Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 11:00 Þeir félagar fögnu innilega sögulegum árangri Noregs í greininni. Elsa/Getty Images Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. Þeir norsku unnu fyrsta sett leiksins 21-17 til að ná yfirhöndinni og var spennan mikil í öðru setti. Aftur höfðu þeir norsku hins vegar betur, í þetta sinn 21-18, og Ólympíugullið því víst. Um er að ræða fyrstu verðlaun Noregs í greininni á Ólympíuleikum. Mol var himinlifandi með sigurinn, og ekki síður að gera betur en móðir hans, Merita Mol, á leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 25 árum. „Mig dreymdi alltaf um að gera betur en mamma mín á Ólympíuleikunum. Hún lenti í níunda sæti. Ég var í raun virkilega glaður þegar við komumst í átta liða úrslit því þar með náðum við sögulegum árangri með því að tryggja fimmta sætið, hið minnsta,“ Foreldrar hans eiga þá mikið í árangri félaganna eftir því sem kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK. Faðir hans, Kåre, er einnig fyrrum strandblakmaður líkt og móðir hans og mörgu hefur verið til tjaldað til að börn þeirra nái árangri. Öll fimm eru þau í strandblaki og því þurfti til þess almennilegar aðstæður, sem ekki voru til staðar í Strandvik í Noregi, hvar fjölskyldan býr. „Við höfum gert ótrúlegustu hluti. Meðal annars keyrt bílhlöss af sandi til ferja til Strandvíkur til að setja upp velli,“ segir faðirinn Kåre. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Þau hafa hætt í vinnunni sinni. Það er svo mikið á bakvið þennan árangur, því það er bara toppurinn á ísjakanum. Við erum stoltir, en það eru svo margir sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir sonur hans og gullverðlauna hafinn Anders. „Þetta hefur verið löng leið að Ólympíugulli. Þau eiga þetta skilið svo miklu meira en ég. Það er ótrúlegt hvað þau hafa lagt í þetta. Fjölskyldur okkar beggja og vinir. Það eru svo margir sem eiga skilinn hluta í þessu gulli,“ er haft eftir félaga hans Sörum. Blak Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Þeir norsku unnu fyrsta sett leiksins 21-17 til að ná yfirhöndinni og var spennan mikil í öðru setti. Aftur höfðu þeir norsku hins vegar betur, í þetta sinn 21-18, og Ólympíugullið því víst. Um er að ræða fyrstu verðlaun Noregs í greininni á Ólympíuleikum. Mol var himinlifandi með sigurinn, og ekki síður að gera betur en móðir hans, Merita Mol, á leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 25 árum. „Mig dreymdi alltaf um að gera betur en mamma mín á Ólympíuleikunum. Hún lenti í níunda sæti. Ég var í raun virkilega glaður þegar við komumst í átta liða úrslit því þar með náðum við sögulegum árangri með því að tryggja fimmta sætið, hið minnsta,“ Foreldrar hans eiga þá mikið í árangri félaganna eftir því sem kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK. Faðir hans, Kåre, er einnig fyrrum strandblakmaður líkt og móðir hans og mörgu hefur verið til tjaldað til að börn þeirra nái árangri. Öll fimm eru þau í strandblaki og því þurfti til þess almennilegar aðstæður, sem ekki voru til staðar í Strandvik í Noregi, hvar fjölskyldan býr. „Við höfum gert ótrúlegustu hluti. Meðal annars keyrt bílhlöss af sandi til ferja til Strandvíkur til að setja upp velli,“ segir faðirinn Kåre. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Þau hafa hætt í vinnunni sinni. Það er svo mikið á bakvið þennan árangur, því það er bara toppurinn á ísjakanum. Við erum stoltir, en það eru svo margir sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir sonur hans og gullverðlauna hafinn Anders. „Þetta hefur verið löng leið að Ólympíugulli. Þau eiga þetta skilið svo miklu meira en ég. Það er ótrúlegt hvað þau hafa lagt í þetta. Fjölskyldur okkar beggja og vinir. Það eru svo margir sem eiga skilinn hluta í þessu gulli,“ er haft eftir félaga hans Sörum.
Blak Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira