Umferðaraukning á Hringveginum en samdráttur á höfuðborgarsvæðinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. ágúst 2021 07:00 Mikil umferð hefur verið á og í gegnum Selfoss í sumar. Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um rúmlega þrjú prósent í júlí á meðan umferð á Hringveginum hefur aldrei verið meiri í júlí. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Af þessum tölum má álykta að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi flykkst út á Hringveginn í júlí. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí hefur ekki verið minni en nú, síðan í júlí 2016. Íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast þó ekki hafa farið um Ártúnsbrekkuna á leið sinni út úr bænum, því umferð þar dróst saman um 7,3%. Hlutfallslegur mismunur á lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2020 og 2021. Þá kemur einnig fram á vef Vegagerðarinnar að frá áramótum hefur umferð aukist um 6,4% miðað við sama árstíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa aukningu er heildarumferð samt rúmlega 3% minni en hún var á sama árstíma 2019. Viðspyrnunni eftir kórónaveirufaraldurinn er því líklega ekki lokið. Horfur út árið Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir um 8,5% aukningu á umferð um höfuðborgarsvæðið miðað við árið í fyrra. Ef það gengur eftir verður umferðin enn 2,5% minni en árið 2019. Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum, þriggja mælisniða á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 2020 og 2021. Umferð Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí hefur ekki verið minni en nú, síðan í júlí 2016. Íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast þó ekki hafa farið um Ártúnsbrekkuna á leið sinni út úr bænum, því umferð þar dróst saman um 7,3%. Hlutfallslegur mismunur á lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2020 og 2021. Þá kemur einnig fram á vef Vegagerðarinnar að frá áramótum hefur umferð aukist um 6,4% miðað við sama árstíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa aukningu er heildarumferð samt rúmlega 3% minni en hún var á sama árstíma 2019. Viðspyrnunni eftir kórónaveirufaraldurinn er því líklega ekki lokið. Horfur út árið Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir um 8,5% aukningu á umferð um höfuðborgarsvæðið miðað við árið í fyrra. Ef það gengur eftir verður umferðin enn 2,5% minni en árið 2019. Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum, þriggja mælisniða á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 2020 og 2021.
Umferð Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent