„Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2021 10:35 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð. „Áður en ég var bólusettur var ég tregari til að fara í ræktina. Þá hreyfði ég mig meira heima hjá mér en nú fer ég í ræktina eins oft og ég hef tækifæri til. Reyni að fara á hverjum degi. Ef ég væri handviss um að eftir þrjá mánuði væri veiran horfin, þá myndi ég kannski bíða í þrjá mánuði áður en ég færi, en það er ekki val lengur. Þessi veira verður hérna með okkur,“ sagði Kári Stefánsson í Pallborðinu á Vísi á mánudag. En ertu ekkert hræddur um að þessi veira fari með þig? „Ég held að allskonar ósómi og hegðunarvandi sé mun líklegri til að ganga frá mér en þessi veira. Maður ræður ekkert slíku. Maður verður að halda áfram að lifa sínu lífi. Ég held að bólusett fólk geti verið tiltölulega rólegt gagnvart þessari veiru. Óbólusettir ættu að passa sig, þó ég vilji alls ekki setja takmörk á hegðun óbólusetts fólks þá vil ég ráðleggja þeim að fara varlega í dag því veiran er mun víðar í samfélaginu núna en nokkru sinni áður. Hún er kannski tíu til hundrað sinnum meira útbreidd en hún var útbreidd á síðasta ári. Þannig að óbólusettir ættu fara varlega innan um annað fólk,“ sagði Kári. Nú sé sú staða uppi að það stefni í að flest allir muni fá þessa veiru og hjarðónæmi muni nást þannig á næstu tveimur árum. Mikil umræða hefur verið um langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins og því spurning hvort það sé áhættunnar virði að flestir fái þessa veiru. „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt,“ svaraði Kári. „Þau eru til staðar en eru sjaldgæf og háð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn var. Bóluefnin koma ekki bara til með að minnka alvarleika sjúkdómsins ef hann kemur, heldur minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum. Þannig að ég held að langtíma áhrif af af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir,“ sagði Kári. Hann sagði stöðuna vera þannig núna að veiran sé ekki einhver pest sem Íslendingar geti losað sig við á skammri stundu. Það muni taka tvö ár að ná upp hjarðónæmi en að mati Kára ætti það ekki þýða samkomutakmarkanir allan þann tíma, heldur að samfélagið verði á tánum gagnvart álagi á heilbrigðiskerfið. Hægt er að sjá Pallborðið þar sem rætt er við Kára í heild hér fyrir neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira
„Áður en ég var bólusettur var ég tregari til að fara í ræktina. Þá hreyfði ég mig meira heima hjá mér en nú fer ég í ræktina eins oft og ég hef tækifæri til. Reyni að fara á hverjum degi. Ef ég væri handviss um að eftir þrjá mánuði væri veiran horfin, þá myndi ég kannski bíða í þrjá mánuði áður en ég færi, en það er ekki val lengur. Þessi veira verður hérna með okkur,“ sagði Kári Stefánsson í Pallborðinu á Vísi á mánudag. En ertu ekkert hræddur um að þessi veira fari með þig? „Ég held að allskonar ósómi og hegðunarvandi sé mun líklegri til að ganga frá mér en þessi veira. Maður ræður ekkert slíku. Maður verður að halda áfram að lifa sínu lífi. Ég held að bólusett fólk geti verið tiltölulega rólegt gagnvart þessari veiru. Óbólusettir ættu að passa sig, þó ég vilji alls ekki setja takmörk á hegðun óbólusetts fólks þá vil ég ráðleggja þeim að fara varlega í dag því veiran er mun víðar í samfélaginu núna en nokkru sinni áður. Hún er kannski tíu til hundrað sinnum meira útbreidd en hún var útbreidd á síðasta ári. Þannig að óbólusettir ættu fara varlega innan um annað fólk,“ sagði Kári. Nú sé sú staða uppi að það stefni í að flest allir muni fá þessa veiru og hjarðónæmi muni nást þannig á næstu tveimur árum. Mikil umræða hefur verið um langtímaáhrif Covid-sjúkdómsins og því spurning hvort það sé áhættunnar virði að flestir fái þessa veiru. „Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt,“ svaraði Kári. „Þau eru til staðar en eru sjaldgæf og háð því hversu alvarlegur sjúkdómurinn var. Bóluefnin koma ekki bara til með að minnka alvarleika sjúkdómsins ef hann kemur, heldur minnka líka líkurnar á einhverskonar langtímaafleiðingum. Þannig að ég held að langtíma áhrif af af Covid-19 séu ekki eitt af því sem við þurfum að ströggla við hjá þeim sem eru bólusettir,“ sagði Kári. Hann sagði stöðuna vera þannig núna að veiran sé ekki einhver pest sem Íslendingar geti losað sig við á skammri stundu. Það muni taka tvö ár að ná upp hjarðónæmi en að mati Kára ætti það ekki þýða samkomutakmarkanir allan þann tíma, heldur að samfélagið verði á tánum gagnvart álagi á heilbrigðiskerfið. Hægt er að sjá Pallborðið þar sem rætt er við Kára í heild hér fyrir neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Pallborðið Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira