Sigur á Dönum í kvöld færir liðinu sæti í undankeppninni og um leið leiki í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 15:01 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu á móti Svartfjallalandi í gær. fiba.basketball Íslenska körfuboltalandsliðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í undankeppni HM í körfubolta á móti Svartfjallalandi í gær en strákarnir okkar fá annað tækifæri í kvöld. Íslenska liðið tapaði fyrir heimamönnum á flautukörfu eftir að hafa misst niður forystuna í lokin. Íslenska liðið hefur verið að spila vel í síðustu tveimur leikum og þarf nú að klára dæmið til að tryggja sér fleiri leiki í vetur. Ísland mætir Danmörku í kvöld í síðasta leik sínum í FIBA bubblunni í Svartfjallalandi og það er orðið ljóst að íslenska liðið þarf að vinna leikinn til að vera öruggt með sæti í undankeppni HM 2023. Tvö af þremur liðum í þessum riðli í forkeppninni komast áfram í undankeppnina sem hefst í haust en þar koma inn liðin sem komust í úrslitakeppni Eurobasket. Íslensku strákarnir áttu frábæran leik í fyrri leiknum á móti Dönum sem vannst með 21 stigi, 91-70, þar sem Elvar Már Friðriksson skoraði meðal annars 30 stig og gaf 5 stoðsendingar. Tapist leikurinn í kvöld með tuttugu stigum eða minna er enn smá von um annað sætið en þá þarf Svartfjallaland að vinna Danmörku í lokaleiknum annað kvöld. Svartfellingar hefðu þá samt að engu að keppa í þeim leik en Danir kæmust áfram með sigri. Íslenska landsliðið er í raun að spila upp á það að fá landsleiki í vetur en lendi liðið í þriðja sætinu í sínum riðli í forkeppninni þá verða engir FIBA leikir hjá liðinu í keppni næstu misserin. Næsta Evrópukeppni er ekki ekki fyrr en árið 2025 og undankeppni hennar hefst ekki nærri því strax. Takist íslenska liðinu aftur á móti að klára dæmið og tryggja sér sæti í undankeppni HM 2023 þá tekur við nýr riðill með fjórum þjóðum þar sem allir spila við alla en dregið verður í riðla í lok mánaðarins. 32 bestu þjóðir Evrópu fá að keppa í undankeppninni. Körfubolti Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Íslenska liðið tapaði fyrir heimamönnum á flautukörfu eftir að hafa misst niður forystuna í lokin. Íslenska liðið hefur verið að spila vel í síðustu tveimur leikum og þarf nú að klára dæmið til að tryggja sér fleiri leiki í vetur. Ísland mætir Danmörku í kvöld í síðasta leik sínum í FIBA bubblunni í Svartfjallalandi og það er orðið ljóst að íslenska liðið þarf að vinna leikinn til að vera öruggt með sæti í undankeppni HM 2023. Tvö af þremur liðum í þessum riðli í forkeppninni komast áfram í undankeppnina sem hefst í haust en þar koma inn liðin sem komust í úrslitakeppni Eurobasket. Íslensku strákarnir áttu frábæran leik í fyrri leiknum á móti Dönum sem vannst með 21 stigi, 91-70, þar sem Elvar Már Friðriksson skoraði meðal annars 30 stig og gaf 5 stoðsendingar. Tapist leikurinn í kvöld með tuttugu stigum eða minna er enn smá von um annað sætið en þá þarf Svartfjallaland að vinna Danmörku í lokaleiknum annað kvöld. Svartfellingar hefðu þá samt að engu að keppa í þeim leik en Danir kæmust áfram með sigri. Íslenska landsliðið er í raun að spila upp á það að fá landsleiki í vetur en lendi liðið í þriðja sætinu í sínum riðli í forkeppninni þá verða engir FIBA leikir hjá liðinu í keppni næstu misserin. Næsta Evrópukeppni er ekki ekki fyrr en árið 2025 og undankeppni hennar hefst ekki nærri því strax. Takist íslenska liðinu aftur á móti að klára dæmið og tryggja sér sæti í undankeppni HM 2023 þá tekur við nýr riðill með fjórum þjóðum þar sem allir spila við alla en dregið verður í riðla í lok mánaðarins. 32 bestu þjóðir Evrópu fá að keppa í undankeppninni.
Körfubolti Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira