Samfylkingin, barnabætur og meðal(h)jón Kristófer Már Maronsson skrifar 26. ágúst 2021 11:01 Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Þar á að fara í stórsókn og “endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi”. Þarna kveður við nýjan og áhugaverðan tón í áherslumálum Samfylkingarinnar - að hjálpa fólki sem þarf ekki á því að halda. Í stefnunni stendur: „Greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði.” Mánaðarleg greiðsla barnabóta er löngu tímabær. Samfylkingin leggur þarna til frábæra breytingu sem ég vona að verði samþykkt með 63 atkvæðum á næsta kjörtímabili. En það er um það bil það eina frábæra við þetta loforð. Hvað hafa meðal(h)jónin í ráðstöfunartekjur fyrir bætur? Til þess að fara yfir staðreyndirnar, þá fengu tveir einstaklingar með meðaltekjur, 592 þúsund krónur á mann, samanlagt í vasann u.þ.b. 866 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2020. Er það ekki nóg til þess að lifa af mánuðinn fyrir tveggja barna fjölskyldu? Þurfa Logi og hans fylgdarlið að mæta á hvítum hestum með 54 þúsund krónur mánaðarlega til að bjarga þessum fjölskyldum frá notkun smálána til að klára mánuðinn? Ég leyfi mér að efast. Dæmigerð útgjöld þessarar fjölskyldu samkvæmt neysluviðmiðum Félagsmálaráðuneytisins eru 487 þúsund krónur á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, en grunnviðmið eru 270 þúsund krónur. Ég myndi halda að tveggja barna hjón með meðaltekjur séu í góðum málum fjárhagslega og þurfi ekki á barnabótum að halda. Svona endurreisum við ekki stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Sem giftur tveggja barna faðir get ég ekki verið sammála því að óskertar barnabætur fyrir meðaltekjufólk endurreisi stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur. Af hálfu ríkisins er stuðningskerfi fyrir barnafjölskyldur ágætt og þarfnast ekki endurreisnar, það eru helst sveitarfélögin sem þurfa að girða sig. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla myndi gera meira fyrir barnafjölskyldur. Það hefur reyndar verið stefna Samfylkingar í borgarstjórn lengi, en árangurinn lætur á sér standa þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins - af hálfu ríkisins. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Þar á að fara í stórsókn og “endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi”. Þarna kveður við nýjan og áhugaverðan tón í áherslumálum Samfylkingarinnar - að hjálpa fólki sem þarf ekki á því að halda. Í stefnunni stendur: „Greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði.” Mánaðarleg greiðsla barnabóta er löngu tímabær. Samfylkingin leggur þarna til frábæra breytingu sem ég vona að verði samþykkt með 63 atkvæðum á næsta kjörtímabili. En það er um það bil það eina frábæra við þetta loforð. Hvað hafa meðal(h)jónin í ráðstöfunartekjur fyrir bætur? Til þess að fara yfir staðreyndirnar, þá fengu tveir einstaklingar með meðaltekjur, 592 þúsund krónur á mann, samanlagt í vasann u.þ.b. 866 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2020. Er það ekki nóg til þess að lifa af mánuðinn fyrir tveggja barna fjölskyldu? Þurfa Logi og hans fylgdarlið að mæta á hvítum hestum með 54 þúsund krónur mánaðarlega til að bjarga þessum fjölskyldum frá notkun smálána til að klára mánuðinn? Ég leyfi mér að efast. Dæmigerð útgjöld þessarar fjölskyldu samkvæmt neysluviðmiðum Félagsmálaráðuneytisins eru 487 þúsund krónur á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, en grunnviðmið eru 270 þúsund krónur. Ég myndi halda að tveggja barna hjón með meðaltekjur séu í góðum málum fjárhagslega og þurfi ekki á barnabótum að halda. Svona endurreisum við ekki stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Sem giftur tveggja barna faðir get ég ekki verið sammála því að óskertar barnabætur fyrir meðaltekjufólk endurreisi stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur. Af hálfu ríkisins er stuðningskerfi fyrir barnafjölskyldur ágætt og þarfnast ekki endurreisnar, það eru helst sveitarfélögin sem þurfa að girða sig. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla myndi gera meira fyrir barnafjölskyldur. Það hefur reyndar verið stefna Samfylkingar í borgarstjórn lengi, en árangurinn lætur á sér standa þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins - af hálfu ríkisins. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun