Leiðtogi óskast! Gísli Rafn Ólafsson skrifar 4. ágúst 2021 17:30 Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum. Það að bregðast við krísum er nefnilega ekki auðvelt og því miður hafa fæstir stjórnmálamenn á Íslandi grunnskilning á krísustjórnun. Það er umhugsunarefni fyrir land þar sem krísur spretta upp oftar en lúsmýsbit á sumrin. Ef stjórnmálafólk hefði kynnt sér þau fræði þá hefði það skilning á því að besta leiðin til þess að ná fram markmiðum í kjölfar áfalla er að mynda breiða samstöðu, þvert á hið pólitíska litróf og fá þannig dýpri sátt og samvinnu um þær erfiðu aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd. Hvað er samráð? Samráð felst ekki í því að senda upplýsingar um hvað ríkisstjórnin ætli að gera til stjórnarandstöðunnar hálftíma áður en aðgerðir eru kynntar fyrir fjölmiðlum. Alvöru samráð felst í því að bjóða stjórnarandstöðunni að borðinu þegar kemur að erfiðri ákvarðanatöku. Alvöru samráð felst í því að veita stjórnarandstöðunni aðgang að sömu gögnum og ríkisstjórnin notar til þess að taka ákvarðanir. Alvöru samráð felst í því að hlusta á gagnrök frá stjórnarandstöðunni og taka tillit til þeirra þegar teknar eru ákvarðanir. Hvers vegna er ekki samráð? Fæstir stjórnmálamenn í dag átta sig á því að með því að bjóða andstæðingunum þátttöku í samráðinu sýnirðu alvöru leiðtogahæfileika og nærð betri árangri en ef þú skilur þá útundan. Leiðtogar þora nefnilega að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta af alvöru á allar hliðar málsins. Það er merki um styrkleika en ekki veikleika að fá andstæðingana með í lið. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki áttað sig á. Ég er þess fullviss að ef þau hefðu boðið stjórnarandstöðuna velkomna í náið samstarf og samráð um viðbrögð gegn heimsfaraldri, þá væru þau í allt annarri stöðu en þau eru í dag. Ný nálgun Það er þörf á nýrri nálgun í íslensk stjórnmál. Við þurfum flokka í ríkisstjórn sem eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Með samstöðu fáum við betri niðurstöðu og það er þörf á betri niðurstöðu, nú þegar uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs á sér stað og aðrar krísur, svo sem loftslagsvá, eru rétt handan við hornið. Við þurfum fólk á Alþingi sem hefur þá leiðtogahæfileika, óháð stöðu þeirra innan síns flokks, að byggja brýr þvert á hið pólitíska litróf. Samráðsleysið við minnihlutann á þessu kjörtímabíli hefur sýnt að síðasta brúarsmíð nær ekki lengra en til að reyna halda valdastólunum. Við þurfum fólk sem vill tryggja það að samráð, samvinna og samstarf um málefni og aðgerðir sé lykillinn að pólitík á komandi árum. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Gísli Rafn Ólafsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum. Það að bregðast við krísum er nefnilega ekki auðvelt og því miður hafa fæstir stjórnmálamenn á Íslandi grunnskilning á krísustjórnun. Það er umhugsunarefni fyrir land þar sem krísur spretta upp oftar en lúsmýsbit á sumrin. Ef stjórnmálafólk hefði kynnt sér þau fræði þá hefði það skilning á því að besta leiðin til þess að ná fram markmiðum í kjölfar áfalla er að mynda breiða samstöðu, þvert á hið pólitíska litróf og fá þannig dýpri sátt og samvinnu um þær erfiðu aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd. Hvað er samráð? Samráð felst ekki í því að senda upplýsingar um hvað ríkisstjórnin ætli að gera til stjórnarandstöðunnar hálftíma áður en aðgerðir eru kynntar fyrir fjölmiðlum. Alvöru samráð felst í því að bjóða stjórnarandstöðunni að borðinu þegar kemur að erfiðri ákvarðanatöku. Alvöru samráð felst í því að veita stjórnarandstöðunni aðgang að sömu gögnum og ríkisstjórnin notar til þess að taka ákvarðanir. Alvöru samráð felst í því að hlusta á gagnrök frá stjórnarandstöðunni og taka tillit til þeirra þegar teknar eru ákvarðanir. Hvers vegna er ekki samráð? Fæstir stjórnmálamenn í dag átta sig á því að með því að bjóða andstæðingunum þátttöku í samráðinu sýnirðu alvöru leiðtogahæfileika og nærð betri árangri en ef þú skilur þá útundan. Leiðtogar þora nefnilega að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta af alvöru á allar hliðar málsins. Það er merki um styrkleika en ekki veikleika að fá andstæðingana með í lið. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki áttað sig á. Ég er þess fullviss að ef þau hefðu boðið stjórnarandstöðuna velkomna í náið samstarf og samráð um viðbrögð gegn heimsfaraldri, þá væru þau í allt annarri stöðu en þau eru í dag. Ný nálgun Það er þörf á nýrri nálgun í íslensk stjórnmál. Við þurfum flokka í ríkisstjórn sem eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Með samstöðu fáum við betri niðurstöðu og það er þörf á betri niðurstöðu, nú þegar uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs á sér stað og aðrar krísur, svo sem loftslagsvá, eru rétt handan við hornið. Við þurfum fólk á Alþingi sem hefur þá leiðtogahæfileika, óháð stöðu þeirra innan síns flokks, að byggja brýr þvert á hið pólitíska litróf. Samráðsleysið við minnihlutann á þessu kjörtímabíli hefur sýnt að síðasta brúarsmíð nær ekki lengra en til að reyna halda valdastólunum. Við þurfum fólk sem vill tryggja það að samráð, samvinna og samstarf um málefni og aðgerðir sé lykillinn að pólitík á komandi árum. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun