Heimila veiði meira en tvöfalt fleiri úlfa en lagt var til Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 14:57 Talið er að finna megi um sex þúsund gráúlfa í Bandaríkjunum. Getty Ráðamenn í Wisconsin í Bandaríkjunum hafa ákveðið að gefa út 300 veiðileyfi á úlfa í ríkinu í haust. Það er meira en tvöfalt það sem sérfræðingar lögðu til. Úlfar hafa undanfarin ár verið á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Tegundin var þó tekin af listanum í október 2020 í ríkisstjórnartíð Donalds Trump. Það stóð einnig til að gera þegar Barack Obama var forseti. Þá var þó hætt við að fjarlægja úlfa af listanum vegna mótmæla. Náttúrauðlindanefnd ríkisins fundaði um málið í gær og ákvað fjölda veiðileyfa til að gefa út. Það var gert eftir margra klukkustunda umræðu þar sem tugir tóku til máls. Þeirra á meðal voru umhverfisverndarinnar sem vildu hætta við veiðarnar og forsvarsmenn veiðihópa sem vildu fá að veiða enn fleiri úlfa. Í frétt New York Times segir að atkvæðagreiðsla í nefndinni hafi farið 5-2. Meðlimir nefndarinnar voru flestir skipaðir af ríkisstjórum sem tilheyra Repúblikanaflokknum. Tony Evers, núverandi ríkisstjóri, er Demókrati og segir að Repúblikanar sem fara með völd í ríkisþingi Wisconsin hafi staðið í vegi þess að tveir menn sem hann skipaði í nefndina geti tekið sér stöðu þar. Veiðimenn fóru síðast hratt fram úr kvóta Miðillinn hefur eftir einum meðlimi nefndarinnar að hann óttist ekki að veiðarnar muni ganga svo nærri úlfastofninum að úlfar verði aftur settir á lista dýra í útrýmingarhættu. Þetta er í annað sinn á árinu sem veiði úlfa er lögð til í Wisconsin. Síðast voru minnst 216 úlfar drepnir á innan við sextíu klukkustundum og það þrátt fyrir að einungis stóð til að veiða mest 119 úlfa á einni viku. Sérfræðingar sem ræddu við NYT segjast hafa áhyggjur af veiðinni og óttast að mun fleiri úlfar verði drepnir en þeir þrjú hundruð sem á að drepa. Úr þúsund í sex þúsund Úlfar lifðu víðsvegar um meginland Norður-Ameríku en yfirvöld Bandaríkjanna vörðu miklu púðri í að útrýma úlfum. Það skilaði góðum árangri og um miðja síðustu öld var talið að um þúsund úlfar væru eftir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Lang flestir þeirra voru í Minnesota. Þá var úlfum bætt við lista dýra í útrýmingarhættu og þar að auki voru úlfar fluttir frá Kanada í Yellowstone-þjóðgarðinn. Nú er talið að um sex þúsund úlfar séu til í Bandaríkjunum. Margir þeirra séu í norðvestur-hluta Bandaríkjanna og einhverjir í Oregon, Washington og Kaliforníu. Bandaríkin Dýr Umhverfismál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Úlfar hafa undanfarin ár verið á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Tegundin var þó tekin af listanum í október 2020 í ríkisstjórnartíð Donalds Trump. Það stóð einnig til að gera þegar Barack Obama var forseti. Þá var þó hætt við að fjarlægja úlfa af listanum vegna mótmæla. Náttúrauðlindanefnd ríkisins fundaði um málið í gær og ákvað fjölda veiðileyfa til að gefa út. Það var gert eftir margra klukkustunda umræðu þar sem tugir tóku til máls. Þeirra á meðal voru umhverfisverndarinnar sem vildu hætta við veiðarnar og forsvarsmenn veiðihópa sem vildu fá að veiða enn fleiri úlfa. Í frétt New York Times segir að atkvæðagreiðsla í nefndinni hafi farið 5-2. Meðlimir nefndarinnar voru flestir skipaðir af ríkisstjórum sem tilheyra Repúblikanaflokknum. Tony Evers, núverandi ríkisstjóri, er Demókrati og segir að Repúblikanar sem fara með völd í ríkisþingi Wisconsin hafi staðið í vegi þess að tveir menn sem hann skipaði í nefndina geti tekið sér stöðu þar. Veiðimenn fóru síðast hratt fram úr kvóta Miðillinn hefur eftir einum meðlimi nefndarinnar að hann óttist ekki að veiðarnar muni ganga svo nærri úlfastofninum að úlfar verði aftur settir á lista dýra í útrýmingarhættu. Þetta er í annað sinn á árinu sem veiði úlfa er lögð til í Wisconsin. Síðast voru minnst 216 úlfar drepnir á innan við sextíu klukkustundum og það þrátt fyrir að einungis stóð til að veiða mest 119 úlfa á einni viku. Sérfræðingar sem ræddu við NYT segjast hafa áhyggjur af veiðinni og óttast að mun fleiri úlfar verði drepnir en þeir þrjú hundruð sem á að drepa. Úr þúsund í sex þúsund Úlfar lifðu víðsvegar um meginland Norður-Ameríku en yfirvöld Bandaríkjanna vörðu miklu púðri í að útrýma úlfum. Það skilaði góðum árangri og um miðja síðustu öld var talið að um þúsund úlfar væru eftir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Lang flestir þeirra voru í Minnesota. Þá var úlfum bætt við lista dýra í útrýmingarhættu og þar að auki voru úlfar fluttir frá Kanada í Yellowstone-þjóðgarðinn. Nú er talið að um sex þúsund úlfar séu til í Bandaríkjunum. Margir þeirra séu í norðvestur-hluta Bandaríkjanna og einhverjir í Oregon, Washington og Kaliforníu.
Bandaríkin Dýr Umhverfismál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira