Stór áfangi í loftslagsaðgerðum Christoph Gebald skrifar 13. ágúst 2021 10:00 Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl. Með þessari lofthreinsistöð, sem ber nafnið Orca, er föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti tekin á næsta stig með því að samnýta loftsugutækni Climeworks og förgunartækni Carbfix til að breyta CO₂ í stein neðanjarðar. Á undanförnum árum hefur verið mikil og hröð nýsköpun á sviði loftslagsaðgerða og hafa ýmis áhugaverð tilraunaverkefni verið í þróun. Nú erum við tilbúin fyrir næsta áfanga sem felur í sér að stórauka og efla þessa starfsemi. Við byrjuðum á að fanga nokkur milligröm en á síðustu 3-4 árum höfum við náð að 80-falda koldíoxíðsföngun okkar á hverju ári. Orca mun fanga 4.000 tonn af CO₂ á ári og verður þar með, í gegnum beina loftföngun og förgun, stærsta loftslags-bætandi stöð sem byggð hefur verið á heimsvísu. Stefnt er að því að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að fanga fleiri milljónir tonna CO₂ úr andrúmslofti og er Orca meginforsenda þess að það verður hægt. Með hinni framsæknu tækni Climeworks og í samstarfi við íslensku samstarfsaðilana okkar, Carbfix og Orku náttúrunnar, er fundin ein áhrifaríkasta leiðin til að stöðva loftslagsbreytingar. Saman getum við virkilega skipt sköpum. Svissneskt-íslenskt samstarf Að snúa loftslagsbreytingum við er sannarlega verkefni sem skiptir alla heimsbyggðina máli. Carbfix hefur sýnt fram á að yfir 95% þess CO₂ sem fangað er og dælt ofan í jörðina með þeirra tækni, breytist í stein á innan við tveimur árum. Þau 5% sem eftir standa steingerast stuttu síðar. Carbfix, líkt og Climeworks, byggir á sterkum vísindalegum grunni og getur mælt og greint það CO₂ sem dælt er niður, en það er lykilforsenda þess að hægt sé að sannreyna að koldíoxíðinu hafi verið fargað varanlega og á öruggan hátt. Samstarf okkar og Carbfix nær aftur til 2017 þegar við þróuðum tilraunstöð í loftföngun og -förgun, Arctic Fox, í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Samnýting framúrskarandi tæknilausna bæði Climeworks og Carbfix hefur reynst afar árangursrík. Jarðhitagarður ON hefur skapað fullkomnar aðstæður fyrir vöxt og þróun þessarar nýsköpunar, en ON hefur lagt til hita og rafmagn, með lítil kolefnisspor, sem þarf til að starfrækja Climeworks stöðina. Allar loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar Til að ná markmiðum í loftslagsmálum þurfum við ekki einungis að draga stórkostlega úr útblæstri; við þurfum líka að fjarlægja koldíoxíð úr lofti á virkan hátt. Bein loftföngun og förgun er ein þeirra lausna sem mestar vonir eru bundnar við til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti. Tækni Climeworks er einstök því hún byggir á einingum og er sveigjanleg, krefst lítils landsvæðis og ógnar því ekki matvæla- eða vatnsöryggi. Lausnin er varanleg og hægt er að sannreyna förgunina með einföldum hætti. Samvinnu okkar er ætlað að snúa loftslagsbreytingum við og mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum stolt af Orcu því hún er stórt skref í þessa átt og hið fyrsta af mörgum! Höfundur er annar tveggja stofnenda og framkvæmdastjóra Climeworks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl. Með þessari lofthreinsistöð, sem ber nafnið Orca, er föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti tekin á næsta stig með því að samnýta loftsugutækni Climeworks og förgunartækni Carbfix til að breyta CO₂ í stein neðanjarðar. Á undanförnum árum hefur verið mikil og hröð nýsköpun á sviði loftslagsaðgerða og hafa ýmis áhugaverð tilraunaverkefni verið í þróun. Nú erum við tilbúin fyrir næsta áfanga sem felur í sér að stórauka og efla þessa starfsemi. Við byrjuðum á að fanga nokkur milligröm en á síðustu 3-4 árum höfum við náð að 80-falda koldíoxíðsföngun okkar á hverju ári. Orca mun fanga 4.000 tonn af CO₂ á ári og verður þar með, í gegnum beina loftföngun og förgun, stærsta loftslags-bætandi stöð sem byggð hefur verið á heimsvísu. Stefnt er að því að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að fanga fleiri milljónir tonna CO₂ úr andrúmslofti og er Orca meginforsenda þess að það verður hægt. Með hinni framsæknu tækni Climeworks og í samstarfi við íslensku samstarfsaðilana okkar, Carbfix og Orku náttúrunnar, er fundin ein áhrifaríkasta leiðin til að stöðva loftslagsbreytingar. Saman getum við virkilega skipt sköpum. Svissneskt-íslenskt samstarf Að snúa loftslagsbreytingum við er sannarlega verkefni sem skiptir alla heimsbyggðina máli. Carbfix hefur sýnt fram á að yfir 95% þess CO₂ sem fangað er og dælt ofan í jörðina með þeirra tækni, breytist í stein á innan við tveimur árum. Þau 5% sem eftir standa steingerast stuttu síðar. Carbfix, líkt og Climeworks, byggir á sterkum vísindalegum grunni og getur mælt og greint það CO₂ sem dælt er niður, en það er lykilforsenda þess að hægt sé að sannreyna að koldíoxíðinu hafi verið fargað varanlega og á öruggan hátt. Samstarf okkar og Carbfix nær aftur til 2017 þegar við þróuðum tilraunstöð í loftföngun og -förgun, Arctic Fox, í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Samnýting framúrskarandi tæknilausna bæði Climeworks og Carbfix hefur reynst afar árangursrík. Jarðhitagarður ON hefur skapað fullkomnar aðstæður fyrir vöxt og þróun þessarar nýsköpunar, en ON hefur lagt til hita og rafmagn, með lítil kolefnisspor, sem þarf til að starfrækja Climeworks stöðina. Allar loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar Til að ná markmiðum í loftslagsmálum þurfum við ekki einungis að draga stórkostlega úr útblæstri; við þurfum líka að fjarlægja koldíoxíð úr lofti á virkan hátt. Bein loftföngun og förgun er ein þeirra lausna sem mestar vonir eru bundnar við til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti. Tækni Climeworks er einstök því hún byggir á einingum og er sveigjanleg, krefst lítils landsvæðis og ógnar því ekki matvæla- eða vatnsöryggi. Lausnin er varanleg og hægt er að sannreyna förgunina með einföldum hætti. Samvinnu okkar er ætlað að snúa loftslagsbreytingum við og mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum stolt af Orcu því hún er stórt skref í þessa átt og hið fyrsta af mörgum! Höfundur er annar tveggja stofnenda og framkvæmdastjóra Climeworks.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun