Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ Atli Ísleifsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 26. ágúst 2021 14:45 Fjölskyldan dvelur nú á sóttkvíarhóteli í Þórunnartúni. „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. Fazal ræddi við fréttastofu fyrir utan sóttkvíarhótel í Þórunnartúni í Reykjavík um tvöleytið í dag. Hann dvelur nú þar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2001 þegar hann flúði frá Afganistan í kjölfar uppgangs talibana í landinu. Hann hefur starfað í Afganistan að friðaruppbyggingu fyrir samökin DHSA síðustu misserin. Aðspurður um hvernig fjölskyldan hafi hagað málum eftir að talibanar lögðu Kabúl undir sig nú segir hann það hafa verið mjög erfitt. „Þegar þeir komu fórum við ekki út. Höfðum hljótt. Ég sagðist vinna að friðaruppbyggingu í landinu.“ Fazal segir fjölskylduna hafa fylgst með fréttum á meðan þau hafi verið í samskiptum við starfsmenn utanríkisráðuneytisins á meðan færis var beðið að komast úr landi. Hann hafi hafið vinnu við að komast úr landi í júlí og er hann mjög þakklátur starfsmönnum ráðuneytisins fyrir þeirra vinnu og aðstoð. Fazal Omar fyrir utan sótthvíarhótel í Þórunnartúni í dag.Vísir/Sigurjón Hann segir börnin að vissu leyti hrygg að hafa þurft að yfirgefa vini sína í Kabúl og það umhverfi sem þau þekkja. „En þegar þau sjá hvernig ástandið er þar þá róast þau. Þegar talibanarnir komu þá gátum við ekki sofið í tvær, þrjár nætur.“ Nánar verður rætt við Fazal Omar í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Fazal ræddi við fréttastofu fyrir utan sóttkvíarhótel í Þórunnartúni í Reykjavík um tvöleytið í dag. Hann dvelur nú þar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2001 þegar hann flúði frá Afganistan í kjölfar uppgangs talibana í landinu. Hann hefur starfað í Afganistan að friðaruppbyggingu fyrir samökin DHSA síðustu misserin. Aðspurður um hvernig fjölskyldan hafi hagað málum eftir að talibanar lögðu Kabúl undir sig nú segir hann það hafa verið mjög erfitt. „Þegar þeir komu fórum við ekki út. Höfðum hljótt. Ég sagðist vinna að friðaruppbyggingu í landinu.“ Fazal segir fjölskylduna hafa fylgst með fréttum á meðan þau hafi verið í samskiptum við starfsmenn utanríkisráðuneytisins á meðan færis var beðið að komast úr landi. Hann hafi hafið vinnu við að komast úr landi í júlí og er hann mjög þakklátur starfsmönnum ráðuneytisins fyrir þeirra vinnu og aðstoð. Fazal Omar fyrir utan sótthvíarhótel í Þórunnartúni í dag.Vísir/Sigurjón Hann segir börnin að vissu leyti hrygg að hafa þurft að yfirgefa vini sína í Kabúl og það umhverfi sem þau þekkja. „En þegar þau sjá hvernig ástandið er þar þá róast þau. Þegar talibanarnir komu þá gátum við ekki sofið í tvær, þrjár nætur.“ Nánar verður rætt við Fazal Omar í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.
Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05