Flugmenn vélarinnar fengu viðvörun frá öryggiskerfi vélarinnar um að dyr á farangursrými vélarinnar væru ekki lokaðar. Ákveðið var að snúa við í varúðarskyni en við skoðun á Akureyrarflugvelli kom í ljós að um falska viðvörun væri að ræða.
Því var öruggt að leggja aftur af stað en förinni er heitið til Reykjavíkurflugvallar.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir enga hættu hafa verið á ferðum.