sekúndum. Heimsmetið á enn hin sænska Sarah Sjöström sem endaði fjórða í sundinu í nótt. Ástralar hafa nú unnið sex gullverðlaun í sundlauginni á leikunum en konurnar hafa unnið fimm þeirra. Swimmers keep breaking Olympic records in Tokyo! AUS's Emma McKeon in the women's 100m freestyle ROC's Evgeny Rylov in the men's 200m backstroke pic.twitter.com/0pCY0l923R— SportsCenter (@SportsCenter) July 30, 2021 Siobhán Haughey frá Hong Kong fékk silfrið og hin ástralska Cate Campbell fékk bronsverðlaunin. Þetta var annað silfur Haughey á leikunum en hún varð líka önnur í 200 metra skriðsundi en þá á eftir öðrum Ástrala, Ariarne Titmus. Kínverjinn Wang Shun vann 200 metra fjórsund karla á nýju asísku meti en Bretinn Duncan Scott fékk silfur og Svisslendingurinn Jérémy Desplanches tók bronsið. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Tatjana Schoenmaker frá Suður-Afríku tryggði sér sigur í 200 metra bringusundi með því að koma í mark á nýju heimsmeti, 2 mínútum og 18,95 sekúndum. Metið er því ekki lengur í eigu hinnar dönsku Rikke Moller Pedersen en það var 2:19,11 mín og hafði lifað frá árinu 2013. What. A. Moment.An unbelievable swim and a new World Record from Tatjana Schoenmaker in the women's 200m breaststroke, handing #RSA their first gold medal of #Tokyo2020!@fina1908 @TeamSA2020 #Swimming pic.twitter.com/P4xroaAx0d— Olympics (@Olympics) July 30, 2021 Schoenmaker kom á undan þeim bandarísku Lilly King og Annie Lazor sem fengu silfur og brons. King missti því af gullinu í báðum bringusundunum en hún varð þriðja í 100 metra bringusundinu. Þetta var þriðja heimsmetið í sundkeppni Ólympíuleikanna en það fyrsta sem fellur í einstaklingskeppni þar sem hin tvö komu í boðsundum. Moments like these After setting the WORLD RECORD and winning gold in the women s 200m breaststroke, South Africa s Tatjana Schoenmaker is embraced by her teammate Kaylene Corbett as well as USA s Lilly King and Annie Lazor. pic.twitter.com/Epyht4wkW9— ESPN (@espn) July 30, 2021 Rússinn Evgeny Rylov fylgdi eftir sigri í 100 metra baksundi með því að vinna 200 metra baksundið í nótt. Hann synti á 1:53,29 mín. og setti nýtt Ólympíumet. Ryan Murphy frá Bandaríkjunum féll silfur og Bretinn Luke Greenbank tók bronsið. Bandaríkjamenn höfðu unnið öll baksund á síðustu sex Ólympíuleikum en Rylov endaði þá sigurgöngu með þessum gullverðlaunum sínum. Ástralinn Emma McKeon setti Ólympíumet þegar hún vann 100 metra skriðsundið á 51,96 sekúndum en hún varð aðeins önnur konan til að synda undir 52 sekúndum. Heimsmetið á enn hin sænska Sarah Sjöström sem endaði fjórða í sundinu í nótt. Ástralar hafa nú unnið sex gullverðlaun í sundlauginni á leikunum en konurnar hafa unnið fimm þeirra. Swimmers keep breaking Olympic records in Tokyo! AUS's Emma McKeon in the women's 100m freestyle ROC's Evgeny Rylov in the men's 200m backstroke pic.twitter.com/0pCY0l923R— SportsCenter (@SportsCenter) July 30, 2021 Siobhán Haughey frá Hong Kong fékk silfrið og hin ástralska Cate Campbell fékk bronsverðlaunin. Þetta var annað silfur Haughey á leikunum en hún varð líka önnur í 200 metra skriðsundi en þá á eftir öðrum Ástrala, Ariarne Titmus. Kínverjinn Wang Shun vann 200 metra fjórsund karla á nýju asísku meti en Bretinn Duncan Scott fékk silfur og Svisslendingurinn Jérémy Desplanches tók bronsið.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira