Play stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 10:59 Vísir/Sigurjón Flugfélagið Play flutti 9.899 farþega í júlí og var sætanýting 41,7 prósent. Nýtingin er sögð vera í takt við væntingar stjórnenda þennan fyrsta mánuð félagsins í fullum rekstri. Eftirspurn eftir flugsætum til og frá sumarleyfisstöðum Play var vel umfram væntingar. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins er sögð hafa haft neikvæð áhrif á eftirspurn meðal Íslendinga en ekki erlendra farþega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar og fjölmiðla en þar segir að Play hafi verið stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í júlí með 96,2 prósent flugferða á réttum tíma. Minna um afbókanir hjá erlendum ferðamönnum Ný bylgja faraldursins skall á hér á landi um miðjan júlímánuð og nýttu íslenskir viðskiptavinir þá Covid-19 skilmála í auknum mæli til að breyta ferðadagsetningu sinni. Að sögn Play hafði þetta neikvæð áhrif á sætanýtingu í mánuðinum. Þó sé ekki um að ræða tekjutap heldur tilfærslu á tekjum og sætanýtingu. Mun minna var um breytingar eða afbókanir meðal erlendra ferðamanna á leið til Íslands. Meirihluti þeirra farþega sem kaupa miða með Play eru erlendir ferðamenn eða farþegar sem hefja ferð sína utan Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. „Nú þegar merkir PLAY aukin ferðavilja og bókanir frá innlendum viðskiptavinum og stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á komandi mánuði.“ Vel í stakk búin til að takast á við áhrif faraldursins Flugfélagið fékk þrjár Airbus 321 neo farþegaþotur í sumar og eru þær allar komnar í notkun. „Flugvélarnar koma inn í framleiðslu félagsins í takt við eftirspurn á markaði og eftir því sem flugáætlun félagsins þéttist. Hér nýtur félagið sveigjanlegra leigukjara sem gefur því kost á að stýra framboði sínu og um leið kostnaði félagsins með hagkvæmum hætti. Félagið er þannig vel í stakk búið til að takast á við þau áhrif sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu. „Markmið okkar er að byggja Play upp í öruggum og yfirveguðum skrefum og er góður árangur þessa fyrsta mánaðar í fullum rekstri traust og gott skref í þá átt. Við erum stolt af árangri okkar við erfiðar aðstæður og ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir elju og dugnað og farþegum okkar fyrir að ferðast með Play,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play. Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Eftirspurn eftir flugsætum til og frá sumarleyfisstöðum Play var vel umfram væntingar. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins er sögð hafa haft neikvæð áhrif á eftirspurn meðal Íslendinga en ekki erlendra farþega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar og fjölmiðla en þar segir að Play hafi verið stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í júlí með 96,2 prósent flugferða á réttum tíma. Minna um afbókanir hjá erlendum ferðamönnum Ný bylgja faraldursins skall á hér á landi um miðjan júlímánuð og nýttu íslenskir viðskiptavinir þá Covid-19 skilmála í auknum mæli til að breyta ferðadagsetningu sinni. Að sögn Play hafði þetta neikvæð áhrif á sætanýtingu í mánuðinum. Þó sé ekki um að ræða tekjutap heldur tilfærslu á tekjum og sætanýtingu. Mun minna var um breytingar eða afbókanir meðal erlendra ferðamanna á leið til Íslands. Meirihluti þeirra farþega sem kaupa miða með Play eru erlendir ferðamenn eða farþegar sem hefja ferð sína utan Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. „Nú þegar merkir PLAY aukin ferðavilja og bókanir frá innlendum viðskiptavinum og stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á komandi mánuði.“ Vel í stakk búin til að takast á við áhrif faraldursins Flugfélagið fékk þrjár Airbus 321 neo farþegaþotur í sumar og eru þær allar komnar í notkun. „Flugvélarnar koma inn í framleiðslu félagsins í takt við eftirspurn á markaði og eftir því sem flugáætlun félagsins þéttist. Hér nýtur félagið sveigjanlegra leigukjara sem gefur því kost á að stýra framboði sínu og um leið kostnaði félagsins með hagkvæmum hætti. Félagið er þannig vel í stakk búið til að takast á við þau áhrif sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu. „Markmið okkar er að byggja Play upp í öruggum og yfirveguðum skrefum og er góður árangur þessa fyrsta mánaðar í fullum rekstri traust og gott skref í þá átt. Við erum stolt af árangri okkar við erfiðar aðstæður og ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir elju og dugnað og farþegum okkar fyrir að ferðast með Play,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play.
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira