Fann konuna sem borgaði leigubílinn og sá til þess að hann gat unnið ÓL-gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 10:31 Hansle Parchment með gullverðlaunin sem hann vann í 110 metra grindarhlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Martin Meissner Ólympíumeistarinn Hansle Parchment frá Jamaíku lenti í miklum hrakförum á leið sinni á keppnisstaðinn á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum og hann var mjög þakklátur konunni sem bjargaði honum fyrir horn. Það verða oft til mjög sérstakar sögur af leið íþróttafólks að Ólympíugullinu en það eru ekki margar þeirra sem hefjast rétt fyrir keppni. Svo var hins vegar raunin hjá Parchment sem varð Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi. Jamaican hurdler Hansle Parchment thanked a Tokyo #Olympics volunteer after she gave him money for a taxi when he got lost on the way to his event.He ended up winning gold. Jamaica's government has now invited the volunteer Trijana Stojkovic for an "official" visit. pic.twitter.com/uXdmneY93v— AJ+ (@ajplus) August 12, 2021 Japönsk kona bauðst til að borga fyrir hann leigubíl á keppnisstaðinn og Parchment náði þangað í tíma fyrir undanúrslitahlaupið. Instagram Parchment hafði tekið vitlausa rútu frá Ólympíuþorpinu og í stað þess að enda á frjálsíþróttaleikvanginum þá var hann allt í einu kominn þangað sem keppt var í róðri. Það voru því góð ráð dýr en einn af sjálfboðaliðunum á leikunum kom honum til bjargar. Umrædd kona var tilbúinn að borga fyrir hann leigubíl og Parchment komst það snemma á staðinn að hann gat hitað vel upp og komið sér í gírinn til að tryggja sig inn í úrslitahlaupið. Parchment var síðan frábær í úrslitahlaupinu þar sem hann kom fyrstur í mark á 13,04 sekúndum sem var hans besti tími á árinu. Hann hafði verið annar í sínum riðli í undanúrslitahlaupinu en gerði þá nóg til að komast áfram. Instagram Parchment gleymdi ekki greiðanum og leitaði uppi konuna eftir keppnina. Hann fann hana, borgaði henni aftur peninginn og gaf henni einnig jamaíska keppnistreyju. Konan fékk líka handleika gullverðlaunin sem hún átti í raun þátt í að vinna því ef Parchment hefði ekki komist í undanúrslitahlaupið þá hefði hann ekki unnið nein verðlaun á leikunum. Parchment myndaði það þegar hann leitaði upp konuna sem bjargaði henni. „Þú varst lykillinn að því að ég komst í úrslitahlaupið þennan dag,“ sagði Hansle Parchment við konuna sem heitir Trijana. Hún er líka metin á Jamaíka því ferðamálaráðherra landsins hefur boðið henni í fría ferð til Jamaíka. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Það verða oft til mjög sérstakar sögur af leið íþróttafólks að Ólympíugullinu en það eru ekki margar þeirra sem hefjast rétt fyrir keppni. Svo var hins vegar raunin hjá Parchment sem varð Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi. Jamaican hurdler Hansle Parchment thanked a Tokyo #Olympics volunteer after she gave him money for a taxi when he got lost on the way to his event.He ended up winning gold. Jamaica's government has now invited the volunteer Trijana Stojkovic for an "official" visit. pic.twitter.com/uXdmneY93v— AJ+ (@ajplus) August 12, 2021 Japönsk kona bauðst til að borga fyrir hann leigubíl á keppnisstaðinn og Parchment náði þangað í tíma fyrir undanúrslitahlaupið. Instagram Parchment hafði tekið vitlausa rútu frá Ólympíuþorpinu og í stað þess að enda á frjálsíþróttaleikvanginum þá var hann allt í einu kominn þangað sem keppt var í róðri. Það voru því góð ráð dýr en einn af sjálfboðaliðunum á leikunum kom honum til bjargar. Umrædd kona var tilbúinn að borga fyrir hann leigubíl og Parchment komst það snemma á staðinn að hann gat hitað vel upp og komið sér í gírinn til að tryggja sig inn í úrslitahlaupið. Parchment var síðan frábær í úrslitahlaupinu þar sem hann kom fyrstur í mark á 13,04 sekúndum sem var hans besti tími á árinu. Hann hafði verið annar í sínum riðli í undanúrslitahlaupinu en gerði þá nóg til að komast áfram. Instagram Parchment gleymdi ekki greiðanum og leitaði uppi konuna eftir keppnina. Hann fann hana, borgaði henni aftur peninginn og gaf henni einnig jamaíska keppnistreyju. Konan fékk líka handleika gullverðlaunin sem hún átti í raun þátt í að vinna því ef Parchment hefði ekki komist í undanúrslitahlaupið þá hefði hann ekki unnið nein verðlaun á leikunum. Parchment myndaði það þegar hann leitaði upp konuna sem bjargaði henni. „Þú varst lykillinn að því að ég komst í úrslitahlaupið þennan dag,“ sagði Hansle Parchment við konuna sem heitir Trijana. Hún er líka metin á Jamaíka því ferðamálaráðherra landsins hefur boðið henni í fría ferð til Jamaíka.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira