Björg Sigurvinsdóttir, skólastjóri Lundarsels, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Segir hún að svo virðist sem að misskilningur hafi orðið í talningu á börnum þegar þau komu inn eftir útiveru sem varð til þess að ekki uppgötvaðist strax að barnið hefði sloppið út. Virðist það hafa sloppið út um hlið sem á, eins og öll hlið á leikskólalóðum, að vera lokað á leikskólatíma.
Segir Björg að allt verði gert til að tryggja að þetta geti ekki endurtekið sig, starfsmenn séu í áfalli en allir séu þakklátir fyrir að barnið hafi ekki farið lengra en út á næsta knattspyrnuvöll, þar sem það fannst, á KA-svæðinu. Leikskólinn er staðsettur um 200-300 metra frá íþróttasvæði KA.
„Þeir [iðnaðarmenn] komu strax og fóru að laga hliðin og ég er búinn að fara í gegnum starfsmannahópinn, í gegnum verklagsreglurnar. Þetta má bara ekki misfarast, að telja börnin inn,“ segir Björg og bætir við að einnig verði farið yfir hlið skólans til að tryggja að þau verði ekki skilin eftir opin, girt verði fyrir allar mögulegar smugur.
„Þetta skal aldrei endurtaka sig þannig að það verður bara gjörsamlega gert þannig að það sé enginn möguleiki að þetta geti gerst.“