Þetta staðfestir talsmaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi, en mbl greindi fyrst frá málinu. Tilkynning barst slökkviliðs um málið klukkan 8:32.
Að sögn slökkviliðs var maðurinn fluttur töluvert slasaður á slysadeild Landspítala.
Slökkvilið sendi sjúkrabíl og slökkviliðsbíl á svæðið, auk körfubíls ef ske kynni að hífa hefði þurft manninn upp. Þess þurfti þó ekki að sögn slökkviliðs.