Ólympíufari Norðmanna upplifði einelti og áreiti í skóla af því að hún æfði „asnalega“ íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 11:00 Anne Vilde Tuxen sést hér dýfa sér í keppni á Ólympíuleikunum i Tókýó. AP/Dmitri Lovetsky Norska dýfingakonan Anne Vilde Tuxen endaði 33 ára bið Norðmanna á þessum Ólympíuleikum í Tókýó. Hún er fyrst Norðmanna síðan á ÓL í Seoul 1988 til að keppa í dýfingum á Ólympíuleikum. Tuxen elskaði dýfingar frá fyrsta degi og fór svo sannarlega á móti straumnum þegar hún valdi sér þessa íþrótt. Það þótti ekki vinsælt val hjá henni og fyrir vikið mátti hún þola einelti í skóla vegna íþróttarinnar sem þótti asnaleg. View this post on Instagram A post shared by Anne Vilde Tuxen (@annevilde) Tuxen ræddi þetta allt saman í viðtali við norska ríkisútvarpið og þar kom í ljós að fjölskylda hennar, sem kallar sig „Team Tuxen“ hefur heldur betur staðið við bakið á henni á langri leið hennar á Ólympíuleika. Faðir hennar þjálfar hana og yngri systir hennar æfir einnig íþróttina. „Ég lifi fyrir þetta og ég svo stolt af sjálfri mér. Þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ sagði Anne Vilde Tuxen um að vera að keppa á Ólympíuleikunum í dýfingum. Tíu ára gömul var hún farin að vakna klukkan sex á morgnanna til að ná lyftingaæfingu áður en hún færi í skólann. Nokkra tíma æfing og svo önnur æfing eftir skóla. „Svona gekk þetta í mörg ár,“ sagði Anne. Ekki tími fyrir neitt annað Þetta þýddi um leið að hún hafði ekki tíma fyrir neitt annað en skólann og æfingarnar. Það var mikill tími með „Team Tuxen" en enginn tími fyrir vini og skólafélaga. „Krakkarnir voru ekki hrifnir af því sem ég var að gera. Það voru mörg ljót orð sögð og ég var skilinn út undan. Ég komst ekki inn í hópinn,“ sagði Anne. View this post on Instagram A post shared by Anne Vilde Tuxen (@annevilde) „Þú ert mikið ein og fyrir utan allt. Ég hef svo oft komið heima úr skólanum og grátið. Þú ert einn af því að það þarf svo sérstakt framlag til að reyna að vera best,“ sagði Anne. Það var stór stund fyrir hana að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum og hún sendi frá sér skilaboð á Instagram. „Ég gafst aldrei upp þegar aðrir efuðust um mig og vildu bara ná höggi á mig. Mér hefur verið strítt hvernig ég lít út og fólk hefur efast um mig alla mína æfi, bæði vegna þeirra ákvarðana sem ég hef tekið og þeirrar persónu sem ég vildi verða. Ég hef samt verið heppin að hafa svo frábært lið í kringum mig og ég hefði ekki getað þetta án ykkar. Við erum lið, við erum Team Tuxen,“ skrifaði hún. Gefa skít í allt saman og fara í partý En hefur hún verið við það að gefast upp. „Já. Gefa skít í allt saman og fara í partý. Drekka eins mikið og þau vilja og hætta í dýfingunum. Ég vildi stundum ekki standa alein og þetta var erfitt,“ sagði Anne. Tenk det, kjenn på det Ingenting en tiåring skal måtte oppleve uansett person og situasjon. Vi må heie på hverandre!! #Teamtuxen https://t.co/fNOBiQ1LY1— Gro Anita Trøan (@GroTran) August 4, 2021 Hún hefur fengið mikinn stuðning frá systur sinni Helle Tuxen sem er líka að æfa dýfingar. „Þegar ég var ellefu ára þá fékk ég kort frá Vilde. Hún hafði teiknað mynd af mér að dýfa mér á Ólympíuleikunum 2020. Það hefur síðan verið markmið og draumur okkar beggja,“ sagði Helle sem er litla systir Anne. Systurnar Helle Tuxen og Anne Vilde Tuxen þegar þær kepptu báðar á EM 2018.EPA-EFE/WILL OLIVER Ekki svalt að vera í dýfingum Helle hefur staðið með Anne í öllu mótlætinu. „Það var ekki svalt að vera í dýfingum. Ekki í barnaskóla, gagnfræðaskóla eða menntaskóla. Að eiga stóra systur sem fer á fætur með þér og er til staðar. Það hefur skipt mig miklu máli því fólk getur verið svo vitlaust,“ sagði Helle sem ætlaði sér líka á leikana en aðeins Anne komst þangað. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér. Dýfingar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Botnliðið mætir á Krókinn „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Sjá meira
Tuxen elskaði dýfingar frá fyrsta degi og fór svo sannarlega á móti straumnum þegar hún valdi sér þessa íþrótt. Það þótti ekki vinsælt val hjá henni og fyrir vikið mátti hún þola einelti í skóla vegna íþróttarinnar sem þótti asnaleg. View this post on Instagram A post shared by Anne Vilde Tuxen (@annevilde) Tuxen ræddi þetta allt saman í viðtali við norska ríkisútvarpið og þar kom í ljós að fjölskylda hennar, sem kallar sig „Team Tuxen“ hefur heldur betur staðið við bakið á henni á langri leið hennar á Ólympíuleika. Faðir hennar þjálfar hana og yngri systir hennar æfir einnig íþróttina. „Ég lifi fyrir þetta og ég svo stolt af sjálfri mér. Þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ sagði Anne Vilde Tuxen um að vera að keppa á Ólympíuleikunum í dýfingum. Tíu ára gömul var hún farin að vakna klukkan sex á morgnanna til að ná lyftingaæfingu áður en hún færi í skólann. Nokkra tíma æfing og svo önnur æfing eftir skóla. „Svona gekk þetta í mörg ár,“ sagði Anne. Ekki tími fyrir neitt annað Þetta þýddi um leið að hún hafði ekki tíma fyrir neitt annað en skólann og æfingarnar. Það var mikill tími með „Team Tuxen" en enginn tími fyrir vini og skólafélaga. „Krakkarnir voru ekki hrifnir af því sem ég var að gera. Það voru mörg ljót orð sögð og ég var skilinn út undan. Ég komst ekki inn í hópinn,“ sagði Anne. View this post on Instagram A post shared by Anne Vilde Tuxen (@annevilde) „Þú ert mikið ein og fyrir utan allt. Ég hef svo oft komið heima úr skólanum og grátið. Þú ert einn af því að það þarf svo sérstakt framlag til að reyna að vera best,“ sagði Anne. Það var stór stund fyrir hana að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum og hún sendi frá sér skilaboð á Instagram. „Ég gafst aldrei upp þegar aðrir efuðust um mig og vildu bara ná höggi á mig. Mér hefur verið strítt hvernig ég lít út og fólk hefur efast um mig alla mína æfi, bæði vegna þeirra ákvarðana sem ég hef tekið og þeirrar persónu sem ég vildi verða. Ég hef samt verið heppin að hafa svo frábært lið í kringum mig og ég hefði ekki getað þetta án ykkar. Við erum lið, við erum Team Tuxen,“ skrifaði hún. Gefa skít í allt saman og fara í partý En hefur hún verið við það að gefast upp. „Já. Gefa skít í allt saman og fara í partý. Drekka eins mikið og þau vilja og hætta í dýfingunum. Ég vildi stundum ekki standa alein og þetta var erfitt,“ sagði Anne. Tenk det, kjenn på det Ingenting en tiåring skal måtte oppleve uansett person og situasjon. Vi må heie på hverandre!! #Teamtuxen https://t.co/fNOBiQ1LY1— Gro Anita Trøan (@GroTran) August 4, 2021 Hún hefur fengið mikinn stuðning frá systur sinni Helle Tuxen sem er líka að æfa dýfingar. „Þegar ég var ellefu ára þá fékk ég kort frá Vilde. Hún hafði teiknað mynd af mér að dýfa mér á Ólympíuleikunum 2020. Það hefur síðan verið markmið og draumur okkar beggja,“ sagði Helle sem er litla systir Anne. Systurnar Helle Tuxen og Anne Vilde Tuxen þegar þær kepptu báðar á EM 2018.EPA-EFE/WILL OLIVER Ekki svalt að vera í dýfingum Helle hefur staðið með Anne í öllu mótlætinu. „Það var ekki svalt að vera í dýfingum. Ekki í barnaskóla, gagnfræðaskóla eða menntaskóla. Að eiga stóra systur sem fer á fætur með þér og er til staðar. Það hefur skipt mig miklu máli því fólk getur verið svo vitlaust,“ sagði Helle sem ætlaði sér líka á leikana en aðeins Anne komst þangað. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér.
Dýfingar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Botnliðið mætir á Krókinn „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Sjá meira