Einkaþotan laus úr slitlaginu og farin burt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2021 13:37 Slitlag virðist hafa gefið sig þegar einkaþotan keyrði inn á flugvélastæði. Adolf Ingi Erlingsson Einkaþotan sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi á dögunum var dregin upp á flugbraut í gær. Var henni flogið á brott eftir að flugvirkjar frá Þýskalandi fóru yfir hana. Þetta segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í vikunni að óhappið hafi orðið þegar flugmaður þýskrar einkaþotu af gerðinni Embraer Phenom 300 ók henni að stæði við flugstöðina á Rifi skömmu eftir lendingu á sunnudag. Gróf vélin sig niður í bundið slitlag og sat þar föst. „Henni var komið upp á braut í gær. Tók á loft eftir að flugvirkjar frá Þýskalandi höfðu farið yfir hana,“ segir Grettir í samtali við Vísi. Hjól einkaþotunnar sukku ofan í slitlagið við flugstöðvarbygginguna á Rifi.Adolf Ingi Erlingsson Engan sakaði og flugvélin hafði ekki áhrif á aðra umferð um flugvöllinn. Þá segir Grettir að svo virðist sem að flugvélin hafi ekki skemmst mikið. Farið verði í það að laga skemmdirnar sem urðu á slitlaginu. Þá sé málið á borði lögreglu og rannsóknarnefndar flugslysa sem fari með rannsókn atviksins. Samgönguslys Fréttir af flugi Snæfellsbær Tengdar fréttir Ætla að lyfta upp einkaþotu sem situr föst á Rifi Vonir standa til að þýsk einkaþota sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi verði hífð upp á morgun. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan hafa óhappið til rannsóknar. 3. ágúst 2021 18:27 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Þetta segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í vikunni að óhappið hafi orðið þegar flugmaður þýskrar einkaþotu af gerðinni Embraer Phenom 300 ók henni að stæði við flugstöðina á Rifi skömmu eftir lendingu á sunnudag. Gróf vélin sig niður í bundið slitlag og sat þar föst. „Henni var komið upp á braut í gær. Tók á loft eftir að flugvirkjar frá Þýskalandi höfðu farið yfir hana,“ segir Grettir í samtali við Vísi. Hjól einkaþotunnar sukku ofan í slitlagið við flugstöðvarbygginguna á Rifi.Adolf Ingi Erlingsson Engan sakaði og flugvélin hafði ekki áhrif á aðra umferð um flugvöllinn. Þá segir Grettir að svo virðist sem að flugvélin hafi ekki skemmst mikið. Farið verði í það að laga skemmdirnar sem urðu á slitlaginu. Þá sé málið á borði lögreglu og rannsóknarnefndar flugslysa sem fari með rannsókn atviksins.
Samgönguslys Fréttir af flugi Snæfellsbær Tengdar fréttir Ætla að lyfta upp einkaþotu sem situr föst á Rifi Vonir standa til að þýsk einkaþota sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi verði hífð upp á morgun. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan hafa óhappið til rannsóknar. 3. ágúst 2021 18:27 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Ætla að lyfta upp einkaþotu sem situr föst á Rifi Vonir standa til að þýsk einkaþota sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi verði hífð upp á morgun. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan hafa óhappið til rannsóknar. 3. ágúst 2021 18:27