Er kerfahugsun of flókin fyrir stjórnmálamenn? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 31. júlí 2021 10:01 Þegar fólk heyrir hugtakið kerfahugsun þá dettur eflaust flestum í hug að þar sé verið að tala um hvernig afdankaðir embættismenn hugsa um “Kerfið” sitt. En raunveruleikinn er að ekkert gæti verið fjarlægra, því það er einmitt mikill skortur á kerfahugsun hjá flestum embættis- og stjórnmálamönnum. Hugtakið kerfahugsun er þýðing á enska heitinu “systems thinking”, sem grundvallast á því að horfa ekki á hlutina í einangruðu umhverfi, heldur líta á alla þá hluti sem tengjast málefninu og að kanna vel allar forsendur og samhengið, hvernig hinir ýmsu þættir tengjast saman. Skimun ferðamanna Tökum nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til við að skilja betur orsakir og afleiðingar ákvarðana. Þann 1. júlí var ekki lengur gerð krafa um skimun bólusettra við komuna til landsins. Þetta var gert vegna þess að það kom hávær krafa frá ferðaþjónustunni sem vildi fá ferðamenn til landsins og vegna þess að ríkisstjórnin var búin að veðja á að sú atvinnugrein myndi taka hratt við sér og var ekki með neitt annað plan til að styrkja efnahaginn. Þarna gáfu aðilar sér þær forsendur að það væri einna helst krafa um sýnatöku við komuna til landsins (eða fyrir brottför) sem að fældi ferðamenn frá. Það eru hins vegar mun flóknara kerfi sem stýra ákvörðunum ferðamanna. Þar hefur áhrif hvernig sóttvarnarreglur eru í landinu sem þeir koma til, því engan langar að koma til lands þar sem allt er lokað. Að sama skapi vilja ferðamenn forðast það að þurfa að lenda í sóttkví bæði við komuna til landsins og við brottför frá landinu. Ef ferðaþjónustan, embættismenn og stjórnmálamenn hefðu horft á þessar ákvarðanir með kerfislægum hætti, þá hefðu þau áttað sig á því að það að hætta að skima jók áhættu á að smit kæmist til landsins. Út frá því hefðu þau áttað sig á því að það að smit kæmist til landsins og breiddust hratt út myndi leiða til þess að mögulega þyrfti að draga úr þjónustu við ferðamenn innanlands. Það að smit geta dreifst mun hraðar út myndi síðan leiða til þess að fjöldi nýrra smita yrði svo hár að við yrðum rautt land á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Það að við yrðum rauð á því korti leiddi svo til þess að ferðamenn yrðu að fara í sóttkví við komuna heim. Þetta leiddi svo allt til þess að ferðamönnum fækkaði aftur. Verndun heilbrigðiskerfisins Tökum annað nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til. Stjórnmálamenn hafa undanfarnar vikur einblínt á það hversu margir verða alvarlega veikir ef þeir fá COVID-19 þrátt fyrir að vera bólusettir. Það er einfaldur mælikvarði og augljóst að það er mikilvægt að þetta hlutfall sé lágt. En raunveruleikinn er aðeins flóknara en þetta. Við viljum vernda þá sem að eru með undirliggjandi sjúkdóma frá því að smitast og við viljum að fólk geti fengið nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem er ótengd COVID-19. Hvað gerist þegar við lítum á áhrif smita á kerfið í heild sinni? Smit þurfa ekki að verða alvarleg til þess að lama heilbrigðiskerfið. Gott dæmi um þetta er að á síðustu dögum þurfti að loka, amk. tímabundið krabbameinsdeild á Landspítalanum af því að það komu upp ætluð smit meðal sjúklinga og starfsfólks sem reyndist svo röng greining. Þarna þurfti smitið ekki að vera alvarleg veikindi vegna COVID-19 til þess að hafa mikil áhrif. Við erum með brothætt og lítið heilbrigðiskerfi á Íslandi sem er þegar mjög undirmannað og fjársvelt. Eftir því sem fleira starfsfólk og sjúklingar smitast þá er hættan sú að Landspítalinn og önnur heilbrigðisþjónusta í landinu riði til falls, jafnvel þó aðeins örfáir verði alvarlega veikir. Hér komumst við því ekki hjá því að ræða um hvernig fyrri ákvarðanir um fjárveitingar til heilbrigðismála og um skipulag þeirra hafa haft áhrif á getu kerfisins til að takast á við núverandi farsóttarástand. Kjósum rétt Látum ekki blindast af stjórnmálamönnum sem selja þér töfralausnir sem síðan eru gagnslausar og orsaka jafnvel kerfishrun stuttu eftir kosningar. Við prófuðum það 2016 þegar Sigmundur Davíð bauð öllum 20% afslátt á húsnæðislánum, sem síðan áttu bara við fyrir þá ríkustu. Við þurfum fólk á þing og í ríkisstjórn sem skilur kerfahugsun og er tilbúið að tækla öll þau kerfislægu vandamál sem að samfélagið okkar stendur frammi fyrir. Við þurfum fólk sem skilur að það dugar ekki að setja plástra á heilbrigðiskerfi sem er við það að riða til falls. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk heyrir hugtakið kerfahugsun þá dettur eflaust flestum í hug að þar sé verið að tala um hvernig afdankaðir embættismenn hugsa um “Kerfið” sitt. En raunveruleikinn er að ekkert gæti verið fjarlægra, því það er einmitt mikill skortur á kerfahugsun hjá flestum embættis- og stjórnmálamönnum. Hugtakið kerfahugsun er þýðing á enska heitinu “systems thinking”, sem grundvallast á því að horfa ekki á hlutina í einangruðu umhverfi, heldur líta á alla þá hluti sem tengjast málefninu og að kanna vel allar forsendur og samhengið, hvernig hinir ýmsu þættir tengjast saman. Skimun ferðamanna Tökum nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til við að skilja betur orsakir og afleiðingar ákvarðana. Þann 1. júlí var ekki lengur gerð krafa um skimun bólusettra við komuna til landsins. Þetta var gert vegna þess að það kom hávær krafa frá ferðaþjónustunni sem vildi fá ferðamenn til landsins og vegna þess að ríkisstjórnin var búin að veðja á að sú atvinnugrein myndi taka hratt við sér og var ekki með neitt annað plan til að styrkja efnahaginn. Þarna gáfu aðilar sér þær forsendur að það væri einna helst krafa um sýnatöku við komuna til landsins (eða fyrir brottför) sem að fældi ferðamenn frá. Það eru hins vegar mun flóknara kerfi sem stýra ákvörðunum ferðamanna. Þar hefur áhrif hvernig sóttvarnarreglur eru í landinu sem þeir koma til, því engan langar að koma til lands þar sem allt er lokað. Að sama skapi vilja ferðamenn forðast það að þurfa að lenda í sóttkví bæði við komuna til landsins og við brottför frá landinu. Ef ferðaþjónustan, embættismenn og stjórnmálamenn hefðu horft á þessar ákvarðanir með kerfislægum hætti, þá hefðu þau áttað sig á því að það að hætta að skima jók áhættu á að smit kæmist til landsins. Út frá því hefðu þau áttað sig á því að það að smit kæmist til landsins og breiddust hratt út myndi leiða til þess að mögulega þyrfti að draga úr þjónustu við ferðamenn innanlands. Það að smit geta dreifst mun hraðar út myndi síðan leiða til þess að fjöldi nýrra smita yrði svo hár að við yrðum rautt land á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Það að við yrðum rauð á því korti leiddi svo til þess að ferðamenn yrðu að fara í sóttkví við komuna heim. Þetta leiddi svo allt til þess að ferðamönnum fækkaði aftur. Verndun heilbrigðiskerfisins Tökum annað nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til. Stjórnmálamenn hafa undanfarnar vikur einblínt á það hversu margir verða alvarlega veikir ef þeir fá COVID-19 þrátt fyrir að vera bólusettir. Það er einfaldur mælikvarði og augljóst að það er mikilvægt að þetta hlutfall sé lágt. En raunveruleikinn er aðeins flóknara en þetta. Við viljum vernda þá sem að eru með undirliggjandi sjúkdóma frá því að smitast og við viljum að fólk geti fengið nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem er ótengd COVID-19. Hvað gerist þegar við lítum á áhrif smita á kerfið í heild sinni? Smit þurfa ekki að verða alvarleg til þess að lama heilbrigðiskerfið. Gott dæmi um þetta er að á síðustu dögum þurfti að loka, amk. tímabundið krabbameinsdeild á Landspítalanum af því að það komu upp ætluð smit meðal sjúklinga og starfsfólks sem reyndist svo röng greining. Þarna þurfti smitið ekki að vera alvarleg veikindi vegna COVID-19 til þess að hafa mikil áhrif. Við erum með brothætt og lítið heilbrigðiskerfi á Íslandi sem er þegar mjög undirmannað og fjársvelt. Eftir því sem fleira starfsfólk og sjúklingar smitast þá er hættan sú að Landspítalinn og önnur heilbrigðisþjónusta í landinu riði til falls, jafnvel þó aðeins örfáir verði alvarlega veikir. Hér komumst við því ekki hjá því að ræða um hvernig fyrri ákvarðanir um fjárveitingar til heilbrigðismála og um skipulag þeirra hafa haft áhrif á getu kerfisins til að takast á við núverandi farsóttarástand. Kjósum rétt Látum ekki blindast af stjórnmálamönnum sem selja þér töfralausnir sem síðan eru gagnslausar og orsaka jafnvel kerfishrun stuttu eftir kosningar. Við prófuðum það 2016 þegar Sigmundur Davíð bauð öllum 20% afslátt á húsnæðislánum, sem síðan áttu bara við fyrir þá ríkustu. Við þurfum fólk á þing og í ríkisstjórn sem skilur kerfahugsun og er tilbúið að tækla öll þau kerfislægu vandamál sem að samfélagið okkar stendur frammi fyrir. Við þurfum fólk sem skilur að það dugar ekki að setja plástra á heilbrigðiskerfi sem er við það að riða til falls. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun