Hefjast handa við að stækka flugvöllinn um tuttugu þúsund fermetra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:38 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Vísir/Arnar Halldórsson Um tuttugu þúsund fermetra stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hófst formlega í gær. Um er að ræða ríflega tuttugu milljarða króna framkvæmd, sem er sú stærsta sem Isavia hefur ráðist í. Um er að ræða viðbyggingu til austurs sem mun hýsa nýjan komusal og bæta við fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm, en landgöngubrúm fjölgar þá úr þrettán í sautján. Mannvirkið verður rétt rúmlega tuttugu þúsund fermetrar í heildina, sem jafngildir þremur fótboltavöllum ef allar hæðir eru teknar með. Áætlaður kostnaður er ríflega 21 milljarður króna. „Mannvirkið hér verður þrjár hæðir og á fyrstu hæðinni verður farangursmóttaka fyrir farþega þegar þeir koma til landsins þegar þeir sækja farangurinn, sem næstum því þrefaldast í stærð. Á annarri hæðinni verða fjögur ný hlið og nýtt veitingasvæði fyrir farþega þegar þeir fara úr landi og á þriðju hæðinni erum við að undirbúa framtíðarstækkun til austurs og þar verða landamærin þegar fram líða stundir,“segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Ákveðin tímamót urðu laust fyrir klukkan nítján í gærkvöld þegar fyrsta sprengingin var framkvæmd, enda hefur undirbúningsvinna staðið yfir í nokkur ár. Í öryggisskyni var hluti flugvallarins rýmdur á meðan en ekki er búist við að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á almenna starfsemi flugvallarins. „Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við sáum það árin 2018 og 2019 að það var orðin þörf á að stækka flugvöllinn og lögðum fram í þróunaráætlun 2015 mjög umfangsmiklar stækkanir. Við teljum að það hafi sýnt sig að það er þörf á að stækka Keflavíkurflugvöll,“útskýrir Guðmundur. Hann segir að framkvæmdin sé sú stærsta Isavia hafi ráðist í, og að þetta sé fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar. Fyrirhuguð verklok eru árið 2024. „Við höfum lagt fram áætlanir þar sem viðgetum haldið áfram aðbyggja í framhaldi af þessu mannvirki ef það verður næstu átta til tíu árin. Ef það verður eftirspurn á markaði eftir að það heldur áfram að stækka og bætum þjónustu og afkastagetu flugvallarins.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Um er að ræða viðbyggingu til austurs sem mun hýsa nýjan komusal og bæta við fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm, en landgöngubrúm fjölgar þá úr þrettán í sautján. Mannvirkið verður rétt rúmlega tuttugu þúsund fermetrar í heildina, sem jafngildir þremur fótboltavöllum ef allar hæðir eru teknar með. Áætlaður kostnaður er ríflega 21 milljarður króna. „Mannvirkið hér verður þrjár hæðir og á fyrstu hæðinni verður farangursmóttaka fyrir farþega þegar þeir koma til landsins þegar þeir sækja farangurinn, sem næstum því þrefaldast í stærð. Á annarri hæðinni verða fjögur ný hlið og nýtt veitingasvæði fyrir farþega þegar þeir fara úr landi og á þriðju hæðinni erum við að undirbúa framtíðarstækkun til austurs og þar verða landamærin þegar fram líða stundir,“segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Ákveðin tímamót urðu laust fyrir klukkan nítján í gærkvöld þegar fyrsta sprengingin var framkvæmd, enda hefur undirbúningsvinna staðið yfir í nokkur ár. Í öryggisskyni var hluti flugvallarins rýmdur á meðan en ekki er búist við að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á almenna starfsemi flugvallarins. „Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við sáum það árin 2018 og 2019 að það var orðin þörf á að stækka flugvöllinn og lögðum fram í þróunaráætlun 2015 mjög umfangsmiklar stækkanir. Við teljum að það hafi sýnt sig að það er þörf á að stækka Keflavíkurflugvöll,“útskýrir Guðmundur. Hann segir að framkvæmdin sé sú stærsta Isavia hafi ráðist í, og að þetta sé fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar. Fyrirhuguð verklok eru árið 2024. „Við höfum lagt fram áætlanir þar sem viðgetum haldið áfram aðbyggja í framhaldi af þessu mannvirki ef það verður næstu átta til tíu árin. Ef það verður eftirspurn á markaði eftir að það heldur áfram að stækka og bætum þjónustu og afkastagetu flugvallarins.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira