Heilbrigði og húsnæði um allt land Drífa Snædal skrifar 27. ágúst 2021 16:00 Á síðustu vikum hef ég, ásamt fleirum í forystu ASÍ, haldið ótal fundi með stjórnum aðildarfélaga ASÍ um allt land. Atvinnumál á hverjum stað og lífsgæði fólks almennt hafa verið stóru málin og mjög víða ríkir bjartsýni og uppgangur. Þó er áberandi hversu misjafnlega niðursveiflan kom niður á svæðum og enn eru sum svæði sem glíma við alvarlegar afleiðingar. Samtalið við fjölda fulltrúa, stjórnarmanna og trúnaðarmanna færðu mér heim sanninn um að þær áherslur sem ASÍ lagði upp með í vor í aðdraganda þingkosninganna væru réttar: Húsnæðismálin eru ekki bara einn stærsti áhrifavaldur varðandi öryggi og afkomu fólks, heldur stendur húsnæðisskortur atvinnulífinu fyrir þrifum víða um land. Þar sem tilfinnanlegur skortur er á húsnæði fæst ekki fólk til starfa. Húsnæðismálin eru og verða eitt stærsta viðfangsefnið og það er skýlaus krafa að nálgast þau með félagslegum hætti þannig að öllum sé tryggt gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Heilbrigðismálin voru líka ofarlega á baugi víða um land. Ekki bara öldrunarþjónustan og aðgengi að heilsugæslu, heldur einnig fæðingarþjónusta og langtíma meðferðir. Það er himinn og haf á milli þjónustu við dreifbýlið annars vegar og þéttbýlið hins vegar. Utan þéttbýlla svæða þarf fólk að nýta veikindadaga, orlof og á köflum launalaust leyfi til að dvelja langdvölum í Reykjavík eða á Akureyri til meðferðar og ef von er á barni. Þetta er bein kjaraskerðing við fólk eftir búsetu og bætist við þá fjölmörgu þætti sem þarf að endurskoða varðandi heilbrigðiskerfið okkar til að það þjóni öllum óháð efnahag eða búsetu. Fjölmörg önnur mál voru til umræðu en það er ljóst að áhrif tæknibreytinga á einstaka byggðir hafa verið og verða verulegar. Það beinir sjónum að því hvernig hægt er að tryggja að framleiðniaukningin og fækkun starfsfólks sem verður með tæknibreytingum skili sér raunverulega inn í samfélög og í auknum lífsgæðum, í gegnum hærri laun eða styttri vinnutíma. Þar ber að nýta hugmyndafræði réttlátra umskipta. Takk kærlega fyrir frábærar móttökur kæru félagar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hef ég, ásamt fleirum í forystu ASÍ, haldið ótal fundi með stjórnum aðildarfélaga ASÍ um allt land. Atvinnumál á hverjum stað og lífsgæði fólks almennt hafa verið stóru málin og mjög víða ríkir bjartsýni og uppgangur. Þó er áberandi hversu misjafnlega niðursveiflan kom niður á svæðum og enn eru sum svæði sem glíma við alvarlegar afleiðingar. Samtalið við fjölda fulltrúa, stjórnarmanna og trúnaðarmanna færðu mér heim sanninn um að þær áherslur sem ASÍ lagði upp með í vor í aðdraganda þingkosninganna væru réttar: Húsnæðismálin eru ekki bara einn stærsti áhrifavaldur varðandi öryggi og afkomu fólks, heldur stendur húsnæðisskortur atvinnulífinu fyrir þrifum víða um land. Þar sem tilfinnanlegur skortur er á húsnæði fæst ekki fólk til starfa. Húsnæðismálin eru og verða eitt stærsta viðfangsefnið og það er skýlaus krafa að nálgast þau með félagslegum hætti þannig að öllum sé tryggt gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Heilbrigðismálin voru líka ofarlega á baugi víða um land. Ekki bara öldrunarþjónustan og aðgengi að heilsugæslu, heldur einnig fæðingarþjónusta og langtíma meðferðir. Það er himinn og haf á milli þjónustu við dreifbýlið annars vegar og þéttbýlið hins vegar. Utan þéttbýlla svæða þarf fólk að nýta veikindadaga, orlof og á köflum launalaust leyfi til að dvelja langdvölum í Reykjavík eða á Akureyri til meðferðar og ef von er á barni. Þetta er bein kjaraskerðing við fólk eftir búsetu og bætist við þá fjölmörgu þætti sem þarf að endurskoða varðandi heilbrigðiskerfið okkar til að það þjóni öllum óháð efnahag eða búsetu. Fjölmörg önnur mál voru til umræðu en það er ljóst að áhrif tæknibreytinga á einstaka byggðir hafa verið og verða verulegar. Það beinir sjónum að því hvernig hægt er að tryggja að framleiðniaukningin og fækkun starfsfólks sem verður með tæknibreytingum skili sér raunverulega inn í samfélög og í auknum lífsgæðum, í gegnum hærri laun eða styttri vinnutíma. Þar ber að nýta hugmyndafræði réttlátra umskipta. Takk kærlega fyrir frábærar móttökur kæru félagar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar