Óskar Hrafn: Fengum færin til að komast yfir Smári Jökull Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 21:13 Óskar Hrafn Þorvaldsson var stoltur af frammistöðu síns liðs í einvíginu gegn Aberdeen. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu þar sem Skotarnir fóru áfram eftir 5-3 sigur samanlagt. „Mér fannst frammistaðan mjög sterk. Mér fannst við vera öflugir langstærstan hluta leiksins, við vorum góðir fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks en gáfum síðan aðeins eftir,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í síma eftir leikinn í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aberdeen í 1-0 strax í upphafi þess síðari. Blikarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar og komu sér aftur inn í einvígið. „Mér fannst við svara markinu þeirra vel og í raun vera líklegri til að skora annað markið heldur en þeir. Þeir eru með leikmenn eins og Ryan Hedges og Funso Ojo sem kom inn í hálfleik og það voru í raun einstaklingsgæði hjá þeim sem kláruðu þetta,“ bætti Óskar við en Hedges skoraði bæði mörk Aberdeen í kvöld. Óskar sagði það ekki hafa komið sér á óvart að áðurnefndur Ojo hafi komið til leiks í hálfleiknum. „Við vissum auðvitað af honum, hann er besti maðurinn þeirra. Hann var góður á Laugardalsvelli og við vissum að hann gæti komið inn á á hverri stundu. Hann gaf þeim vítamínssprautu,“ en Ojo lagði upp fyrra mark Aberdeen fyrir Hedges. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við stóðum okkur í 180 mínútur í þessu einvígi. Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við hefðum auðvitað viljað skora í stöðunni 1-1 og fengum færin til þess.“ „Fyrst við náðum því ekki þá eru þeir með gæðin og skora. Ég held við getum verið ánægðir og stoltir af frammistöðunni í þessum tveimur leikjum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan mjög sterk. Mér fannst við vera öflugir langstærstan hluta leiksins, við vorum góðir fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks en gáfum síðan aðeins eftir,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í síma eftir leikinn í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aberdeen í 1-0 strax í upphafi þess síðari. Blikarnir jöfnuðu tólf mínútum síðar og komu sér aftur inn í einvígið. „Mér fannst við svara markinu þeirra vel og í raun vera líklegri til að skora annað markið heldur en þeir. Þeir eru með leikmenn eins og Ryan Hedges og Funso Ojo sem kom inn í hálfleik og það voru í raun einstaklingsgæði hjá þeim sem kláruðu þetta,“ bætti Óskar við en Hedges skoraði bæði mörk Aberdeen í kvöld. Óskar sagði það ekki hafa komið sér á óvart að áðurnefndur Ojo hafi komið til leiks í hálfleiknum. „Við vissum auðvitað af honum, hann er besti maðurinn þeirra. Hann var góður á Laugardalsvelli og við vissum að hann gæti komið inn á á hverri stundu. Hann gaf þeim vítamínssprautu,“ en Ojo lagði upp fyrra mark Aberdeen fyrir Hedges. „Ég er gríðarlega stoltur af því hvernig við stóðum okkur í 180 mínútur í þessu einvígi. Við getum verið ánægðir með frammistöðuna, við hefðum auðvitað viljað skora í stöðunni 1-1 og fengum færin til þess.“ „Fyrst við náðum því ekki þá eru þeir með gæðin og skora. Ég held við getum verið ánægðir og stoltir af frammistöðunni í þessum tveimur leikjum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn