Ástbjörn um Hallgrím Mar: „Mig langaði að fá að halda honum niðri“ Atli Arason skrifar 11. ágúst 2021 20:20 Ástbjörn Þórðarson lék áður með Gróttu. vísir/vilhelm Keflavík er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á KA í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Ástbjörn Þórðarson var meðal bestu leikmanna í Keflavík í kvöld Ástbjörn lagði upp mark ásamt því að ná að halda einum besta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar, Hallgrími Mar Steingrímssyni, í vasanum sínum. Ástbjörn var spurður út í glímuna sína við Grímsa í viðtali við Vísi eftir leik. „Það var skemmtilegt, mig langaði að dekka hann í dag eftir seinasta leik þar sem hann skoraði tvö mörk á okkur. Mig langaði að fá að halda honum niðri og það tókst ágætlega í dag fannst mér,“ svaraði Ástbjörn. Ástbjörn hefur það sem af er sumri verið að leika sem vinstri bakvörður í liði Keflavíkur í fjarveru Rúnars Þórs en var færður yfir í hægri bakvörðinn í þessum leik til að reyna að stöðva Hallgrím Mar. „Ég fékk að vera á mínum betri fæti og mér leið mjög vel í dag. Ég fékk að hlaupa og djöflast og það var gaman,“ sagði Ástbjörn. Það er óhætt að skrifa að Keflavík hafi verið sanngjarn sigurvegari í þessum leik en heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og fyrri hálfleikur var algjör eign Keflavíkur. „Við vorum ákveðnir að koma 100% í þennan leik. Við vissum að margir þeirra leikmanna voru þreyttir, þeir vildu hafa hægt tempó á meðan við vildum hafa hratt tempó. Við töldum okkur vera í nógu góðu formi til að geta herjað á þá.“ „Við pressuðum vel, við skoruðum eitt mark með því að pressa þá hátt strax í seinni hálfleik. Við vorum ákveðnir að koma út í seinni hálfleikinn alveg eins og við kláruðum þann fyrri. Við vissum að seinna markið myndi klára leikinn og við náðum því.“ Keflavík er núna aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þrír sigurleikir myndu færa liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. „Við erum búnir að sýna það í sumar að við getum gefið hvaða liði sem er leik. Öllum í liðinu langar voða mikið að komast í þennan úrslitaleik,“ sagði Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur. Mjólkurbikarinn Keflavík ÍF Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Ástbjörn lagði upp mark ásamt því að ná að halda einum besta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar, Hallgrími Mar Steingrímssyni, í vasanum sínum. Ástbjörn var spurður út í glímuna sína við Grímsa í viðtali við Vísi eftir leik. „Það var skemmtilegt, mig langaði að dekka hann í dag eftir seinasta leik þar sem hann skoraði tvö mörk á okkur. Mig langaði að fá að halda honum niðri og það tókst ágætlega í dag fannst mér,“ svaraði Ástbjörn. Ástbjörn hefur það sem af er sumri verið að leika sem vinstri bakvörður í liði Keflavíkur í fjarveru Rúnars Þórs en var færður yfir í hægri bakvörðinn í þessum leik til að reyna að stöðva Hallgrím Mar. „Ég fékk að vera á mínum betri fæti og mér leið mjög vel í dag. Ég fékk að hlaupa og djöflast og það var gaman,“ sagði Ástbjörn. Það er óhætt að skrifa að Keflavík hafi verið sanngjarn sigurvegari í þessum leik en heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og fyrri hálfleikur var algjör eign Keflavíkur. „Við vorum ákveðnir að koma 100% í þennan leik. Við vissum að margir þeirra leikmanna voru þreyttir, þeir vildu hafa hægt tempó á meðan við vildum hafa hratt tempó. Við töldum okkur vera í nógu góðu formi til að geta herjað á þá.“ „Við pressuðum vel, við skoruðum eitt mark með því að pressa þá hátt strax í seinni hálfleik. Við vorum ákveðnir að koma út í seinni hálfleikinn alveg eins og við kláruðum þann fyrri. Við vissum að seinna markið myndi klára leikinn og við náðum því.“ Keflavík er núna aðeins tveimur sigurleikjum frá því að komast í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli. Þrír sigurleikir myndu færa liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. „Við erum búnir að sýna það í sumar að við getum gefið hvaða liði sem er leik. Öllum í liðinu langar voða mikið að komast í þennan úrslitaleik,“ sagði Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur.
Mjólkurbikarinn Keflavík ÍF Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira