„Við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2021 18:42 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. Nú liggur 21 inni á spítala með kórónuveiruna. Það er sami fjöldi og myndi leggjast inn á spítalann síðar í þessum mánuði þegar mest léti, samkvæmt spálíkani sem Landspítalinn styðst við. Samkvæmt svartsýnni spá líkansins næði sá fjöldi hins vegar upp í 30 síðar í þessum mánuði. Líklegur fjöldi innlagna á legudeild á næstunni, borinn saman við svartsýna spá.Vísir/Ragnar Að sama skapi gerir líkanið ráð fyrir tveimur sjúklingum á gjörgæslu, líkt og raunin er nú. Svartsýnni spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt upp í sex inniliggjandi á gjörgæslu á sama tíma. Líkleg spá fyrir gjörgæsluinnlagnir gerir ráð fyrir tveimur sjúklingum inni á deildinni á sama tíma. Sú svartsýna er þreföld á við það.Vísir/Ragnar Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir þó ýmsar breytur geta haft áhrif á stöðuna. Til að mynda aldurssamsetning og bólusetningarstaða þeirra þúsunda sem áætlað er að muni smitast, en í líkaninu er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum, þar sem gögn til þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Það sem við erum að sjá núna er að við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni,“ segir Már. Már segir líkanið geta verið gagnlegt til þess að leggja einhverskonar mat á mögulegan fjölda innlagna. Aðspurður um getu spítalans til að takast á við fjölda innlagna segir Már það vera afstætt hugtak. Sjúklingum sé alltaf forgangsraðað eftir alvarleika veikinda. „Ef það er ekki hægt að sinna öllum þá líður einhver fyrir það. Hvort maður eigi að túlka það þannig að spítalinn „þoli það ekki“ er síðan svolítið annað mál,“ segir Már. Hann segir um fjögur hundruð bráðapláss til staðar á spítalanum. „Það fer þá bara eftir því hvað við fyllum mikið af þeim hverjir þyrftu þá að víkja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Nú liggur 21 inni á spítala með kórónuveiruna. Það er sami fjöldi og myndi leggjast inn á spítalann síðar í þessum mánuði þegar mest léti, samkvæmt spálíkani sem Landspítalinn styðst við. Samkvæmt svartsýnni spá líkansins næði sá fjöldi hins vegar upp í 30 síðar í þessum mánuði. Líklegur fjöldi innlagna á legudeild á næstunni, borinn saman við svartsýna spá.Vísir/Ragnar Að sama skapi gerir líkanið ráð fyrir tveimur sjúklingum á gjörgæslu, líkt og raunin er nú. Svartsýnni spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt upp í sex inniliggjandi á gjörgæslu á sama tíma. Líkleg spá fyrir gjörgæsluinnlagnir gerir ráð fyrir tveimur sjúklingum inni á deildinni á sama tíma. Sú svartsýna er þreföld á við það.Vísir/Ragnar Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir þó ýmsar breytur geta haft áhrif á stöðuna. Til að mynda aldurssamsetning og bólusetningarstaða þeirra þúsunda sem áætlað er að muni smitast, en í líkaninu er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum, þar sem gögn til þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. „Það sem við erum að sjá núna er að við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni,“ segir Már. Már segir líkanið geta verið gagnlegt til þess að leggja einhverskonar mat á mögulegan fjölda innlagna. Aðspurður um getu spítalans til að takast á við fjölda innlagna segir Már það vera afstætt hugtak. Sjúklingum sé alltaf forgangsraðað eftir alvarleika veikinda. „Ef það er ekki hægt að sinna öllum þá líður einhver fyrir það. Hvort maður eigi að túlka það þannig að spítalinn „þoli það ekki“ er síðan svolítið annað mál,“ segir Már. Hann segir um fjögur hundruð bráðapláss til staðar á spítalanum. „Það fer þá bara eftir því hvað við fyllum mikið af þeim hverjir þyrftu þá að víkja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48 Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Ástandið á Landspítala hafi versnað Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins 7. ágúst 2021 16:48
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. 7. ágúst 2021 13:55
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26