Leikmaður Bayern sendi „hugrakkasta íþróttaliði heims“ hvatningu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2021 14:30 Alphonso Davies varði fyrstu árum ævinnar í flóttamannabúðum. Hann heldur svo sannarlega með þeim Ibrahim Al Hussein, Shahrad Nasajpour og Alia Issa, sem sjá má á myndinni til vinstri ásamt starfsmanni flóttamannaliðsins, á leikunum í Tókýó. Getty/Christopher Jue og Tom Weller Knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, hefur sent liði flóttamanna hvatningarbréf fyrir keppni þess á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hann segir um að ræða hugrakkasta íþróttalið heims. Davies, sem er tvítugur, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og varði þar fyrstu fimm árum ævinnar áður en fjölskylda hans gat komið sér fyrir í Kanada. Þessi eldfljóti bakvörður er aðalstjarna kanadíska landsliðsins. Davies er einn af sendiherrum hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, UNHCR, og hefur sent þeim fötluðu flóttamönnum sem nú eru að hefja keppni í Tókýó bréf. Hann sagði heimsbyggðina standa með þeim; „Þar á meðal 82 milljónir flóttamanna, þar af 12 milljónir sem lifa við fötlun.“ „Það skilja ekki allir hvað þið hafið gengið í gegnum. En ég geri það og það er mikilvægur hluti af því hver ég er í dag,“ skrifaði Davies til íþróttamannanna í liði flóttamanna. My message for the world s most courageous sports team. #RefugeeParalympicTeam @Paralympics @Refugees https://t.co/BKXnUzq75j pic.twitter.com/AJ26JtpSSf— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) August 23, 2021 „Ég hef lesið ykkar sögur og kynnt mér hvað þið hafið gengið í gegnum. Þið eruð hugrakkasta íþróttalið heimsins í dag,“ skrifaði Davies meðal annars, og einnig: „Þið hafið fundið leið til þess að ekki bara æfa íþróttir heldur standa ykkur á hæsta stigi þeirra. Öll þessi ár þar sem ykkur dreymdi um stóra sviðið, allar þessar hrikalega erfiðu æfingar í ræktinni, þessi þrotlausa vinna og einbeitti vilji, hafa skilað ykkur hingað; á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó.“ Sundmaðurinn Abbas Karimi er einn af sex fulltrúum flóttamanna í Tókýó.Getty/Stacy Revere Leikarnir verða settir á morgun og standa yfir til 5. september. Þar keppa 4.400 íþróttamenn, þar af sex úr liði flóttamanna. Þetta eru Parfait Hakizimana sem fæddist í Búrúndí og keppir í taekwondo, kanóræðarinn Anas Al Khalifa og sundmaðurinn Ibrahim Al Hussein sem fæddust bæði í Sýrlandi, kylfukastarinn Alia Issa sem hefur verið flóttamaður í Grikklandi alla ævi, kringlukastarinn Shahrad Nasajpour sem fæddist í Íran, og sundmaðurinn Abbas Karimi sem fæddist í Afganistan. Flóttamenn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Davies, sem er tvítugur, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og varði þar fyrstu fimm árum ævinnar áður en fjölskylda hans gat komið sér fyrir í Kanada. Þessi eldfljóti bakvörður er aðalstjarna kanadíska landsliðsins. Davies er einn af sendiherrum hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, UNHCR, og hefur sent þeim fötluðu flóttamönnum sem nú eru að hefja keppni í Tókýó bréf. Hann sagði heimsbyggðina standa með þeim; „Þar á meðal 82 milljónir flóttamanna, þar af 12 milljónir sem lifa við fötlun.“ „Það skilja ekki allir hvað þið hafið gengið í gegnum. En ég geri það og það er mikilvægur hluti af því hver ég er í dag,“ skrifaði Davies til íþróttamannanna í liði flóttamanna. My message for the world s most courageous sports team. #RefugeeParalympicTeam @Paralympics @Refugees https://t.co/BKXnUzq75j pic.twitter.com/AJ26JtpSSf— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) August 23, 2021 „Ég hef lesið ykkar sögur og kynnt mér hvað þið hafið gengið í gegnum. Þið eruð hugrakkasta íþróttalið heimsins í dag,“ skrifaði Davies meðal annars, og einnig: „Þið hafið fundið leið til þess að ekki bara æfa íþróttir heldur standa ykkur á hæsta stigi þeirra. Öll þessi ár þar sem ykkur dreymdi um stóra sviðið, allar þessar hrikalega erfiðu æfingar í ræktinni, þessi þrotlausa vinna og einbeitti vilji, hafa skilað ykkur hingað; á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó.“ Sundmaðurinn Abbas Karimi er einn af sex fulltrúum flóttamanna í Tókýó.Getty/Stacy Revere Leikarnir verða settir á morgun og standa yfir til 5. september. Þar keppa 4.400 íþróttamenn, þar af sex úr liði flóttamanna. Þetta eru Parfait Hakizimana sem fæddist í Búrúndí og keppir í taekwondo, kanóræðarinn Anas Al Khalifa og sundmaðurinn Ibrahim Al Hussein sem fæddust bæði í Sýrlandi, kylfukastarinn Alia Issa sem hefur verið flóttamaður í Grikklandi alla ævi, kringlukastarinn Shahrad Nasajpour sem fæddist í Íran, og sundmaðurinn Abbas Karimi sem fæddist í Afganistan.
Flóttamenn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira