Sport

Bein útsending: Þriðji keppnisdagur Íslendingana á heimsleikunum í CrossFit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir í keppninni í gær og bak við hana er Katrín Tanja Davíðsdóttir líka á fullu.
Anníe Mist Þórisdóttir í keppninni í gær og bak við hana er Katrín Tanja Davíðsdóttir líka á fullu. Instagram/@anniethorisdottir

Tveir dagar eru að baki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í CrossFit og nú er komið að næstsíðasta deginum. Það má fylgjast með keppninni í beinni hér á Vísi.

Þriðji keppnisdagur hjá körlum og konum hefst í dag og fljótlega verða bara tuttugu eftir í keppninni af hvoru kyni.

Ísland á fjóra keppendur á fullorðinsflokki á heimsleikunum í ár. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki og í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir.

Allir íslensku keppendurnir eru meðal sextán efstu í keppninni. Björgvin Karl er í sjötta sæti, Anníe Mist er í áttunda sæti, Katrín Tanja er í tólfta sæti og Þuríður Erla Helgadóttir er sextánda.

Í lok annars dags var skorið niður í þrjátíu keppendur og strax eftir fyrstu grein í dag verður aftur skorið niður og nú niður í tuttugu keppendur.

Alls fara þrjár greinar fram á heimsleikunum í dag og er dagskráin eftirfarandi. Sú fyrsta hjá einstaklingunum hefst klukkan 16.15 að íslenskum tíma. Keppni liðanna hófst klukkan 15.00.

  • Dagskráin á heimsleikunum í dag 31. júlí
  • Tíunda grein - Hefst klukkan 16.15 að íslenskum tíma
  • Ellefta grein - Hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma
  • Tólfta grein - Hefst klukkan 20.45 að íslenskum tíma

Hér fyrir neðan má fylgjast með keppninni í beinni útsendingu en þar er bæði hægt að sjá keppni einstaklinga og svo á milli keppni liða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×