Jón Axel er 24 ára gamall Grinvíkingur og lék með Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann skoraði þar 12,3 stig, tók 3,1 frákast og gaf 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er sem stendur staddur í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með Phoenix Suns í sumardeild NBA-deildarinnar vestra.
Hann virðist nú vera að færa sig um set innan evrópska boltans en Sportmundo greinir frá því að hann muni semja við Fortitudo Bologna á næstu dögum. Bologna leikur í efstu deild á Ítalíu og lenti í 12. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.