Rannsókn að ljúka í fimm kannabismálum: Málin tengjast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 15:00 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings. Málin tengjast öll með einum eða öðrum hætti að sögn yfirlögregluþjóns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í sumar upprætt fimm stórar ræktanir af kannabisplöntunni í íbúðar-og iðnaðarhúsnæði. Alls fundust um 800 plöntur og götuvirði þeirra, þ.e. af tilbúnu efni er metið á um níutíu milljónir króna. Þá var lagt hald á búnað og tæki. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum. „Við erum að klára þessi mál og sendum þau til ákærusviðsins á næstu tveimur vikum. Í þessum málum hafa fimm aðilar réttarstöðu sakbornings en þau með þeim stærri sem við höfum fengist við um nokkurt skeið,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum.Vísir/Egill Hann segir að málin fimm tengist með einum eða öðrum hætti. „Almennt eru þessi mál þannig að einhverjir einstaklingar taka sig saman og hefja framleiðslu á kannabis. Svo byrjar einhver úr upphaflega hópnum á nýrri framleiðslu í samstarfi við nýja aðila. Þá er ekkert víst að upphaflegi hópurinn viti af nýja hópnum eða öfugt. Þannig að þetta tengist allt saman með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Margeir. Aðspurður hvort einhver einn höfuðpaur sé í málunum fimm svarar Margeir á almennum nótum. „Stundum er einn höfuðpaur og stundum ekki. Oftast er það þó þannig að einn aðili stjórnar starfseminni,“ segir Margeir. Aðspurður hvort lögreglan nái að anna öllum þeim fjölda mála sem berast til hennar, svarar Margeir: „ Miðað við þær upplýsingar um brotastarfsemi sem við höfum og þau mál sem við þurfum að sinna þá vantar okkur meiri mannskap. Meðan hann er ekki nægur þurfum við að forgangsraða og það er staðan hjá okkur í dag.“ Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í sumar upprætt fimm stórar ræktanir af kannabisplöntunni í íbúðar-og iðnaðarhúsnæði. Alls fundust um 800 plöntur og götuvirði þeirra, þ.e. af tilbúnu efni er metið á um níutíu milljónir króna. Þá var lagt hald á búnað og tæki. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum. „Við erum að klára þessi mál og sendum þau til ákærusviðsins á næstu tveimur vikum. Í þessum málum hafa fimm aðilar réttarstöðu sakbornings en þau með þeim stærri sem við höfum fengist við um nokkurt skeið,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum.Vísir/Egill Hann segir að málin fimm tengist með einum eða öðrum hætti. „Almennt eru þessi mál þannig að einhverjir einstaklingar taka sig saman og hefja framleiðslu á kannabis. Svo byrjar einhver úr upphaflega hópnum á nýrri framleiðslu í samstarfi við nýja aðila. Þá er ekkert víst að upphaflegi hópurinn viti af nýja hópnum eða öfugt. Þannig að þetta tengist allt saman með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Margeir. Aðspurður hvort einhver einn höfuðpaur sé í málunum fimm svarar Margeir á almennum nótum. „Stundum er einn höfuðpaur og stundum ekki. Oftast er það þó þannig að einn aðili stjórnar starfseminni,“ segir Margeir. Aðspurður hvort lögreglan nái að anna öllum þeim fjölda mála sem berast til hennar, svarar Margeir: „ Miðað við þær upplýsingar um brotastarfsemi sem við höfum og þau mál sem við þurfum að sinna þá vantar okkur meiri mannskap. Meðan hann er ekki nægur þurfum við að forgangsraða og það er staðan hjá okkur í dag.“
Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira