Þórsarar tóku illa í beiðni stuðningssveitar Blika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 15:01 Stuðningsmannasveit Breiðabliks gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu nýverið. Vísir/Hafliði Breiðfjörð Stuðningsfólk Þórs Akureyrar hefur lítinn áhuga á að styðja lið Breiðabliks í leiknum gegn KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Svo virðist sem bæjarstoltið toppi ríginn sem ríkir á milli félaganna. Í morgun greindi Vísir frá því að Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefði óskað eftir aðstoð við að „tralla“ á Fésbókarsíðunni „Ég er Þórsari.“ Um er að ræða lokaða síðu þar sem stuðningsfólk Þórs ræðir málefni félagsins, svona öllu jafna. Ef til vill reiknuðu meðlimir Kópacabana að erkióvinir KA væru til í að rétta þeim hjálparhönd í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en svo er aldeilis ekki. Á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá skjáskot af hinum ýmsum svörum sem bárust eftir að beiðnin var lögð fram. Það er nokkuð ljóst að Þórsarar hafa lítinn áhuga á að gerast grænir þó ekki sé nema eina kvöldstund. „Þetta mun ég aldrei gera þó svo að ég sé Þórsari. Ég vona að KA vinni þennan leik og komist nær Evrópusæti,“ segir einn. „Allir á völlinn og styðja KA. Tek það fram að ég er Þórsari,“ segir annar. „Þetta finnst mér skammarleg bón,“ segir sá þriðji. „Þótt við séum Þórsarar og erum sífellt að keppa við þá um að vera besta lið bæjarins þá erum við ekki slíkir skíthælar að við mætum á þeirra völl til að styðja utan bæjarlið. Það er öllum Akureyringum til góðs að íþróttafélögunum á Akureyri gangi vel, hvort sem það er KA, Þór eða Skautafélagið. Gangi ykkur allt í haginn Breiðabliksmenn. Þið eruð með frábært lið og þurfið ekki að leita liðsinnis Þórsara,“ sagði sá fjórði og uppskar átta „Like.“ Follow up. Óhætt að segja að tilboðið glæsta er ekki að skora. Þakka góðum vini sem sendi mér. pic.twitter.com/OJXAtIlEZq— Gunni Nella (@gunni_nella) August 24, 2021 Stórleikur KA og Breiðabliks er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17.50 og leikurinn tíu mínútum síðar, klukkan 18.00. Hann verður svo gerður upp með öðrum leikjum kvöldsins í Pepsi Max Stúkunni sem hefst klukkan 20.00. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA Þór Akureyri Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Í morgun greindi Vísir frá því að Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefði óskað eftir aðstoð við að „tralla“ á Fésbókarsíðunni „Ég er Þórsari.“ Um er að ræða lokaða síðu þar sem stuðningsfólk Þórs ræðir málefni félagsins, svona öllu jafna. Ef til vill reiknuðu meðlimir Kópacabana að erkióvinir KA væru til í að rétta þeim hjálparhönd í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en svo er aldeilis ekki. Á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá skjáskot af hinum ýmsum svörum sem bárust eftir að beiðnin var lögð fram. Það er nokkuð ljóst að Þórsarar hafa lítinn áhuga á að gerast grænir þó ekki sé nema eina kvöldstund. „Þetta mun ég aldrei gera þó svo að ég sé Þórsari. Ég vona að KA vinni þennan leik og komist nær Evrópusæti,“ segir einn. „Allir á völlinn og styðja KA. Tek það fram að ég er Þórsari,“ segir annar. „Þetta finnst mér skammarleg bón,“ segir sá þriðji. „Þótt við séum Þórsarar og erum sífellt að keppa við þá um að vera besta lið bæjarins þá erum við ekki slíkir skíthælar að við mætum á þeirra völl til að styðja utan bæjarlið. Það er öllum Akureyringum til góðs að íþróttafélögunum á Akureyri gangi vel, hvort sem það er KA, Þór eða Skautafélagið. Gangi ykkur allt í haginn Breiðabliksmenn. Þið eruð með frábært lið og þurfið ekki að leita liðsinnis Þórsara,“ sagði sá fjórði og uppskar átta „Like.“ Follow up. Óhætt að segja að tilboðið glæsta er ekki að skora. Þakka góðum vini sem sendi mér. pic.twitter.com/OJXAtIlEZq— Gunni Nella (@gunni_nella) August 24, 2021 Stórleikur KA og Breiðabliks er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17.50 og leikurinn tíu mínútum síðar, klukkan 18.00. Hann verður svo gerður upp með öðrum leikjum kvöldsins í Pepsi Max Stúkunni sem hefst klukkan 20.00. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA Þór Akureyri Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira