Unnu Ólympíugullið í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Dawid Tomala kemur fyrstur í mark sem líklega síðasti gullverðlaunahafi sögunnar í 50 km göngu á Ólympíuleikum. AP/Eugene Hoshiko Pólverjinn Dawid Tomala er líklega síðasti gullverðlaunahafi sögunnar í 50 kílómetra göngu á Ólympíuleikum en hann vann hana á leikunum í Tókýó í nótt. Antonella Palmisano frá Ítalíu vann 20 kílómetra göngu kvenna. Þetta var aðeins önnur 50 kílómetra gangan sem Tomala hefur klárað á ferlinum en hann kom í mark á þremur klukkutímum, 50 mínútum og átta sekúndum. Jonathan Hibbert var 36 sekúndum á eftir og fékk silfur. Dawid Tomala from #POL wins the men's 50km race walk!@WorldAthletics #Athletics @PKOL_pl pic.twitter.com/4tsTpyPdn3— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bronsið fór síðan til Kanadamannsins Evan Dunfee. Hann hélt hann hefði unnið bronsið á síðustu leikum en var þá dæmdur úr keppni fyrir að rekast utan í Japanann Hirooki Arai á endasprettinum. Nú kom hann hins vegar í markið og fær bronsið um hálsinn. Gangan fór þó ekki fram í Tókýó eins og áætlað var. Vegna hitans í borginni var ákveðið að færa hana norður til Sapporo sem er í norður Japan og í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Hitinn var samt um þrjátíu stig en hefði verið miklu meiri í Tókýóborg. The last ever Olympic 50km race walk champion! Dawid Tomala #POL defies the odds to win the gold medal in 3:50:08! #tokyo2020#athletics pic.twitter.com/2CiEp9gqel— European Athletics (@EuroAthletics) August 6, 2021 Það er ljóst að 89 ára saga þessarar greinar á Ólympíuleikum er að enda en það hefur verið keppt í henni síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1932. Aðeins karlar keppa í 50 kílómetra göngunni og nú er þegar ljóst að það verður ekki keppt í henni á næstu leikum í París árið 2024. Það verður áfram keppt í 20 kílómetra göngu karla og kvenna. Antonella Palmisano is the first Italian to win the women's 20km walk!#StrongerTogether | @Tokyo2020 | #ITA | #Athletics pic.twitter.com/l0pK9JduKu— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 20 kílómetra ganga kvenna fór fram í dag og hana vann Antonella Palmisano frá Ítalíu. Hin kólumbíska Sandra Arenas fékk silfur og Liu Hong frá Kína tók bronsið. Keppnin fór líka fram á götum Sapporo. Palmisano hefur verið þriðja bæði á HM og EM en núna náði hún gullinu. Hún kom 25 sekúndum á undan Arenas í markið og er fyrsti Ítalinn til að vinna 20 km göngu kvenna á Ólympíuleikum. Liu Hong varð Ólympíumeistari á síðustu leikum og tók einnig brons í þessari grein í London 2012. Sú kínverska hefur einnig orðið þrísvar heimsmeistari í greininni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Þetta var aðeins önnur 50 kílómetra gangan sem Tomala hefur klárað á ferlinum en hann kom í mark á þremur klukkutímum, 50 mínútum og átta sekúndum. Jonathan Hibbert var 36 sekúndum á eftir og fékk silfur. Dawid Tomala from #POL wins the men's 50km race walk!@WorldAthletics #Athletics @PKOL_pl pic.twitter.com/4tsTpyPdn3— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bronsið fór síðan til Kanadamannsins Evan Dunfee. Hann hélt hann hefði unnið bronsið á síðustu leikum en var þá dæmdur úr keppni fyrir að rekast utan í Japanann Hirooki Arai á endasprettinum. Nú kom hann hins vegar í markið og fær bronsið um hálsinn. Gangan fór þó ekki fram í Tókýó eins og áætlað var. Vegna hitans í borginni var ákveðið að færa hana norður til Sapporo sem er í norður Japan og í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Hitinn var samt um þrjátíu stig en hefði verið miklu meiri í Tókýóborg. The last ever Olympic 50km race walk champion! Dawid Tomala #POL defies the odds to win the gold medal in 3:50:08! #tokyo2020#athletics pic.twitter.com/2CiEp9gqel— European Athletics (@EuroAthletics) August 6, 2021 Það er ljóst að 89 ára saga þessarar greinar á Ólympíuleikum er að enda en það hefur verið keppt í henni síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1932. Aðeins karlar keppa í 50 kílómetra göngunni og nú er þegar ljóst að það verður ekki keppt í henni á næstu leikum í París árið 2024. Það verður áfram keppt í 20 kílómetra göngu karla og kvenna. Antonella Palmisano is the first Italian to win the women's 20km walk!#StrongerTogether | @Tokyo2020 | #ITA | #Athletics pic.twitter.com/l0pK9JduKu— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 20 kílómetra ganga kvenna fór fram í dag og hana vann Antonella Palmisano frá Ítalíu. Hin kólumbíska Sandra Arenas fékk silfur og Liu Hong frá Kína tók bronsið. Keppnin fór líka fram á götum Sapporo. Palmisano hefur verið þriðja bæði á HM og EM en núna náði hún gullinu. Hún kom 25 sekúndum á undan Arenas í markið og er fyrsti Ítalinn til að vinna 20 km göngu kvenna á Ólympíuleikum. Liu Hong varð Ólympíumeistari á síðustu leikum og tók einnig brons í þessari grein í London 2012. Sú kínverska hefur einnig orðið þrísvar heimsmeistari í greininni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira