Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Kjartan Ásmundsson skrifar 17. ágúst 2021 13:31 Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. Ljóst er að árangur Íslands á Ólympíuleikunum í Japan hefur ekki haldist í réttu hlutfalli við ríkisframlagið til málaflokksins sem hefur margfaldast á liðnum árum. Einir leikar segja okkur þó litla sögu en mögulega eru þó einhver teikn á lofti um endurskoðun á stöðu afreksíþrótta. Í ljósi umræðunnar í sjónvarpssal langar mig til að benda sérstaklega á svokallaða afreksíþróttamiðstöð sem er að mínu mati grunnforsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að. Allt frá árinu 2007 hefur m.a. ÍBR hvatt til þess að stofnuð verði slík miðstöð í anda þess sem við þekkjum t.d. í Danmörku og Noregi. Á þingi ÍSÍ fyrir 10 árum, 2011 og reyndar einnig 2013, var samþykkt að setja málið á dagskrá. Vinnuhópur var stofnaður, en starfsfólk ÍBR og ÍSÍ fékk það hlutverk að leiða vinnuna. Það samstarf gekk í alla staði mjög vel. Í byrjun var ákveðið að meginhlutverk slíkrar miðstöðvar, svona fyrst um sinn, yrði bæði að mæla afkastagetu besta íþróttafólksins okkar og að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál (þó með áherslu á að klára fyrst fyrri þáttinn). Sérsamböndin lögðu ríka áherslu á þætti eins og betra aðgengi að sérfræðingum, og sérstaklega læknum svo og almennt meiri fagþekkingu gagnvart afreksstarfi. Hannað var forrit (app) sem hélt utan um upplýsingarnar fyrir sérhvern notanda og hann einn gæti svo komið þeim upplýsingum á framfæri til þjálfara og annarra. Ekki var ákveðið á þessum tíma að ganga eins langt eins og til dæmis Danir með „Team Denmark”. Þar er búið að stofna nokkurs konar samfélag afreksfólksins, bæði yngri og efnilegri og svo einnig þeirra allra bestu. Þar tengir íþróttafólkið sig við þá ímynd sem „Team Denmark” stendur fyrir, almenningur og stuðningsaðilar flykkja sér á bak við þá hugmyndafræði. Reynsla Dana er sú að fyrirtækjamarkaðurinn hefur stutt dyggilega við verkefnið enda tengja allir Danir við TEAM DENMARK, eins og menn skynja vel nú þegar verið er að uppskera ríkulega á Ólympíuleikunum í Tokyo. Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefurlanga reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta. Undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Tokyo lauk þannig aðaðeins einn Íslendingar vann sér rétt til að taka þátt í leikunum, en aðrir þátttakendur voru þar boðsgestir. Líkur eru á að þessi litla þátttaka okkar eigi eftir að minnka enn frekar áður en hún eykst á ný, ef ekkert er að gert. Því er mikilvægt að íþróttasamfélagið taki á öllu sínu til að stórefla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk strax á þessu ári með það aðmarkmiði að bæta umtalsvert stöðu Íslands fyrir Ólympíuleikana í París. Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála. Er ekki kominn tíminn á að láta verkin tala? Ég vil sjá aðgerðir svo það náist loksins að styðja og styrkja afreksíþróttafólkið okkar eins og það á skilið. Höfundur er markaðs,- og þróunarstjóri ÍBR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. Ljóst er að árangur Íslands á Ólympíuleikunum í Japan hefur ekki haldist í réttu hlutfalli við ríkisframlagið til málaflokksins sem hefur margfaldast á liðnum árum. Einir leikar segja okkur þó litla sögu en mögulega eru þó einhver teikn á lofti um endurskoðun á stöðu afreksíþrótta. Í ljósi umræðunnar í sjónvarpssal langar mig til að benda sérstaklega á svokallaða afreksíþróttamiðstöð sem er að mínu mati grunnforsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að. Allt frá árinu 2007 hefur m.a. ÍBR hvatt til þess að stofnuð verði slík miðstöð í anda þess sem við þekkjum t.d. í Danmörku og Noregi. Á þingi ÍSÍ fyrir 10 árum, 2011 og reyndar einnig 2013, var samþykkt að setja málið á dagskrá. Vinnuhópur var stofnaður, en starfsfólk ÍBR og ÍSÍ fékk það hlutverk að leiða vinnuna. Það samstarf gekk í alla staði mjög vel. Í byrjun var ákveðið að meginhlutverk slíkrar miðstöðvar, svona fyrst um sinn, yrði bæði að mæla afkastagetu besta íþróttafólksins okkar og að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál (þó með áherslu á að klára fyrst fyrri þáttinn). Sérsamböndin lögðu ríka áherslu á þætti eins og betra aðgengi að sérfræðingum, og sérstaklega læknum svo og almennt meiri fagþekkingu gagnvart afreksstarfi. Hannað var forrit (app) sem hélt utan um upplýsingarnar fyrir sérhvern notanda og hann einn gæti svo komið þeim upplýsingum á framfæri til þjálfara og annarra. Ekki var ákveðið á þessum tíma að ganga eins langt eins og til dæmis Danir með „Team Denmark”. Þar er búið að stofna nokkurs konar samfélag afreksfólksins, bæði yngri og efnilegri og svo einnig þeirra allra bestu. Þar tengir íþróttafólkið sig við þá ímynd sem „Team Denmark” stendur fyrir, almenningur og stuðningsaðilar flykkja sér á bak við þá hugmyndafræði. Reynsla Dana er sú að fyrirtækjamarkaðurinn hefur stutt dyggilega við verkefnið enda tengja allir Danir við TEAM DENMARK, eins og menn skynja vel nú þegar verið er að uppskera ríkulega á Ólympíuleikunum í Tokyo. Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefurlanga reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta. Undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Tokyo lauk þannig aðaðeins einn Íslendingar vann sér rétt til að taka þátt í leikunum, en aðrir þátttakendur voru þar boðsgestir. Líkur eru á að þessi litla þátttaka okkar eigi eftir að minnka enn frekar áður en hún eykst á ný, ef ekkert er að gert. Því er mikilvægt að íþróttasamfélagið taki á öllu sínu til að stórefla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk strax á þessu ári með það aðmarkmiði að bæta umtalsvert stöðu Íslands fyrir Ólympíuleikana í París. Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála. Er ekki kominn tíminn á að láta verkin tala? Ég vil sjá aðgerðir svo það náist loksins að styðja og styrkja afreksíþróttafólkið okkar eins og það á skilið. Höfundur er markaðs,- og þróunarstjóri ÍBR.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar