Hjól og hælisleitendur Indriði Stefánsson skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Reiðhjólaþjófnaður er jafnframt orðið daglegt brauð og dýrari hjól gera tjónið fyrir eigandann þeim mun meira. Það sem verra er, möguleikar hans á að endurheima hjólið eru sáralitlir. Þegar leitað er til lögreglunnar ber hún fyrir sig að hafa hvorki mannskap né fjármagn til að leita að stolnum hjólum. Vilji eigandinn endurheimta hjólið er mun líklegra til árangurs að leita á samfélagsmiðlum. Það felst í því nokkuð ranglæti að lögreglan geti ekki framfylgt landslögum, sérstaklega þegar um er að ræða hjól fyrir fleiri hundruð þúsund. En skiljanlega þarf lögreglan að forgangsraða. Hún hefur ekki úr endalausum mannskap eða peningum að moða. Það er ekki síst í því ljósi sem sumum þykir undarlegt að þegar annars konar glæpir berast í tal, eins og til dæmis varsla fíkniefna, þá ber lögreglan fyrir sig að geta ekki valið að framfylgja ekki landslögum. Jafnvel þó um minniháttar vörsluskammta sé að ræða.Þetta er líka viðkvæðið þegar kemur að útlendingamálum. Fjölmörg dæmi eru um að bæði Útlendingastofnun og lögreglan brjóti lög og reglugerðir til að framfylgja úrskurðum í útlendingamálum. Nýlegasta dæmið er þegar hælisleitendur, einn af viðkvæmari hópum samfélagsins, var sviptur öllum stuðningi á kolólöglegan hátt. Skiptir það okkur engu máli af því að um útlendinga er að ræða? Allt var þetta gert í nafni réttlætis og hinnar ófrávíkjanlegu skyldu um að framfylgja landslögum. Það skýtur skökku við að lögreglan geti ákveðið að láta glæpi eins og mörg hundruð þúsunda króna reiðhjólaþjófnað eiga sig en á sama tíma sækja af hörku glæpi sem oft skaða engan nema hugsanlega gerandann sjálfan. Þá skortir ekki mannskap eða fjármagn. Ef það er ranglæti að lögreglan geti ekki brugðist við þegar hjóli er stolið en réttlæti þegar vímuefnaneytendur og hælisleitendur eru beittir hörku þá má alveg taka undir með Jóni Hreggviðssyni. Verra er þeirra réttlæti. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Flóttamenn Hjólreiðar Fíkniefnabrot Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Reiðhjólaþjófnaður er jafnframt orðið daglegt brauð og dýrari hjól gera tjónið fyrir eigandann þeim mun meira. Það sem verra er, möguleikar hans á að endurheima hjólið eru sáralitlir. Þegar leitað er til lögreglunnar ber hún fyrir sig að hafa hvorki mannskap né fjármagn til að leita að stolnum hjólum. Vilji eigandinn endurheimta hjólið er mun líklegra til árangurs að leita á samfélagsmiðlum. Það felst í því nokkuð ranglæti að lögreglan geti ekki framfylgt landslögum, sérstaklega þegar um er að ræða hjól fyrir fleiri hundruð þúsund. En skiljanlega þarf lögreglan að forgangsraða. Hún hefur ekki úr endalausum mannskap eða peningum að moða. Það er ekki síst í því ljósi sem sumum þykir undarlegt að þegar annars konar glæpir berast í tal, eins og til dæmis varsla fíkniefna, þá ber lögreglan fyrir sig að geta ekki valið að framfylgja ekki landslögum. Jafnvel þó um minniháttar vörsluskammta sé að ræða.Þetta er líka viðkvæðið þegar kemur að útlendingamálum. Fjölmörg dæmi eru um að bæði Útlendingastofnun og lögreglan brjóti lög og reglugerðir til að framfylgja úrskurðum í útlendingamálum. Nýlegasta dæmið er þegar hælisleitendur, einn af viðkvæmari hópum samfélagsins, var sviptur öllum stuðningi á kolólöglegan hátt. Skiptir það okkur engu máli af því að um útlendinga er að ræða? Allt var þetta gert í nafni réttlætis og hinnar ófrávíkjanlegu skyldu um að framfylgja landslögum. Það skýtur skökku við að lögreglan geti ákveðið að láta glæpi eins og mörg hundruð þúsunda króna reiðhjólaþjófnað eiga sig en á sama tíma sækja af hörku glæpi sem oft skaða engan nema hugsanlega gerandann sjálfan. Þá skortir ekki mannskap eða fjármagn. Ef það er ranglæti að lögreglan geti ekki brugðist við þegar hjóli er stolið en réttlæti þegar vímuefnaneytendur og hælisleitendur eru beittir hörku þá má alveg taka undir með Jóni Hreggviðssyni. Verra er þeirra réttlæti. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar