Ný framtíð Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 12. ágúst 2021 10:01 Ég skipa oddvitasæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er bæði stoltur af þeim heiðri og trausti sem vér er veitt en einnig tek ég því af auðmýkt og undirstrika að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar ekki herrar. Öll mín fullorðinsár – síðustu 4 áratugir hafa einkennst af þeirri miklu samfélagsbyltingu sem kennd er við nýfrjálshyggju eða fjármálakapítalisma. Það þýðir að samfélagið allt er stillt inná gróðasókn þar sem eina hlutverk fyrirtækja er að færa eigendum og hluthöfum sem mestan arð í og því háttarlagi fylgir tillitsleysi við umhverfi sitt og samfélag. Þetta er eyðandi og eyðileggjandi kerfi sem framleiðir fáa miljarðamæringa en eyðir velferðarkerfi almennings, skapar fátækt og ójöfnuð. Þetta var ekki svona.Við þekkjum tíma þegar við áttum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi um allt land og konur gátu fætt börn sín í heimabyggð.Víða um heim voru húsnæðismál leyst með stórverkefnum á sviði félagslegra íbúðarbygginga og í nokkrum mæli hér líka. Félagslegt bankakerfi sem fjárfesti í raunhagkerfinu var til.Ekki það rænulausa brask og bólukerfi sem er sköpunarverk bankanna í dag. Samvinnuhreyfingin var sterk og hún hélt auðnum í heimabyggð og var lýðræðislega uppbyggð og svo framvegis. Svona aðferðir vill Sósíalistaflokkurinn nota og sníða að nútímanum og þeim stóru vandamálum sem blasa við í dag eins og loftslagsmálum, síauknum ójöfnuði og óréttlæti Efnahagskerfi sem hannað er til að skila eigendum fjármagns og stórfyrirtækja hámarksgróða á sem stystum tíma er augljóslega ekki að taka á stórum vandamálum á þann rótæka hátt sem til þarf. Þess vegna er grundvallar atriði að taka upp nýtt efnahags- og félagskerfi. Samhyggju í stað sérhyggju, sósíalisma. Þá er hægt að leggja í þær rótæku breytingar sem skapað geta nýja og betri framtíð. Núna þegar gengið er til kosninga 25. september hlýtur spilling stjórnmálastéttarinnar að vera ofarlega í huga. Skoðanakannanir um fjölmörg stærstu mál samfélagsins sýna okkur að þjóðarviljinn nær ekki inn fyrir múra Alþingis. Þar sitja stjórnvöld sem framkvæma, kosningar eftir kosningar, þveröfuga stefnu. Ég vil berjast fyrir því með Sósíalistaflokknum að færa þjóðarviljann inn á Alþingi og afnema forréttindi stjórnmálastéttarinnar sem komin eru út í algera öfga. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðausturkjördæmi Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skipa oddvitasæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er bæði stoltur af þeim heiðri og trausti sem vér er veitt en einnig tek ég því af auðmýkt og undirstrika að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar ekki herrar. Öll mín fullorðinsár – síðustu 4 áratugir hafa einkennst af þeirri miklu samfélagsbyltingu sem kennd er við nýfrjálshyggju eða fjármálakapítalisma. Það þýðir að samfélagið allt er stillt inná gróðasókn þar sem eina hlutverk fyrirtækja er að færa eigendum og hluthöfum sem mestan arð í og því háttarlagi fylgir tillitsleysi við umhverfi sitt og samfélag. Þetta er eyðandi og eyðileggjandi kerfi sem framleiðir fáa miljarðamæringa en eyðir velferðarkerfi almennings, skapar fátækt og ójöfnuð. Þetta var ekki svona.Við þekkjum tíma þegar við áttum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi um allt land og konur gátu fætt börn sín í heimabyggð.Víða um heim voru húsnæðismál leyst með stórverkefnum á sviði félagslegra íbúðarbygginga og í nokkrum mæli hér líka. Félagslegt bankakerfi sem fjárfesti í raunhagkerfinu var til.Ekki það rænulausa brask og bólukerfi sem er sköpunarverk bankanna í dag. Samvinnuhreyfingin var sterk og hún hélt auðnum í heimabyggð og var lýðræðislega uppbyggð og svo framvegis. Svona aðferðir vill Sósíalistaflokkurinn nota og sníða að nútímanum og þeim stóru vandamálum sem blasa við í dag eins og loftslagsmálum, síauknum ójöfnuði og óréttlæti Efnahagskerfi sem hannað er til að skila eigendum fjármagns og stórfyrirtækja hámarksgróða á sem stystum tíma er augljóslega ekki að taka á stórum vandamálum á þann rótæka hátt sem til þarf. Þess vegna er grundvallar atriði að taka upp nýtt efnahags- og félagskerfi. Samhyggju í stað sérhyggju, sósíalisma. Þá er hægt að leggja í þær rótæku breytingar sem skapað geta nýja og betri framtíð. Núna þegar gengið er til kosninga 25. september hlýtur spilling stjórnmálastéttarinnar að vera ofarlega í huga. Skoðanakannanir um fjölmörg stærstu mál samfélagsins sýna okkur að þjóðarviljinn nær ekki inn fyrir múra Alþingis. Þar sitja stjórnvöld sem framkvæma, kosningar eftir kosningar, þveröfuga stefnu. Ég vil berjast fyrir því með Sósíalistaflokknum að færa þjóðarviljann inn á Alþingi og afnema forréttindi stjórnmálastéttarinnar sem komin eru út í algera öfga. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun