Handbolti

Víkingar styrkja sig þrefalt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jovan Kukobat mun verja mark Víkinga í Olís-deildinni í vetur.
Jovan Kukobat mun verja mark Víkinga í Olís-deildinni í vetur. VÍSIR/BÁRA

Víkingur R. hefur fengið þrefaldan lisðsstyrk fyrir komandi átök í Olís-deild karla. Markvörðurinn Jovan Kukobat kemur frá Þór, Benedikt Elvar Skarphéðinsson kemur frá FH, og Jón Hjálmarsson snýr aftur í Víkina frá Vængjum Júpíters.

Kukobat er 33 ára serbneskur markvörður sem hefur leikið með með KA og Þór frá Akureyri, ásamt sameinuðu liði Akureyrar. Hann lék fyrst á Íslandi árið 2012 og var með tæplega 35% markvörslu í marki Þórsara á seinasta tímabili.

Benedikt Elvar er rétthentur útileikmaður sem getur bæði leyst stöðu vinstri skyttu og miðjumanns. Hann er 21 árs og gengur til liðs við Víkinga frá uppeldisfélagi sínu.

Jón Hjálmarsson mun leika sitt níunda tímabil með Víkingum, en hann hefur leikið 137 leiki fyrir félagið og skorað í þeim yfir 400 mörk. Hann lék á seinasta tímabili með Vængjum Júpíters, en snýr nú aftur í Víkina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×