Kæra barn, hvernig líður þér? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 25. ágúst 2021 16:01 Ég held að óhætt sé að segja að flestir foreldrar óska þess að börnum þeirra líði vel, gangi vel í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur, séu heilbrigð og gangi vel félagslega. Rannsóknir sem Rannsókn og Greining gera reglulega sýna að líðan barna og ungmenna á Íslandi í dag mætti vera betri í heildina séð. Vissulega eru hlutir sem vel eru gerðir en samfélagið þarf að vera vakandi og á verði, til þess að bæta líðan og koma í veg fyrir að hún versni ekki. Íslenskt samfélag er sífellt að þróast í þá átt að virða réttindi barna í samræmi við Barnasáttmálann. Það sjáum við með því að sveitarfélög sækjast eftir vottun um að verða Barnvænt Sveitarfélag, stjórnvöld hafa lagt ríka áherslu á að bæta þjónustu og stöðu barna og ungmenna og fræðsla um réttindi þeirra hafa aukist á síðustu árum. Við sem tökum þátt í því að ala upp nýjar kynslóðir megum vera stolt og ánægð með börn og ungmenni dagsins í dag, það upplifum við sérstaklega sem höfum unnið með þeim. Baráttuandi nýrrar kynslóðar til þess að vilja bæta heiminn er áþreifanlegur. Það sjáum við best til að mynda í loftslagsverkföllum sem unga kynslóðin hefur skipulagt og tekið þátt í. Við sjáum það í því að börn og ungmenni eru ekki tilbúin til að horfa upp á vini og skólafélaga verða senda úr landi, samfélagsleg vitund þeirra er sífellt að verða meiri og þau gera sér grein fyrir því að einstaklingar hafa leyfi til að vera eins og þeir vilja vera og elska þá sem þeir vilja elska. Vilji ungu kynslóðarinnar til þess að ögra núverandi ástandi og bæta það er það sem knýr samfélagslegar breytingar áfram. Slíkan baráttuanda eigum við hinir fullorðnu að samþykkja og hvetja til, jafnvel þótt okkur geti fundist þær hugmyndir ekki alveg í samræmi við okkar eigin. Við megum ekki drepa þær niður, heldur ræða við ungmennin okkar, hlusta á skoðanir þeirra og vera móttækileg fyrir þeim. Í þessari viku eru börn og ungmenni að hefja grunnskólagöngu sína, sum í fyrsta sinn, önnur að halda áfram. Slíkum tímum fylgir eftirvænting og gleði en það getur líka valdið kvíða og óöryggi. Því þrátt fyrir miklar framfarir og samfélagslega vakningu um réttindi barna og ungmenna þá er það svo að hluti grunnskólabarna upplifir sig ekki örugg á meðal jafningja, hvort sem er innan veggja skólans, í frístundum eða á samfélagsmiðlum. Einelti og áreitni er og hefur verið óþolandi fylgifiskur skólagöngu um allan heim. Margir skólar hér á landi eru með eineltisáætlanir, svo samræmd viðbrögð eru við þeim eineltismálum sem upp koma. Og er það vel en því miður eru alltaf dæmi þess að einhverjir einstaklingar falla á milli skips og bryggju og upplifa mikla vanlíðan og kvíða við það að sækja skóla. Það fellur því á okkur öll – foreldra, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, annað starfsfólk sem vinnur með börnum og stjórnenda skólanna að tryggja það eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að einelti eigi sér stað og að koma til aðstoðar þegar þörf er á. Það gerum við meðal annars með því að tryggja öllum börnum öruggt skólaumhverfi. Umhverfi þar sem öllum börnum er frjálst að fá að vera til með þeim fjölbreyttu eiginleikum sem þau búa yfir. Með því að tryggja og efla samkennd á meðal allra barna strax á fyrstu æviárunum og bjóða upp á námsefni og hugmyndafræði sem eflir þau í félags- og tilfinningaþroska getum við stuðlað að góðri líðan þeirra. Þegar óæskileg atvik eiga sér stað í samskiptum þeirra á milli er mikilvægt að stöðva þau strax í fæðingu en ekki samt með þeim hætti að refsa eða skamma, tryggja þarf að öll börn og ungmenni koma út úr aðstæðum með reisn en ekki sem sökudólgar eða fórnarlömb. Ef um alvarleg atvik eða síendurtekin atvik er að ræða þarf að sjálfsögðu að taka málin föstum tökum en alltaf á þeim forsendum að ekki sé verið að refsa eða skamma, því þá eykst vandinn en frekar. Draga þarf frekar fram styrkleika viðkomandi og aðstoða hann við að vinna með þá. Öllum þeim sem koma að velferð barna stendur til boða ýmis konar tæki og tól til þess að efla sig í slíkum aðstæðum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða upp á námskeið og námsefnið Vinátta sem styður fagfólk við að vinna með góð samskipti á meðal barna, gagnreynt námsefni sem eflir samkennd og umburðarlyndi á meðal barna. Börnin okkar eru framtíðin og framtíðin er björt með þessi öflugu ungmenni sem eru meðvituð um réttindi sín og skyldur. Hvetjum þau áfram, styðjum þau og eflum. Með góðu utanumhaldi og kærleika munum við verða það heppin að sjá þau breyta heiminum til hins betra og það er okkar hlutverk að sjá til þess að það muni gerast. Kæru börn og ungmenni, njótið þess að vera að hefja grunnskólagönguna eftir gott sumarfrí. Farið inn í komandi vetur full af bjartsýni og eldmóð. Takið ykkar pláss og breytið heiminum. Við hjá Barnaheillum höfum fulla trú á ykkur! Höfundur er verkefnisstjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Ég held að óhætt sé að segja að flestir foreldrar óska þess að börnum þeirra líði vel, gangi vel í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur, séu heilbrigð og gangi vel félagslega. Rannsóknir sem Rannsókn og Greining gera reglulega sýna að líðan barna og ungmenna á Íslandi í dag mætti vera betri í heildina séð. Vissulega eru hlutir sem vel eru gerðir en samfélagið þarf að vera vakandi og á verði, til þess að bæta líðan og koma í veg fyrir að hún versni ekki. Íslenskt samfélag er sífellt að þróast í þá átt að virða réttindi barna í samræmi við Barnasáttmálann. Það sjáum við með því að sveitarfélög sækjast eftir vottun um að verða Barnvænt Sveitarfélag, stjórnvöld hafa lagt ríka áherslu á að bæta þjónustu og stöðu barna og ungmenna og fræðsla um réttindi þeirra hafa aukist á síðustu árum. Við sem tökum þátt í því að ala upp nýjar kynslóðir megum vera stolt og ánægð með börn og ungmenni dagsins í dag, það upplifum við sérstaklega sem höfum unnið með þeim. Baráttuandi nýrrar kynslóðar til þess að vilja bæta heiminn er áþreifanlegur. Það sjáum við best til að mynda í loftslagsverkföllum sem unga kynslóðin hefur skipulagt og tekið þátt í. Við sjáum það í því að börn og ungmenni eru ekki tilbúin til að horfa upp á vini og skólafélaga verða senda úr landi, samfélagsleg vitund þeirra er sífellt að verða meiri og þau gera sér grein fyrir því að einstaklingar hafa leyfi til að vera eins og þeir vilja vera og elska þá sem þeir vilja elska. Vilji ungu kynslóðarinnar til þess að ögra núverandi ástandi og bæta það er það sem knýr samfélagslegar breytingar áfram. Slíkan baráttuanda eigum við hinir fullorðnu að samþykkja og hvetja til, jafnvel þótt okkur geti fundist þær hugmyndir ekki alveg í samræmi við okkar eigin. Við megum ekki drepa þær niður, heldur ræða við ungmennin okkar, hlusta á skoðanir þeirra og vera móttækileg fyrir þeim. Í þessari viku eru börn og ungmenni að hefja grunnskólagöngu sína, sum í fyrsta sinn, önnur að halda áfram. Slíkum tímum fylgir eftirvænting og gleði en það getur líka valdið kvíða og óöryggi. Því þrátt fyrir miklar framfarir og samfélagslega vakningu um réttindi barna og ungmenna þá er það svo að hluti grunnskólabarna upplifir sig ekki örugg á meðal jafningja, hvort sem er innan veggja skólans, í frístundum eða á samfélagsmiðlum. Einelti og áreitni er og hefur verið óþolandi fylgifiskur skólagöngu um allan heim. Margir skólar hér á landi eru með eineltisáætlanir, svo samræmd viðbrögð eru við þeim eineltismálum sem upp koma. Og er það vel en því miður eru alltaf dæmi þess að einhverjir einstaklingar falla á milli skips og bryggju og upplifa mikla vanlíðan og kvíða við það að sækja skóla. Það fellur því á okkur öll – foreldra, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, annað starfsfólk sem vinnur með börnum og stjórnenda skólanna að tryggja það eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að einelti eigi sér stað og að koma til aðstoðar þegar þörf er á. Það gerum við meðal annars með því að tryggja öllum börnum öruggt skólaumhverfi. Umhverfi þar sem öllum börnum er frjálst að fá að vera til með þeim fjölbreyttu eiginleikum sem þau búa yfir. Með því að tryggja og efla samkennd á meðal allra barna strax á fyrstu æviárunum og bjóða upp á námsefni og hugmyndafræði sem eflir þau í félags- og tilfinningaþroska getum við stuðlað að góðri líðan þeirra. Þegar óæskileg atvik eiga sér stað í samskiptum þeirra á milli er mikilvægt að stöðva þau strax í fæðingu en ekki samt með þeim hætti að refsa eða skamma, tryggja þarf að öll börn og ungmenni koma út úr aðstæðum með reisn en ekki sem sökudólgar eða fórnarlömb. Ef um alvarleg atvik eða síendurtekin atvik er að ræða þarf að sjálfsögðu að taka málin föstum tökum en alltaf á þeim forsendum að ekki sé verið að refsa eða skamma, því þá eykst vandinn en frekar. Draga þarf frekar fram styrkleika viðkomandi og aðstoða hann við að vinna með þá. Öllum þeim sem koma að velferð barna stendur til boða ýmis konar tæki og tól til þess að efla sig í slíkum aðstæðum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða upp á námskeið og námsefnið Vinátta sem styður fagfólk við að vinna með góð samskipti á meðal barna, gagnreynt námsefni sem eflir samkennd og umburðarlyndi á meðal barna. Börnin okkar eru framtíðin og framtíðin er björt með þessi öflugu ungmenni sem eru meðvituð um réttindi sín og skyldur. Hvetjum þau áfram, styðjum þau og eflum. Með góðu utanumhaldi og kærleika munum við verða það heppin að sjá þau breyta heiminum til hins betra og það er okkar hlutverk að sjá til þess að það muni gerast. Kæru börn og ungmenni, njótið þess að vera að hefja grunnskólagönguna eftir gott sumarfrí. Farið inn í komandi vetur full af bjartsýni og eldmóð. Takið ykkar pláss og breytið heiminum. Við hjá Barnaheillum höfum fulla trú á ykkur! Höfundur er verkefnisstjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun