Við heyrum í Íslendingi sem starfar í Kabúl. Hann segir átakanlegt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem óttast um líf sitt og fjölskyldna sinna vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Hann segir umheiminn ekki geta lokað augun gagnvart þeirri þróun sem sé að eiga sér stað þar.
Við ræðum einnig við stjórnmálafræðing sem segir hörð orð Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í garð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, mögulegt upphaf að breytingum innan flokksins.
Og Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsækir eldri borgara á Selfossi sem njóta samverunnar á meðan þeir tálga allskonar fígúrur úr viði.
Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum okkar í kvöld.