Nivolaj Madsen kom heimamönnum í 1-0 eftir tæplega 65 mínútna leik áður en Benedickt Waren tvöfaldaði forystu heimamanna tveim mínútum síðar.
Það liðu ekki nema aðrar tvær mínútur þangað til staðan var orðin 3-0 þegar að Madsen skoraði sitt annað mark.
Leikmenn Vestra létu bíða eftir fjórða markinu, en það kom ekki fyrr en þrem mínútum á eftir því þriðja. Þar var á ferðinni Martin Motipo og örlög Þórsara því ráðin.