Dineout í útrás með aðstoð Tix Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2021 23:47 Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout. Aðsend Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði. „Þetta samstarf mun styrkja okkur gríðarlega, bæði fjárhagslega og einnig er þetta frábær stökkpallur fyrir útrásina. Ísland hefur alltaf verið hugsaður sem prufumarkaður fyrir útrás sem er í raun brostin á,“ er haft eftir Ingu, forstjóra Dineout í tilkynningu. Hún segir í svari við fyrirspurn Vísis að Sindri Már Finnbogason, eigandi og stofnandi Tix, komi inn í stjórn Dineout samhliða viðskiptunum. Hún vildi ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Tix EU kemur með inn í fyrirtækið eða hve stór eignarhlutur félagsins verði. Voru hótelgestum í sóttkví innan handar Að sögn Dineout voru lausnir fyrirtækisins teknar í notkun á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum áður en Covid-faraldurinn hófst. Þá standi til að taka hugbúnaðinn í notkun á hótelum og golfvöllum á svæðinu. Þá er Dineout komið í samstarf við óperuhúsið í Stavanger í Noregi en næst á dagskrá er að fara inn á aðra markaði Tix sem selur miða í sjö Evrópulöndum. Dineout heldur meðal annars úti vefsíðu og smáforriti þar sem notendur geta pantað borð eða mat á helstu veitingastöðum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi einnig þróað hugbúnaðarlausnir fyrir hótel sem geri gestum kleift að panta mat og þjónustu upp á herbergi í gegnum síma sinn. Er lausnin nú í notkun hjá Hilton Reykjavík Nordica, Grand hótel og Centerhotels, að sögn Dineout. Inga Tinna segir að kerfið hafi reynst Hilton Reykjavík Nordica vel þegar hótelið fylltist í byrjun sumars af keppendum á rafíþróttamóti. Allir þurftu þeir að fara í fimm daga sóttkví sem leiddi til mikils álags á herbergisþjónustuna. Tengja saman kerfi Dineout og Tix „Nú er unnið að því að tengja saman lausnir Dineout og Tix. Það mun meðal annars felast í því að hvert skipti sem viðskiptavinir kaupa miða í gegnum Tix, þá fá þeir meðmæli um veitingastaði í nágrenninu sem hægt er að panta borð á í gegnum Dineout fyrir og eftir viðburði. Einnig er unnið að heildstæðu kerfi sem samanstendur af miðasölu-, kassa- og matarpöntunarkerfi fyrir tónlistar- og bíóhús en sú lausn yrði sú eina sinnar tegundar í Evrópu,“ segir í tilkynningu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nota nú um 140 veitingastaðir lausnir Dineout. Markmiðið sé að bjóða upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og kvikmyndahús sem geti þannig tekið við bókunum, pöntunum og veitt þjónustu í gegnum sama kerfið. Tækni Veitingastaðir Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
„Þetta samstarf mun styrkja okkur gríðarlega, bæði fjárhagslega og einnig er þetta frábær stökkpallur fyrir útrásina. Ísland hefur alltaf verið hugsaður sem prufumarkaður fyrir útrás sem er í raun brostin á,“ er haft eftir Ingu, forstjóra Dineout í tilkynningu. Hún segir í svari við fyrirspurn Vísis að Sindri Már Finnbogason, eigandi og stofnandi Tix, komi inn í stjórn Dineout samhliða viðskiptunum. Hún vildi ekki gefa upp hversu mikla fjármuni Tix EU kemur með inn í fyrirtækið eða hve stór eignarhlutur félagsins verði. Voru hótelgestum í sóttkví innan handar Að sögn Dineout voru lausnir fyrirtækisins teknar í notkun á veitingastöðum á Spáni rúmum tveimur mánuðum áður en Covid-faraldurinn hófst. Þá standi til að taka hugbúnaðinn í notkun á hótelum og golfvöllum á svæðinu. Þá er Dineout komið í samstarf við óperuhúsið í Stavanger í Noregi en næst á dagskrá er að fara inn á aðra markaði Tix sem selur miða í sjö Evrópulöndum. Dineout heldur meðal annars úti vefsíðu og smáforriti þar sem notendur geta pantað borð eða mat á helstu veitingastöðum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það hafi einnig þróað hugbúnaðarlausnir fyrir hótel sem geri gestum kleift að panta mat og þjónustu upp á herbergi í gegnum síma sinn. Er lausnin nú í notkun hjá Hilton Reykjavík Nordica, Grand hótel og Centerhotels, að sögn Dineout. Inga Tinna segir að kerfið hafi reynst Hilton Reykjavík Nordica vel þegar hótelið fylltist í byrjun sumars af keppendum á rafíþróttamóti. Allir þurftu þeir að fara í fimm daga sóttkví sem leiddi til mikils álags á herbergisþjónustuna. Tengja saman kerfi Dineout og Tix „Nú er unnið að því að tengja saman lausnir Dineout og Tix. Það mun meðal annars felast í því að hvert skipti sem viðskiptavinir kaupa miða í gegnum Tix, þá fá þeir meðmæli um veitingastaði í nágrenninu sem hægt er að panta borð á í gegnum Dineout fyrir og eftir viðburði. Einnig er unnið að heildstæðu kerfi sem samanstendur af miðasölu-, kassa- og matarpöntunarkerfi fyrir tónlistar- og bíóhús en sú lausn yrði sú eina sinnar tegundar í Evrópu,“ segir í tilkynningu. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins nota nú um 140 veitingastaðir lausnir Dineout. Markmiðið sé að bjóða upp á heildarlausnir fyrir veitingahús, tónleikahallir og kvikmyndahús sem geti þannig tekið við bókunum, pöntunum og veitt þjónustu í gegnum sama kerfið.
Tækni Veitingastaðir Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira