Ég á vin... María Rut Kristinsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11. Ég fer því vandræðalega oft í búðina til þess að sækja mér eitthvað að snarla og á þessum árum höfum við orðið vinir. Spjallað um daginn og veginn og kynnst. Á laugardaginn sendi Sayed mér skilaboð. Heimabærinn hans, þar sem fjölskyldan hans býr hafði fallið og hann sat heima hjá sér, dauðhræddur um ástandið í heimalandinu sínu. Hann sagði mér þá að Talíbanar hefðu gefið það út að öll heimili með stúlkum á aldrinum 12-20 ára ættu að setja flagg á húsið sitt svo þeir gætu sótt þær og gift þær. Ef íbúar hlýddu ekki og þeir kæmust að því, þá yrðu þau drepin og allar eigur þeirra teknar. Í fjölskyldu Sayed eru þrjár stelpur á þessum aldri, tvær frænkur og svo systir hans sem reyndar var skotin þrisvar í fótinn fyrir fáeinum árum. Allt vegna þess að fjölskyldan hans hefur verið mjög pólitísk og hávær í andstöðu sinni við Talíbana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að standa frammi fyrir þessu, algjörlega varnarlaus. Eða nei. Við getum það reyndar ekki. Ekkert okkar getur sett okkur í þessi spor. Hins vegar getum við hjálpað. Pólitísk ákvörðun Yfirtaka Talíbana á Afganistan er reiðaslag fyrir jaðarsetta hópa, konur, hinseginfólk og aðra minnihlutahópa. En líka fyrir þá sem ekki hafa stutt við þá öfga sem Talíbanar boða. Pólitískt og í aktívisma. Fólk er í lífshættu og þó svo að vestrænir fjölmiðlar fjalli um að Talíbanar hafi lofað að gera betur og vera mannúðlegri. Þá er það ekkert annað en yfirskyn. Fókusinn er á Kabúl. Þeir leika góða kallinn þar. Á sama tíma eru þeir í heimabæ Sayeds að ræna ungum stúlkum frá fjölskyldum sínum. Þar sem kastljós vestrænna fjölmiðla skín ekki svo skært. En þetta veit Sayed því hann þekkir sitt svæði og talar við sína fjölskyldu. Það er pólitísk ákvörðun að vernda þessa hópa. Hér á Íslandi er nægt pláss og við getum gert miklu betur þegar það kemur að því að taka á móti fólki í neyð. Útlendingastefna núverandi stjórnvalda hefur því miður ekkert breyst á síðastliðnu kjörtímabili. Við búum við mjög þröngt regluverk og ómannúðlega nálgun í þeim málefnum. Því miður. Og það er líka pólitísk ákvörðun dómsmálaráðherra að hrófla ekkert við því. En kvótaflóttafólkskerfið er mun opnara. Þá taka íslensk stjórnvöld ákvörðun um að veita fólki hæli án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka þá pólitísku ákvörðun að veita Afgönskum fjölskyldum sem eiga í hættu á ofsóknum vegna jaðarsetningar í samfélaginu vernd frá þeim hörmunum sem eiga sér stað í heimalandi þeirra. Sá bolti liggur hjá Ásmundi Einari, félagsmálaráðherra. En munið – það er líka pólitísk ákvörðun að gera ekki neitt. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir áskorunina hans Sayed sem þrýstir á íslensk stjórnvöld að aðhafast en hana má finna hér. Svo hvet ég ykkur til að kjósa flokka sem hafa mannúðlega nálgun í forgrunni í þessum mikilvæga málaflokki. Þá fyrst breytist kerfið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11. Ég fer því vandræðalega oft í búðina til þess að sækja mér eitthvað að snarla og á þessum árum höfum við orðið vinir. Spjallað um daginn og veginn og kynnst. Á laugardaginn sendi Sayed mér skilaboð. Heimabærinn hans, þar sem fjölskyldan hans býr hafði fallið og hann sat heima hjá sér, dauðhræddur um ástandið í heimalandinu sínu. Hann sagði mér þá að Talíbanar hefðu gefið það út að öll heimili með stúlkum á aldrinum 12-20 ára ættu að setja flagg á húsið sitt svo þeir gætu sótt þær og gift þær. Ef íbúar hlýddu ekki og þeir kæmust að því, þá yrðu þau drepin og allar eigur þeirra teknar. Í fjölskyldu Sayed eru þrjár stelpur á þessum aldri, tvær frænkur og svo systir hans sem reyndar var skotin þrisvar í fótinn fyrir fáeinum árum. Allt vegna þess að fjölskyldan hans hefur verið mjög pólitísk og hávær í andstöðu sinni við Talíbana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að standa frammi fyrir þessu, algjörlega varnarlaus. Eða nei. Við getum það reyndar ekki. Ekkert okkar getur sett okkur í þessi spor. Hins vegar getum við hjálpað. Pólitísk ákvörðun Yfirtaka Talíbana á Afganistan er reiðaslag fyrir jaðarsetta hópa, konur, hinseginfólk og aðra minnihlutahópa. En líka fyrir þá sem ekki hafa stutt við þá öfga sem Talíbanar boða. Pólitískt og í aktívisma. Fólk er í lífshættu og þó svo að vestrænir fjölmiðlar fjalli um að Talíbanar hafi lofað að gera betur og vera mannúðlegri. Þá er það ekkert annað en yfirskyn. Fókusinn er á Kabúl. Þeir leika góða kallinn þar. Á sama tíma eru þeir í heimabæ Sayeds að ræna ungum stúlkum frá fjölskyldum sínum. Þar sem kastljós vestrænna fjölmiðla skín ekki svo skært. En þetta veit Sayed því hann þekkir sitt svæði og talar við sína fjölskyldu. Það er pólitísk ákvörðun að vernda þessa hópa. Hér á Íslandi er nægt pláss og við getum gert miklu betur þegar það kemur að því að taka á móti fólki í neyð. Útlendingastefna núverandi stjórnvalda hefur því miður ekkert breyst á síðastliðnu kjörtímabili. Við búum við mjög þröngt regluverk og ómannúðlega nálgun í þeim málefnum. Því miður. Og það er líka pólitísk ákvörðun dómsmálaráðherra að hrófla ekkert við því. En kvótaflóttafólkskerfið er mun opnara. Þá taka íslensk stjórnvöld ákvörðun um að veita fólki hæli án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka þá pólitísku ákvörðun að veita Afgönskum fjölskyldum sem eiga í hættu á ofsóknum vegna jaðarsetningar í samfélaginu vernd frá þeim hörmunum sem eiga sér stað í heimalandi þeirra. Sá bolti liggur hjá Ásmundi Einari, félagsmálaráðherra. En munið – það er líka pólitísk ákvörðun að gera ekki neitt. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir áskorunina hans Sayed sem þrýstir á íslensk stjórnvöld að aðhafast en hana má finna hér. Svo hvet ég ykkur til að kjósa flokka sem hafa mannúðlega nálgun í forgrunni í þessum mikilvæga málaflokki. Þá fyrst breytist kerfið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun