Andri Hjörvar: Við viljum vera ofar í töflunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2021 21:12 Andri Hjörvar var virkilega sáttur með þrjú stig í kvöld. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var eðlilega sáttur við stigin þrjú gegn Tindastól í kvöld. Bæði lið þurftu nausynlega á sigri að halda í botnbaráttunni og Andri segist vera mjög sáttur við spilamennsku liðsins. „Frábær tilfinning. Við erum búinn að bíða eftir þessum þremur stigum á heimavelli mjög lengi og tilfinningin er bara æðisleg. Við erum mjög sátt,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Tindastóll í dag en þetta var fyrsti sigurleikur Þór/KA á heimavelli á tímabilinu. „Mér fannst við gera þetta mjög vel. Það var mikill orka í stelpunum og þær náðu að pressa mjög vel. Neyddu Tindastóls stelpurnar í langa bolta og ekki endilega gott spil hjá þeim. Svo fer þetta í svona hálfgert jojo. Við missum aðeins taktinn en út í gegn er ég bara mjög sáttur við framlagið og spilamennskuna í dag.“ Bæði lið eru í neðri hlutanum í deildinni og þurftu nauðsynlega á sigri á halda upp á framhaldið. „Það þurfti ekkert að peppa þær mikið. Sex stiga leikir eru mikill áskorun fyrir bæði lið en þær voru bara tilbúnar í slaginn og ég held að það hafi bara sést í dag að þær lögðu sig 150% fram og við uppskárum þrjú stig.“ Þór/KA fer upp í 6. sætið með 18 stig eftir leiki dagsins. „Við megum ekkert slaka á. Það eru þrír erfiðir leikir eftir og við verðum að gjöra svo vel og ná í punkta þar til að geta verið sáttar. Við lögðum upp með það í byrjun tímabils að vera ofarlega í töflunni og það er ennþá hægt. Við bara reynum að safna eins mörgum þremur punktum og við getum í þessum þremur leikjum.“ Framlína Þór/KA var kröftug í dag og mikill hraði sem einkenndi sóknarmenn Þór/KA. „Þær hafa komið mjög vel inn í þetta. Colleen hefur náttúrulega verið með okkur frá byrjun og er alltaf að bæta sig. Hún er að komast betur inn í leikinn, hörku dugleg og hleypur endalaust. Shaina er frábær í sínu upp á topp, hún kann alveg leikinn og getur gert ýmislegt til að hjálpa okkur.“ Eins og vill oft verða þegar líður á tímabilið á Íslandi þá fara leikmenn út í nám. Þrír leikmenn Þór/KA eru farnar út í nám og Jakobína með slitið krossband. „Það eru stelpur farnar út í nám og Jakobína Hjörvarsdóttir sleit krossbönd nú á dögunum og verður frá. Svo er tognun hér og þar en þessu má alveg við búast. Við verðum bara að vera tilbúnar til að díla við það. Við vorum með ungan bekk í dag og kannski verður það þannig það sem eftir lifir móts en við erum ekkert að brotna fyrir það.“ Næsta verkefni Þór/KA er Þróttur R. á útivelli. „Mér líst mjög vel á það. Ég get viðurkennt að ég hef beðið eftir Þróttara leiknum mjög lengi. Við spiluðum við þær hér heima og töpuðum 1-3 og eigum harmi að herma eftir þann leik. Við hlökkum til að fara suður og í þetta stríð.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Sjá meira
„Frábær tilfinning. Við erum búinn að bíða eftir þessum þremur stigum á heimavelli mjög lengi og tilfinningin er bara æðisleg. Við erum mjög sátt,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Tindastóll í dag en þetta var fyrsti sigurleikur Þór/KA á heimavelli á tímabilinu. „Mér fannst við gera þetta mjög vel. Það var mikill orka í stelpunum og þær náðu að pressa mjög vel. Neyddu Tindastóls stelpurnar í langa bolta og ekki endilega gott spil hjá þeim. Svo fer þetta í svona hálfgert jojo. Við missum aðeins taktinn en út í gegn er ég bara mjög sáttur við framlagið og spilamennskuna í dag.“ Bæði lið eru í neðri hlutanum í deildinni og þurftu nauðsynlega á sigri á halda upp á framhaldið. „Það þurfti ekkert að peppa þær mikið. Sex stiga leikir eru mikill áskorun fyrir bæði lið en þær voru bara tilbúnar í slaginn og ég held að það hafi bara sést í dag að þær lögðu sig 150% fram og við uppskárum þrjú stig.“ Þór/KA fer upp í 6. sætið með 18 stig eftir leiki dagsins. „Við megum ekkert slaka á. Það eru þrír erfiðir leikir eftir og við verðum að gjöra svo vel og ná í punkta þar til að geta verið sáttar. Við lögðum upp með það í byrjun tímabils að vera ofarlega í töflunni og það er ennþá hægt. Við bara reynum að safna eins mörgum þremur punktum og við getum í þessum þremur leikjum.“ Framlína Þór/KA var kröftug í dag og mikill hraði sem einkenndi sóknarmenn Þór/KA. „Þær hafa komið mjög vel inn í þetta. Colleen hefur náttúrulega verið með okkur frá byrjun og er alltaf að bæta sig. Hún er að komast betur inn í leikinn, hörku dugleg og hleypur endalaust. Shaina er frábær í sínu upp á topp, hún kann alveg leikinn og getur gert ýmislegt til að hjálpa okkur.“ Eins og vill oft verða þegar líður á tímabilið á Íslandi þá fara leikmenn út í nám. Þrír leikmenn Þór/KA eru farnar út í nám og Jakobína með slitið krossband. „Það eru stelpur farnar út í nám og Jakobína Hjörvarsdóttir sleit krossbönd nú á dögunum og verður frá. Svo er tognun hér og þar en þessu má alveg við búast. Við verðum bara að vera tilbúnar til að díla við það. Við vorum með ungan bekk í dag og kannski verður það þannig það sem eftir lifir móts en við erum ekkert að brotna fyrir það.“ Næsta verkefni Þór/KA er Þróttur R. á útivelli. „Mér líst mjög vel á það. Ég get viðurkennt að ég hef beðið eftir Þróttara leiknum mjög lengi. Við spiluðum við þær hér heima og töpuðum 1-3 og eigum harmi að herma eftir þann leik. Við hlökkum til að fara suður og í þetta stríð.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Sjá meira