Popovich sendi gagnrýnendum tóninn: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 17:01 Gregg Popovich stýrði liði sínu til sigurs á Ólympíuleikunum. Gregory Shamus/Getty Images Eftir óvænt töp í aðdraganda Ólympíuleikanna sem og fyrsta leik á leikunum sjálfum var umræðan í kringum bandaríska landsliðið í körfubolta ekki jákvæð. Gregg Popovich, þjálfari liðsins, sendi spekingum tóninn í ræðu sem hann hélt inn í klefa eftir að Bandaríkin höfðu tryggt sér gullið. Bandaríska landsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana skelfilega. Töp gegn Nígeríu og Ástralíu sendu samfélagsmiðla á hliðina. Bandaríska liðið var ekki klárt, stjörnur NBA-deildarinnar eiga erfitt þegar það eru ekki NBA-dómarar að dæma og þar fram eftir götunum. Þessi umræða varð enn hærri er Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi í fyrsta leik Ólympíuleikanna sem fram fóru í Tókýó í Japan að þessu sinni. Eftir tapið gegn Frökkum fór bandaríska liðið hins vegar á flug og hefndi fyrir tapið er liðin mættust á nýjan leik í úrslitum, lokatölur 87-82 Bandaríkjunum í vil og gullið því þeirra fjórðu leikana í röð. JaVale McGee, leikmaður Phoenix Suns og bandaríska landsliðsins, heldur úti Youtube-rás og tók saman myndband sem sýndi allt það helsta frá leikunum. Þar á meðal var ræðan sem Popovich hélt eftir að gullið var komið í hús. Gregg Popovich Gold Medal Speech: pic.twitter.com/ulpxpYPznJ— Noah Magaro-George (@N_Magaro) August 16, 2021 „Það er heiður að tala við hóp af Ólympíumeisturum. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með ykkur öllum, með starfsliðinu, við höfum farið í gegnum mikið saman. Eftir allar þær hindranir sem þið hafið farið í gegnum, hugrekki ykkar og þrautsegja skein í gegn.“ „Í upphafi var fólk að spyrja af hverju hinn og þessi væru í liðinu. Það spurði af hverju fór hann ekki með, hvar er þessi, þú hefðir átt að taka þennan með. Allir þessir sérfræðingar, fólk sem heldur að það viti eitthvað.“ „Síðan byrjum við á því að vera flengdir í fyrsta leik eftir að hafa aðeins tekið nokkrar æfingar saman, þá kom gagnrýnin upp á nýjan leik.“ „Þið fóruð í gegnum þetta allt. Það er ástæðan fyrir því að ég er stoltur að vera hluti af þessari heild. Þetta er besta tilfinning sem ég hef fengið á körfuboltaferlinum“ sagði hinn 72 ára gamli Popovic og röddin var við það bresta. „Ég vill því bara segja við allt fólkið þarna úti: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna?“ Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Sjá meira
Bandaríska landsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana skelfilega. Töp gegn Nígeríu og Ástralíu sendu samfélagsmiðla á hliðina. Bandaríska liðið var ekki klárt, stjörnur NBA-deildarinnar eiga erfitt þegar það eru ekki NBA-dómarar að dæma og þar fram eftir götunum. Þessi umræða varð enn hærri er Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi í fyrsta leik Ólympíuleikanna sem fram fóru í Tókýó í Japan að þessu sinni. Eftir tapið gegn Frökkum fór bandaríska liðið hins vegar á flug og hefndi fyrir tapið er liðin mættust á nýjan leik í úrslitum, lokatölur 87-82 Bandaríkjunum í vil og gullið því þeirra fjórðu leikana í röð. JaVale McGee, leikmaður Phoenix Suns og bandaríska landsliðsins, heldur úti Youtube-rás og tók saman myndband sem sýndi allt það helsta frá leikunum. Þar á meðal var ræðan sem Popovich hélt eftir að gullið var komið í hús. Gregg Popovich Gold Medal Speech: pic.twitter.com/ulpxpYPznJ— Noah Magaro-George (@N_Magaro) August 16, 2021 „Það er heiður að tala við hóp af Ólympíumeisturum. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með ykkur öllum, með starfsliðinu, við höfum farið í gegnum mikið saman. Eftir allar þær hindranir sem þið hafið farið í gegnum, hugrekki ykkar og þrautsegja skein í gegn.“ „Í upphafi var fólk að spyrja af hverju hinn og þessi væru í liðinu. Það spurði af hverju fór hann ekki með, hvar er þessi, þú hefðir átt að taka þennan með. Allir þessir sérfræðingar, fólk sem heldur að það viti eitthvað.“ „Síðan byrjum við á því að vera flengdir í fyrsta leik eftir að hafa aðeins tekið nokkrar æfingar saman, þá kom gagnrýnin upp á nýjan leik.“ „Þið fóruð í gegnum þetta allt. Það er ástæðan fyrir því að ég er stoltur að vera hluti af þessari heild. Þetta er besta tilfinning sem ég hef fengið á körfuboltaferlinum“ sagði hinn 72 ára gamli Popovic og röddin var við það bresta. „Ég vill því bara segja við allt fólkið þarna úti: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna?“
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Sjá meira
Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31