Inter búið að samþykkja tæplega 100 milljón punda boð Chelsea í Lukaku Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 15:41 Lukaku hefur líkast til spilað sinn síðasta leik í treyju Internazionale. Chris Ricco/Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku nálgast endurkomu til enska knattspyrnufélagsins Chelsea. Ítalíumeistarar Internazionale hafa samþykkt risatilboð í kappann. Lukaku er 28 ára gamall og hefur leikið í tvö ár í Mílanó eftir skipti sín þangað frá Manchester United 2019. Hann varð ítalskur meistari með liðinu á síðustu leiktíð. Hann samdi við Chelsea 18 ára gamall árið 2011 en lék aðeins tíu leiki fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 17 milljónir punda frá Anderlecht í heimalandi hans Belgíu. Honum gekk þó vel á láni hjá bæði West Bromwich Albion og Everton og var keyptur til Everton 2014 á 28 milljónir punda. Eftir þrjú ár í Liverpool-borg borgaði Manchester United 75 milljónir punda fyrir þjónustu framherjans. Honum tókst ekki að skora eins mikið þar og hann hafði gert hjá Everton og eftir titlalaus tvö ár var hann seldur til Ítalíu. Lukaku spilaði síðast fyrir Chelsea haustið 2013.Mynd / Getty Images Lukaku virðist nú vera að snúa aftur til Chelsea tíu árum eftir fyrri skipti sín til Lundúna og mun hann kosta töluvert meira. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að Inter hafi samþykkt tilboð upp á 115 milljónir evra, eða 97,5 milljónir punda, í Belgann. Hann verður því næst dýrasti leikmaður sem enskt knattspyrnulið kaupir, 2,5 milljónum ódýrari en Jack Grealish sem fór á 100 milljónir punda til Manchester City í vikunni. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Lukaku er 28 ára gamall og hefur leikið í tvö ár í Mílanó eftir skipti sín þangað frá Manchester United 2019. Hann varð ítalskur meistari með liðinu á síðustu leiktíð. Hann samdi við Chelsea 18 ára gamall árið 2011 en lék aðeins tíu leiki fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 17 milljónir punda frá Anderlecht í heimalandi hans Belgíu. Honum gekk þó vel á láni hjá bæði West Bromwich Albion og Everton og var keyptur til Everton 2014 á 28 milljónir punda. Eftir þrjú ár í Liverpool-borg borgaði Manchester United 75 milljónir punda fyrir þjónustu framherjans. Honum tókst ekki að skora eins mikið þar og hann hafði gert hjá Everton og eftir titlalaus tvö ár var hann seldur til Ítalíu. Lukaku spilaði síðast fyrir Chelsea haustið 2013.Mynd / Getty Images Lukaku virðist nú vera að snúa aftur til Chelsea tíu árum eftir fyrri skipti sín til Lundúna og mun hann kosta töluvert meira. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að Inter hafi samþykkt tilboð upp á 115 milljónir evra, eða 97,5 milljónir punda, í Belgann. Hann verður því næst dýrasti leikmaður sem enskt knattspyrnulið kaupir, 2,5 milljónum ódýrari en Jack Grealish sem fór á 100 milljónir punda til Manchester City í vikunni.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira