Sport

Anita Ólympíumeistari á þriðju Ólympíuleikunum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anita Wlodarczyk er svo sannarlega drottning sleggjukastsins.
Anita Wlodarczyk er svo sannarlega drottning sleggjukastsins. AP/David J. Phillip

Anita Wlodarczyk frá Póllandi tryggði sér í dag sögulegan sigur í sleggjukasti kvenna.

Hin 35 ára gamla Wlodarczyk varð þar fyrsta konan til að verða Ólympíumeistari í sömu grein á þremur Ólympíuleikum í röð. Wlodarczyk vann gullið í sleggjunni líka í London 2012 og í Ríó 2016.

Hún er líka fjórfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari. Hún hefur þar með unnið tíu gull á stórmótum. Anita endaði í fimmta sæti á HM 2011 en hefur síðan unnið öll stórmót sem hún hefur tekið þátt í.

Wlodarczyk gerði ógilt í fyrsta kasti en tók forystuna í öðru kasti og hélt henni allt til loka.

Annað kast Wlodarczyk var upp á 76.01 metra en hún bætti það í næstu tveimur köstum sínum.

Kastaðu 77,44 í þriðju tilraun og lengsta kast hennar var síðan upp á 78,48 metra í fjórðu tilraun.

Hin kínverska Zheng Wang tryggði sér silfrið í síðustu tilraun með kasti upp á 77,03 metra. Hún fór þá upp fyrir hina pólsku Malwina Kopron sem kastaði 75,49 metra og varð að sætta sig við brons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×