„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2021 20:17 Arnar Guðjónsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Bára Dröfn Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. „Það eru mikil vonbrigði að fá þetta mark úr föstu leikatriði í lok leiksins. Fyrri hálfleikur var alveg mjög góður, mjög skemmtilegur leikur og verðskulduð 2-1 forysta hjá okkur. Strax í byrjun seinni hálfleiks fengum við tækifæri til að komast 3-1 yfir. Eftir það fannst mér KA í við sterkari án þess þó að vera að ógna okkur á neinn sérstakan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga í leikslok. „Ég var bara farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld og svo fengum við þetta mark. Þetta er akkúrat það sem þú færð þegar þú ert með unga leikmenn, þeir gera frábærlega. Kristall var til dæmis alveg frábært í dag, hrikalega gaman að horfa á hann og hann kom með gullið mark. En því miður þá var smá einbeitingarleysi í lokin og þetta er það fallega við að hafa unga og efnilega stráka. Það eru hæðir og lægðir og þeir munu læra af þessu.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá báðum liðum en svo dró aðeins af mönnum hérna í seinni hálfleik og KA reyndu hvað þeir gátu en mér fannst þeir ekkert komast neitt svakalega áleiðis. Mér fannst við mun líklegri til þess að bæta við þriðja markinu. En við fórum illa með boltann og við sköpuðum okkur hættulegar stöður. Eðlilega þegar KA fara að kasta öllum mönnum fram og það voru break í gangi. Ég er kannski mest svekktur með það að við fáum líka fyrra markið á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerðist á móti Breiðablik. Þetta er klárlega mikið áhyggjuefni þar sem þetta hefur ekki verið mikið hjá okkur í sumar.“ Undir lok leiksins er brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn KA. Vilhjálmur dæmdi ekkert á það og við það brutust út erjur milli leikmanna og þjálfara, sem létu mörg óþarfa orð falla. Fyrir það fengu þeir nafnar, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson báðir gult spjald. „Þetta er bara hluti af leiknum, þetta er bara gaman. Það verður að vera smá ástríða í þessu. Það var kominn smá hiti inni á vellinum og hiti fyrir utan völl. Svona á þetta bara að vera. Stundum er maður eins og smákrakki fyrir utan völlinn þó að heilt yfir sé maður rólegur maður.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að fá þetta mark úr föstu leikatriði í lok leiksins. Fyrri hálfleikur var alveg mjög góður, mjög skemmtilegur leikur og verðskulduð 2-1 forysta hjá okkur. Strax í byrjun seinni hálfleiks fengum við tækifæri til að komast 3-1 yfir. Eftir það fannst mér KA í við sterkari án þess þó að vera að ógna okkur á neinn sérstakan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga í leikslok. „Ég var bara farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld og svo fengum við þetta mark. Þetta er akkúrat það sem þú færð þegar þú ert með unga leikmenn, þeir gera frábærlega. Kristall var til dæmis alveg frábært í dag, hrikalega gaman að horfa á hann og hann kom með gullið mark. En því miður þá var smá einbeitingarleysi í lokin og þetta er það fallega við að hafa unga og efnilega stráka. Það eru hæðir og lægðir og þeir munu læra af þessu.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá báðum liðum en svo dró aðeins af mönnum hérna í seinni hálfleik og KA reyndu hvað þeir gátu en mér fannst þeir ekkert komast neitt svakalega áleiðis. Mér fannst við mun líklegri til þess að bæta við þriðja markinu. En við fórum illa með boltann og við sköpuðum okkur hættulegar stöður. Eðlilega þegar KA fara að kasta öllum mönnum fram og það voru break í gangi. Ég er kannski mest svekktur með það að við fáum líka fyrra markið á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerðist á móti Breiðablik. Þetta er klárlega mikið áhyggjuefni þar sem þetta hefur ekki verið mikið hjá okkur í sumar.“ Undir lok leiksins er brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn KA. Vilhjálmur dæmdi ekkert á það og við það brutust út erjur milli leikmanna og þjálfara, sem létu mörg óþarfa orð falla. Fyrir það fengu þeir nafnar, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson báðir gult spjald. „Þetta er bara hluti af leiknum, þetta er bara gaman. Það verður að vera smá ástríða í þessu. Það var kominn smá hiti inni á vellinum og hiti fyrir utan völl. Svona á þetta bara að vera. Stundum er maður eins og smákrakki fyrir utan völlinn þó að heilt yfir sé maður rólegur maður.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn