Hún bíður eftir því að vera myrt Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 09:31 Ákall til íslenskra stjórnvalda. Fyrir þremur vikum var ég stödd á ráðstefnu í Munchen. Á ráðstefnunni tók til máls ung kona, tveimur árum eldri en ég, Zarifa Ghafari, fyrsti kvenkyns borgarstjóri Afghanistan. Hún er borgarstjóri Maydan í Wardak-héraði. Hún hefur barist fyrir auknu lýræði, mannréttindum og réttindum kvenna. Hún stofnaði einnig “Afghan Women Development and Help Foundation” sem hefur starfað í þágu afganskra kvenna. Hún hefur þurft að þola morðhótanir og áreiti, hún var þolandi skotárásar í mars á síðasta ári, og núna bíður hún eftir því að hún verði myrt af Talibönum. Hún bíður eftir því að vera myrt. Ung kona sem hefur helgað lífi sínu að berjast fyrir réttindum kvenna, bíður eftir því að vera myrt. Við á Íslandi stærum okkur af því að Ísland sé eitt feminískasta land í heimi, að Ísland hafi verið númer eitt hvað varðar kvenréttindi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu. En hvað þýðir sá feminísmi ef við berjumst ekki í þágu kvenna um allan heim? Málað hefur verið yfir búðarglugga með myndum af konum, konur fela skilríki og diplómur vegna þess að þær vita að þeim verður refsað fyrir það, stúlkur verða sendar nauðugar í „hjónaband” - lífstíð af nauðgun og þrælkun. Ég vitna í Brynju Huld Óskarsdóttir og Twitter-þráð hennar um ástandið í Afghanistan: “Þegar ég starfaði í Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar var mikil áhersla á að auka hlut kvenna, koma sjónarmiðum kvenna á framfæri og vinna samkvæmt SÞ ályktun 1325, um konur frið og öryggi. Í dag eru það þessar konur sem ég er hræddust um.” Brynja bendir einnig á það að “jafnrétti kynjanna, útrýming á kynbundnu ofbeldi, heilsa og menntun kvenna og stúlkna, efnahagsleg valdefling kvenna” sé helsta áhersla Íslands í utanríkismálum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur eftir sér að til greina komi að “taka við fleiri Afgönum en ella.” Það er ekki nóg. Það er ekki nóg að það komi til greina. Fleiri en ella er ekki nóg. Íslenskum stjórnvöldum ber að standa með Afgönum á þessari neyðarstundu, að forgangsraða Afgönum og málefnum kvenna í utanríkisstefnu sinni, að gera allt sem í krafti þeirra stendur að hjálpa fólki í neyð. Við getum ekki beðið og fylgst með fleira fólki sem barist hefur fyrir sínum réttindum og réttindum kvenna, að bíða eftir því að vera myrt. Mæli með að lesa þráðinn hennar Brynju hér. Höfundur er stjórnmálafræðingur og feminista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Afganistan Hernaður Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Ákall til íslenskra stjórnvalda. Fyrir þremur vikum var ég stödd á ráðstefnu í Munchen. Á ráðstefnunni tók til máls ung kona, tveimur árum eldri en ég, Zarifa Ghafari, fyrsti kvenkyns borgarstjóri Afghanistan. Hún er borgarstjóri Maydan í Wardak-héraði. Hún hefur barist fyrir auknu lýræði, mannréttindum og réttindum kvenna. Hún stofnaði einnig “Afghan Women Development and Help Foundation” sem hefur starfað í þágu afganskra kvenna. Hún hefur þurft að þola morðhótanir og áreiti, hún var þolandi skotárásar í mars á síðasta ári, og núna bíður hún eftir því að hún verði myrt af Talibönum. Hún bíður eftir því að vera myrt. Ung kona sem hefur helgað lífi sínu að berjast fyrir réttindum kvenna, bíður eftir því að vera myrt. Við á Íslandi stærum okkur af því að Ísland sé eitt feminískasta land í heimi, að Ísland hafi verið númer eitt hvað varðar kvenréttindi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu. En hvað þýðir sá feminísmi ef við berjumst ekki í þágu kvenna um allan heim? Málað hefur verið yfir búðarglugga með myndum af konum, konur fela skilríki og diplómur vegna þess að þær vita að þeim verður refsað fyrir það, stúlkur verða sendar nauðugar í „hjónaband” - lífstíð af nauðgun og þrælkun. Ég vitna í Brynju Huld Óskarsdóttir og Twitter-þráð hennar um ástandið í Afghanistan: “Þegar ég starfaði í Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar var mikil áhersla á að auka hlut kvenna, koma sjónarmiðum kvenna á framfæri og vinna samkvæmt SÞ ályktun 1325, um konur frið og öryggi. Í dag eru það þessar konur sem ég er hræddust um.” Brynja bendir einnig á það að “jafnrétti kynjanna, útrýming á kynbundnu ofbeldi, heilsa og menntun kvenna og stúlkna, efnahagsleg valdefling kvenna” sé helsta áhersla Íslands í utanríkismálum. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur eftir sér að til greina komi að “taka við fleiri Afgönum en ella.” Það er ekki nóg. Það er ekki nóg að það komi til greina. Fleiri en ella er ekki nóg. Íslenskum stjórnvöldum ber að standa með Afgönum á þessari neyðarstundu, að forgangsraða Afgönum og málefnum kvenna í utanríkisstefnu sinni, að gera allt sem í krafti þeirra stendur að hjálpa fólki í neyð. Við getum ekki beðið og fylgst með fleira fólki sem barist hefur fyrir sínum réttindum og réttindum kvenna, að bíða eftir því að vera myrt. Mæli með að lesa þráðinn hennar Brynju hér. Höfundur er stjórnmálafræðingur og feminista.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun